Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, varð fyrir hryllilegum meiðslum í leik liðsins gegn PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í kvöld.
Shaw var tæklaður af Hector Moreno, leikmanni PSV, í vítateig heimamanna og fótbrotnaði afar illa. Allt tiltækt sjúkralið á vellinum var kallað til hans um leið.
Það tók tæpar tíu mínútur að gera að Shaw á vellinum og gera hann tilbúinn til brottflutning á sjúkrahús, en nokkuð ljóst er að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð.
Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir United og auðvitað Shaw sem hefur farið frábærlega af stað á þessari leiktíð.
Fylgst er með leiknum í beinni textalýsingu hér.
Luke Shaw fótbrotnaði í Eindhoven
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn


