Merkel ver stefnu sína Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. september 2015 07:00 Flóttafólk á vappi Serbíumegin landamæranna, en ungverska lögreglan bíður hinum megin albúin þess að handtaka hvern þann sem reynir að komast yfir eða undir girðinguna miklu. NordicPhotos/AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þjóðverjar séu að draga úr hjálpfýsi sinni gagnvart flóttafólki. „Ef við ætlum nú að fara að þurfa að biðjast afsökunar á því að koma vingjarnlega fram við fólk, sem er í nauðum statt, þá er það ekki mitt land,“ sagði hún í gær, þegar hún tók á móti Werner Fayman, kanslara Austurríkis, sem kom í heimsókn til hennar í Berlín. Engu að síður hafa þýsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að hefja landamæraeftirlit við landamæri Austurríkis vegna þess hve margir flóttamenn hafa komið þá leiðina til Þýskalands undanfarið. Þjóðverjar segjast nú búast við því að allt að milljón flóttamanna komi til landsins á þessu ári. Ungverjar hafa sett ströng lög, sem tóku gildi í fyrrinótt og heimila lögreglunni að handtaka hvern þann sem kemur yfir landamærin án þess að hafa til þess leyfi. Þá hafa Ungverjar í hyggju að reisa rammgerða girðingu meðfram landamærum Austurríkis, sambærilega girðingunni sem þeir eru komnir langt með að reisa við landamæri Serbíu. Flóttafólk frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur streymt inn í Ungverjaland frá Serbíu og reynt að komast áfram til Austurríkis og þaðan til Þýskalands eða lengra norður á bóginn. Engin afgerandi niðurstaða fékkst á neyðarfundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel á mánudaginn, þar sem taka átti ákvörðun um að skylda aðildarríkin til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttafólks, en stefnt á það að ræða málin aftur á næsta fundi, sem verður haldinn 8. október. Þó komu þeir sér saman um að Evrópusambandið muni hjálpa til við að reisa og reka flóttamannabúðir utan Evrópu, í Afríku og víðar. Þangað yrði beint þeim flóttamönnum, sem ekki fá heimild til að setjast að í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flóttamenn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þjóðverjar séu að draga úr hjálpfýsi sinni gagnvart flóttafólki. „Ef við ætlum nú að fara að þurfa að biðjast afsökunar á því að koma vingjarnlega fram við fólk, sem er í nauðum statt, þá er það ekki mitt land,“ sagði hún í gær, þegar hún tók á móti Werner Fayman, kanslara Austurríkis, sem kom í heimsókn til hennar í Berlín. Engu að síður hafa þýsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að hefja landamæraeftirlit við landamæri Austurríkis vegna þess hve margir flóttamenn hafa komið þá leiðina til Þýskalands undanfarið. Þjóðverjar segjast nú búast við því að allt að milljón flóttamanna komi til landsins á þessu ári. Ungverjar hafa sett ströng lög, sem tóku gildi í fyrrinótt og heimila lögreglunni að handtaka hvern þann sem kemur yfir landamærin án þess að hafa til þess leyfi. Þá hafa Ungverjar í hyggju að reisa rammgerða girðingu meðfram landamærum Austurríkis, sambærilega girðingunni sem þeir eru komnir langt með að reisa við landamæri Serbíu. Flóttafólk frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur streymt inn í Ungverjaland frá Serbíu og reynt að komast áfram til Austurríkis og þaðan til Þýskalands eða lengra norður á bóginn. Engin afgerandi niðurstaða fékkst á neyðarfundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel á mánudaginn, þar sem taka átti ákvörðun um að skylda aðildarríkin til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttafólks, en stefnt á það að ræða málin aftur á næsta fundi, sem verður haldinn 8. október. Þó komu þeir sér saman um að Evrópusambandið muni hjálpa til við að reisa og reka flóttamannabúðir utan Evrópu, í Afríku og víðar. Þangað yrði beint þeim flóttamönnum, sem ekki fá heimild til að setjast að í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Flóttamenn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira