„Vegna viðskiptabanns Reykjavíkurborgar á Ísrael er óheimilt að greiða stöðugjald eða stöðubrotagjald vegna þessarar bifreiðar. Vinsamlega virðið það og sektið ekki,“ segir á miða sem settur hafði verið undir framrúðu bíls í miðbæ Reykjavíkur í dag.
Yfirskrift bleðilsins var „Ísraelskur ríkisborgari“. Með þessu vísar eigandi bílsins í ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael.
Ekki liggur fyrir hver eigandi bílsins er, en Gunnlaugur Jónsson varð var við miðann í dag og smellti af honum ljósmynd, sem sjá má hér fyrir ofan. Samkvæmt heimildum er þó um grín að ræða.

