Ytri Rangá komin vel yfir 7.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 15. september 2015 17:14 Ytri Rangá er komin yfir 7.000 laxa í sumar Veiðin í Ytri Rangá er búin að vera feykilega góð í allt sumar og þrátt fyrir að haustið sé komið er ennþá mikil veiði í ánni. Ytri Rangá fór yfir 7.000 laxa fyrir þremur dögum síðan og stefnir hraðbyri á 8.000 laxa og nær því líklega fljótlega eftir helgi. Það sem tefur aðeins fyrir tökunni síðustu daga er hvassvirði á svæðinu sem hefur stundum gert veiðimönnum lífið leitt en fram að helgi er spáð frábæru veiðiveðri en svo á að hvessa aðeins aftur en aðeins í einn til tvo daga samkvæmt langtímaspá. Það er veitt í Ytri Rangá til loka október og sá mánuður gæti vel skilað 1.000 löxum eftir því hvernig áin er stunduð en miðað við gang mála í september er ekkert ólíkegt að hún fari hátt í 9.000 laxa sem er þá þriðja besta árið í henni. Mikið af laxi er á flestum veiðistöðum og ennþá slangur að ganga inn sem sést vel á því að megnið af fiskinum sem er að veiðast er ennþá nokkuð bjartur þó vissulega séu legnir laxar inn á milli. Það verður gaman að sjá hvernig veiðist næstu daga og hvort spá veiðimanna við ána sé rétt að 9.000 laxa múrinn sé takmarkið í ár. Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði
Veiðin í Ytri Rangá er búin að vera feykilega góð í allt sumar og þrátt fyrir að haustið sé komið er ennþá mikil veiði í ánni. Ytri Rangá fór yfir 7.000 laxa fyrir þremur dögum síðan og stefnir hraðbyri á 8.000 laxa og nær því líklega fljótlega eftir helgi. Það sem tefur aðeins fyrir tökunni síðustu daga er hvassvirði á svæðinu sem hefur stundum gert veiðimönnum lífið leitt en fram að helgi er spáð frábæru veiðiveðri en svo á að hvessa aðeins aftur en aðeins í einn til tvo daga samkvæmt langtímaspá. Það er veitt í Ytri Rangá til loka október og sá mánuður gæti vel skilað 1.000 löxum eftir því hvernig áin er stunduð en miðað við gang mála í september er ekkert ólíkegt að hún fari hátt í 9.000 laxa sem er þá þriðja besta árið í henni. Mikið af laxi er á flestum veiðistöðum og ennþá slangur að ganga inn sem sést vel á því að megnið af fiskinum sem er að veiðast er ennþá nokkuð bjartur þó vissulega séu legnir laxar inn á milli. Það verður gaman að sjá hvernig veiðist næstu daga og hvort spá veiðimanna við ána sé rétt að 9.000 laxa múrinn sé takmarkið í ár.
Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði