Virkur í búðarferð atli fannar bjarkason skrifar 17. september 2015 09:34 Ég er staddur í matvöruverslun um hábjartan dag. Það er ekkert sérstaklega hlýtt úti en sólin skín. Það er því nokkuð létt yfir fólkinu sem ýtir innkaupakerrunum á undan sér og kaupir mjólk, brauð, egg og aðrar nauðsynjar. Sjálfur á ég alltaf jafn erfitt með að hemja mig þegar ég geng fram hjá kexhillunum. Kex er eflaust einn stærsti veikleiki minn. Mér finnst fátt betra en amerískar súkkulaðibitakökur og ísköld mjólk. Það er samt ekki hægt að fylla körfuna af kexi og ég er því yfirleitt fljótur að forða mér áður en transfitan dregur mig á tálar. Við hliðina á mér er kona að setja fíkjukex ofan í körfuna sína. „Djöfull ertu með ógeðslegan smekk,“ segi ég við konuna og geng í burtu. Röðin við kassann er í meðallagi löng. Snjallsíminn hefur útrýmt biðinni og það skiptir mig því harla litlu máli hversu langar raðir eru í dag. Það er alltaf hægt að svara tölvupóstum, kíkja á Facebook, renna í gegnum Instagram og skoða Twitter. Maðurinn fyrir framan mig er að glugga í Séð og heyrt. Ég ríf af honum blaðið, bendi á forsíðufyrirsögn og spyr: „Er þetta frétt??“ Hann á engin svör við hárbeittu skopskyni mínu. Skyndilega finn ég nístandi sársauka í hægri löppinni og ég lít upp frá símanum. Maður á miðjum aldri hafði óvart ekið innkaupakerrunni á mig, án þess að taka eftir því. „Þú ert nú meiri andskotans fávitinn,“ segi ég við manninn, enda hefði hann átt að passa sig betur. Hann er hissa en segir ekki neitt. „Það er nú kominn tími til að þú takir höfuðið út úr rassgatinu á þér,“ öskra ég á hann þannig að fólkið í næstu röð heyrir til mín. Og raunar öll verslunin. Ég læt heyra í mér þegar fólk gerir eitthvað á minn hlut. Þannig er ég bara. Þessi saga er að sjálfsögðu uppspuni frá rótum. Enginn myndi láta svona úti í búð. Svona talar fólk bara á internetinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ég er staddur í matvöruverslun um hábjartan dag. Það er ekkert sérstaklega hlýtt úti en sólin skín. Það er því nokkuð létt yfir fólkinu sem ýtir innkaupakerrunum á undan sér og kaupir mjólk, brauð, egg og aðrar nauðsynjar. Sjálfur á ég alltaf jafn erfitt með að hemja mig þegar ég geng fram hjá kexhillunum. Kex er eflaust einn stærsti veikleiki minn. Mér finnst fátt betra en amerískar súkkulaðibitakökur og ísköld mjólk. Það er samt ekki hægt að fylla körfuna af kexi og ég er því yfirleitt fljótur að forða mér áður en transfitan dregur mig á tálar. Við hliðina á mér er kona að setja fíkjukex ofan í körfuna sína. „Djöfull ertu með ógeðslegan smekk,“ segi ég við konuna og geng í burtu. Röðin við kassann er í meðallagi löng. Snjallsíminn hefur útrýmt biðinni og það skiptir mig því harla litlu máli hversu langar raðir eru í dag. Það er alltaf hægt að svara tölvupóstum, kíkja á Facebook, renna í gegnum Instagram og skoða Twitter. Maðurinn fyrir framan mig er að glugga í Séð og heyrt. Ég ríf af honum blaðið, bendi á forsíðufyrirsögn og spyr: „Er þetta frétt??“ Hann á engin svör við hárbeittu skopskyni mínu. Skyndilega finn ég nístandi sársauka í hægri löppinni og ég lít upp frá símanum. Maður á miðjum aldri hafði óvart ekið innkaupakerrunni á mig, án þess að taka eftir því. „Þú ert nú meiri andskotans fávitinn,“ segi ég við manninn, enda hefði hann átt að passa sig betur. Hann er hissa en segir ekki neitt. „Það er nú kominn tími til að þú takir höfuðið út úr rassgatinu á þér,“ öskra ég á hann þannig að fólkið í næstu röð heyrir til mín. Og raunar öll verslunin. Ég læt heyra í mér þegar fólk gerir eitthvað á minn hlut. Þannig er ég bara. Þessi saga er að sjálfsögðu uppspuni frá rótum. Enginn myndi láta svona úti í búð. Svona talar fólk bara á internetinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun