Hey þú þarna með bumbuna! sigga dögg skrifar 18. september 2015 11:00 Vísir/Getty Ég hef mikið pælt undanfarið í líkamsímynd og fordómum. Það er svo vandlifað þegar við erum alltaf að pota í næsta mann. Bæði stjórnum við hvernig hann eða hún á að vera, gera og finnast en einnig gerum við viðkomandi upp hugsanir um hvernig við sjálf eigum að vera og hugsa. Við sofnum aldrei á verðinum. Einhver sem er grannur í líkamsræktarfötum horfir örugglega á mig og hugsar að ég þurfi að drullast í ræktina. Þetta er ekki ímyndun heldur hef ég fengið að heyra það. „Elskan, svona sæt stelpa þarf ekki nema bara smá prógramm með einkaþjálfara og aðhald í mataræði og þá verðurðu fitt og flott,“ er sagt með brosi og höfði sem hallar til hliðar. Svona samúðarskilningur yfir því hversu ómöguleg ég er og hversu miklu betra líf mitt, og annarra sem þurfa horfa á mig, væri ef ég bara grennti mig smá og væri stinnari. Ég ólst upp við sterkar kvenfyrirmyndir þar sem oft var talað um bumbuna. Við, konurnar í þessari ætt, erum með bumbu, svoleiðis er það bara. Þá er best að klæða sig bara eftir vexti og vera ekki að troða henni framan í gangandi vegfarendur. Ég hef nánast alltaf verið haldin sjúklegri bumbuþráhyggju. Það má ekki sýna hana, ekki fara í föt þröng yfir magann, alltaf að sjúga inn magann, passaðu brauðið, ekki fara í þröngar gallabuxur og fjárfestu í góðum aðhaldsnærbuxum. „Þú ert með það sem við þjálfarar köllum harða fitu, þú greinilega drekkur ekki nægilega mikið vatn,“ sagði einkaþjálfarinn er hann kleip í bumbuna með risa krabbakló. Ha?Vælandi af óhamingju en grönn! Einu sinni var ég í ástarsorg. Ég kom ekki ofan í mig svo miklu sem saltstöng. Ég mældi götur borgarinnar og hafði bara garnagaulið mér til huggunar. „Gvuð elskan, þú lítur svo vel út,“ var sagt og ég föðmuð. Ég horfði ringluð með grátbólgin augu á viðkomandi. Átti ég að segja takk? Ég var svo morkin að innan, öll kramin, en ofsalega var ég með sléttan og fallegan maga! Að hugsa sér að eitthvað jákvætt kæmi úr svona slæmu!Flatur magi í bólinu Eins og svo oft áður þá langar mig að kalla eftir hugarfarsbreytingu. Ég nenni ekki að lögga konurnar í kringum mig og skammast yfir því að þær „klæði sig ekki eftir vexti“ því hvað þýðir það svo sem?! Ég las um daginn grein sem lýsti stellingum sem væru hentugar svo bumban væri minni og brjóstin héngu betur. Hættu nú alveg. Ég held að þetta sé stór ástæða þess að við eigum oft erfitt með að fá fullnægingu, það er líkamsvitund og óbeit á eigin líkama eftir áralanga hugarþjálfun. Nú vitum við að matur og næring eru ekki eina ástæða líkamsvaxtar og það að vera grannur þarf ekki að þýða hreysti. Það þurfa ekki allir að geta hlaupið maraþon því það hafa ekki allir áhuga á því. Þegar við förum að gæta betur að innri líðan þá mun heilsa og hreysti fylgja með, með og án bumbu. Það er mín kenning.Fyrirmynd – með bumbu Ég nenni ekki að taka þátt í þessu. Nú er ég svo hamingjusöm og full þakklætis í hjartanu að á hverjum degi vakna ég og trúi varla að ég sé svona lánsöm og rík af ást og gleði. Svo opna ég fataskápinn. Suma daga nenni ég ekki að fá óléttukommentið svo ég vel víð föt. Suma daga nenni ég því. Þá tek ég slaginn. En af hverju þarf yfirhöfuð að taka slaginn, af hverju skiptum við okkur svona mikið af holdafari annarra? „Mamma, þú ert með svo stóra bumbu!“ segir litla fallega dóttir mín sem að öllum líkindum hefur erft mitt holdafar. „Takk ástin mín, finnst þér mamma ekki falleg?“ og þar stendur ekki á svari því henni þyki ég vera fallegasta kona í heimi, með bumbuna út í loftið.Ef þig langar að breyta þínu hugarfari, og hugarfari annarra, þá er ráðstefna í dag og á morgun sem ætti að hitta beint í mark. Heilsa Tengdar fréttir Kremjum óléttutabúin Þungun er að drukkna í tabúum en nú verður sagt stopp. 24. júlí 2015 11:00 Hvað þarf kona raunverulega? Hvernig kemur maður sér í stuð og það sem meira er, hvernig heldur maður sér í stuði? 4. september 2015 11:30 Hvað ef mig langar ekkert til að stunda kynlíf ? Er raunverulega til pilla sem gerir konur graðar og ef svo er mun þær þá langa í kynlíf eða verður kynlífið betra? 28. ágúst 2015 14:00 Kýld af mömmu-samviskubiti Það getur verið snúið að vera foreldri, því verður ekki neitað 24. ágúst 2015 14:00 Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30 Þú ert svo heppin með maka! Hefur þú lent í því að vinna í makalottóinu jafnvel þó að þú hafir kröfur sem mörgum þykja óraunhæfar? Lestu áfram. 31. júlí 2015 11:00 Að kveikja á kynlífi Ég tek utan um hann, kyssi hann blíðlega, klíp aðeins í typpið hans, nudda smá punginn og býð honum góða nótt. 11. september 2015 11:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ég hef mikið pælt undanfarið í líkamsímynd og fordómum. Það er svo vandlifað þegar við erum alltaf að pota í næsta mann. Bæði stjórnum við hvernig hann eða hún á að vera, gera og finnast en einnig gerum við viðkomandi upp hugsanir um hvernig við sjálf eigum að vera og hugsa. Við sofnum aldrei á verðinum. Einhver sem er grannur í líkamsræktarfötum horfir örugglega á mig og hugsar að ég þurfi að drullast í ræktina. Þetta er ekki ímyndun heldur hef ég fengið að heyra það. „Elskan, svona sæt stelpa þarf ekki nema bara smá prógramm með einkaþjálfara og aðhald í mataræði og þá verðurðu fitt og flott,“ er sagt með brosi og höfði sem hallar til hliðar. Svona samúðarskilningur yfir því hversu ómöguleg ég er og hversu miklu betra líf mitt, og annarra sem þurfa horfa á mig, væri ef ég bara grennti mig smá og væri stinnari. Ég ólst upp við sterkar kvenfyrirmyndir þar sem oft var talað um bumbuna. Við, konurnar í þessari ætt, erum með bumbu, svoleiðis er það bara. Þá er best að klæða sig bara eftir vexti og vera ekki að troða henni framan í gangandi vegfarendur. Ég hef nánast alltaf verið haldin sjúklegri bumbuþráhyggju. Það má ekki sýna hana, ekki fara í föt þröng yfir magann, alltaf að sjúga inn magann, passaðu brauðið, ekki fara í þröngar gallabuxur og fjárfestu í góðum aðhaldsnærbuxum. „Þú ert með það sem við þjálfarar köllum harða fitu, þú greinilega drekkur ekki nægilega mikið vatn,“ sagði einkaþjálfarinn er hann kleip í bumbuna með risa krabbakló. Ha?Vælandi af óhamingju en grönn! Einu sinni var ég í ástarsorg. Ég kom ekki ofan í mig svo miklu sem saltstöng. Ég mældi götur borgarinnar og hafði bara garnagaulið mér til huggunar. „Gvuð elskan, þú lítur svo vel út,“ var sagt og ég föðmuð. Ég horfði ringluð með grátbólgin augu á viðkomandi. Átti ég að segja takk? Ég var svo morkin að innan, öll kramin, en ofsalega var ég með sléttan og fallegan maga! Að hugsa sér að eitthvað jákvætt kæmi úr svona slæmu!Flatur magi í bólinu Eins og svo oft áður þá langar mig að kalla eftir hugarfarsbreytingu. Ég nenni ekki að lögga konurnar í kringum mig og skammast yfir því að þær „klæði sig ekki eftir vexti“ því hvað þýðir það svo sem?! Ég las um daginn grein sem lýsti stellingum sem væru hentugar svo bumban væri minni og brjóstin héngu betur. Hættu nú alveg. Ég held að þetta sé stór ástæða þess að við eigum oft erfitt með að fá fullnægingu, það er líkamsvitund og óbeit á eigin líkama eftir áralanga hugarþjálfun. Nú vitum við að matur og næring eru ekki eina ástæða líkamsvaxtar og það að vera grannur þarf ekki að þýða hreysti. Það þurfa ekki allir að geta hlaupið maraþon því það hafa ekki allir áhuga á því. Þegar við förum að gæta betur að innri líðan þá mun heilsa og hreysti fylgja með, með og án bumbu. Það er mín kenning.Fyrirmynd – með bumbu Ég nenni ekki að taka þátt í þessu. Nú er ég svo hamingjusöm og full þakklætis í hjartanu að á hverjum degi vakna ég og trúi varla að ég sé svona lánsöm og rík af ást og gleði. Svo opna ég fataskápinn. Suma daga nenni ég ekki að fá óléttukommentið svo ég vel víð föt. Suma daga nenni ég því. Þá tek ég slaginn. En af hverju þarf yfirhöfuð að taka slaginn, af hverju skiptum við okkur svona mikið af holdafari annarra? „Mamma, þú ert með svo stóra bumbu!“ segir litla fallega dóttir mín sem að öllum líkindum hefur erft mitt holdafar. „Takk ástin mín, finnst þér mamma ekki falleg?“ og þar stendur ekki á svari því henni þyki ég vera fallegasta kona í heimi, með bumbuna út í loftið.Ef þig langar að breyta þínu hugarfari, og hugarfari annarra, þá er ráðstefna í dag og á morgun sem ætti að hitta beint í mark.
Heilsa Tengdar fréttir Kremjum óléttutabúin Þungun er að drukkna í tabúum en nú verður sagt stopp. 24. júlí 2015 11:00 Hvað þarf kona raunverulega? Hvernig kemur maður sér í stuð og það sem meira er, hvernig heldur maður sér í stuði? 4. september 2015 11:30 Hvað ef mig langar ekkert til að stunda kynlíf ? Er raunverulega til pilla sem gerir konur graðar og ef svo er mun þær þá langa í kynlíf eða verður kynlífið betra? 28. ágúst 2015 14:00 Kýld af mömmu-samviskubiti Það getur verið snúið að vera foreldri, því verður ekki neitað 24. ágúst 2015 14:00 Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30 Þú ert svo heppin með maka! Hefur þú lent í því að vinna í makalottóinu jafnvel þó að þú hafir kröfur sem mörgum þykja óraunhæfar? Lestu áfram. 31. júlí 2015 11:00 Að kveikja á kynlífi Ég tek utan um hann, kyssi hann blíðlega, klíp aðeins í typpið hans, nudda smá punginn og býð honum góða nótt. 11. september 2015 11:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hvað þarf kona raunverulega? Hvernig kemur maður sér í stuð og það sem meira er, hvernig heldur maður sér í stuði? 4. september 2015 11:30
Hvað ef mig langar ekkert til að stunda kynlíf ? Er raunverulega til pilla sem gerir konur graðar og ef svo er mun þær þá langa í kynlíf eða verður kynlífið betra? 28. ágúst 2015 14:00
Kýld af mömmu-samviskubiti Það getur verið snúið að vera foreldri, því verður ekki neitað 24. ágúst 2015 14:00
Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30
Þú ert svo heppin með maka! Hefur þú lent í því að vinna í makalottóinu jafnvel þó að þú hafir kröfur sem mörgum þykja óraunhæfar? Lestu áfram. 31. júlí 2015 11:00
Að kveikja á kynlífi Ég tek utan um hann, kyssi hann blíðlega, klíp aðeins í typpið hans, nudda smá punginn og býð honum góða nótt. 11. september 2015 11:00