Hvað er með þessa Ungverja? Illugi Jökulsson skrifar 20. september 2015 09:00 Höfðingjar ættanna sjö helga sér land á sléttunni eftir aldalanga hrakninga. Margar evrópskar þjóðir eiga nú í vandræðum með flóttamannastraum úr Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Viðbrögð sumra þeirra eru þeim eða öllu heldur stjórnvöldum þeirra lítt til sóma. Eitt ríki virðist þó skera sig úr sakir þeirrar hörku sem flóttamönnum er sýnd. Það er vitaskuld Ungverjaland og þarf ekki að fjölyrða um. En hvernig skyldi standa á því? Er það einungis vondum stjórnvöldum dagsins í dag að kenna? Eða leynist eitthvað í sögu Ungverja sem fyllir þá skiljanlegri tortryggni og varúð í garð flóttafólks og farandþjóða? Það fór ég að skoða og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri alls ekki. Raunar þvert á móti. Ungverjar ættu að hafa sérstakan skilning á hlutskipti aðkomufólks og flóttamanna því á mótunarárum sínum sem þjóð, þá voru þeir einmitt það.Aðkomufólk – alls staðar Fyrst hafa fræðimenn spurt til frum-Ungverja fyrir um 4.500 árum. Þá bjuggu þeir öðru hvoru megin við Úralfjöllin sem skilja að Rússland og Síberíu. Þar eru flæmi mikil og þeir flökkuðu töluvert. Tíðar loftslagsbreytingar rústuðu heimalöndum þeirra reglulega og þeir urðu að flýja annað. Framan af bjuggu þeir í þorpum á miklum mýrarflákum, stunduðu kornrækt og héldu kýr og svín, en seinna urðu þeir að læra hirðingjalíf þegar steppurnar á mótum Asíu og Evrópu gerðust þurrari. Fyrir tæpum 3.000 árum virðast þeir hafa hafið búferlaflutninga frá Úral og suðvestur á bóginn. Sjálfsagt fóru þeir nauðugir, þótt lítt sé um þá flutninga vitað. En svo mikið er talið víst að einmitt um þær mundir hafi slitnað samband milli þessara frum-Ungverja og frænda þeirra sem löngu seinna dúkkuðu líka upp í Evrópu eftir öðrum leiðum, það voru Finnar. Það er sem sé svona langt síðan skildi með Ungverjum og Finnum þótt hljómfallið í tungumálum þeirra sé furðu svipað enn í dag.Sjö ættbálkar Þegar dró nær lokum fyrsta árþúsunds eftir Krist bjuggu Ungverjar líklega norðan Kaspíahafs og Aralvatns. Þeir voru þar í nánum og iðulega vinsamlegum tengslum við íranskar og þó einkum tyrkneskar þjóðir. Tyrkir skiptust þá í margar greinar og voru enn ekki sestir að í hinu núverandi Tyrklandi. Ungverjar höfðu þó líka hrakist töluvert um slétturnar undan innrásarþjóðum úr austri sem áttu leið vestur til Evrópu: Húnar voru frægastir um árið 400 en seinna Avarar og aðrir. Í byrjun níundu aldar – eða um það leyti sem Ísland var að byggjast – þá komu enn einir innrásarmenn sem hröktu nú Ungverja á undan sér inn í svonefnda Levedíu, eða austanverða Úkraínu sem nú heitir, einmitt þar sem nú er barist. En innrásarmennirnir skæðu létu ekki Ungverja í friði þar. Þeir voru Tyrkir og kölluðust Petsénekar og ráku meginhluta Ungverja næst enn lengra í vestur, þar sem Etelköz nefnist. Hluti þjóðarinnar flýði þó suður yfir Kákasusfjöll og inn í Miðausturlönd, og ekki er vitað annað en innbyggjarar hafi tekið þeim flóttamönnum vel. Í Etelköz hreiðruðu Ungverjar vel um sig. Eftir allt flakkið og flóttann langa voru þeir orðnir liprir og harðleiknir hestamenn og alla níundu öldina voru þeir sífellt að fara ránsferðir inn á mikla og frjósama sléttu handan Karpatafjalla. Hana höfðu Rómverjar kallað Pannóníu og þar höfðu bæði Húnar og Avarar staðnæmst en nú bjuggu þar slavneskar þjóðir ýmsar. Ungverjar sýndu þeim enga miskunn, rændu bæði góssi og fólki og seldu í þrældóm. Í þá daga skiptust Ungverjar í eina sjö ættbálka og laut hver sinni stjórn en höfðu yfirleitt nána samvinnu sín á milli, einkum þegar þurfti að skipuleggja herleiðangra eða þjóðflutninga og fólksflótta.Enn á flótta Þrátt fyrir vaxandi hermennsku voru Ungverjar hins vegar enn ekki nógu miklir bógar til að standa uppi í hárinu á sínum fornu fjendum Petsénekum þegar þeir gerðu eina árásina enn á Ungverja árið 895. Þá flýði ungverska þjóðin með manni og mús yfir Karpatafjöll og inn á pannónsku sléttuna. Vegna innbyrðis deilna stórvelda Mið-Evrópu um þær mundir komust þessir flóttamenn upp með að leggja sléttuna undir sig og hafa búið þar síðan. Það er þó ekki víst að þeir hafi upphaflega hugsað sér að setjast þar að til frambúðar. Framan af tíundu öld, um það bil sem Alþingi var stofnað á Íslandi en víkingaferðir norrænna manna um Vestur-Evrópu voru enn í algleymingi, þá fóru Ungverjar miklar ránsferðir um alla Mið-Evrópu, lengst inn í Þýskaland og Ítalíu og alla leið suður á Spán. Orðið sem af þeim fór var engu skárra en af víkingum, eða Húnum áður. Árið 955 var Ottó Þýskalandskóngi nóg boðið. Hann kvaddi út her sinn gegn Ungverjum og sigraði innrásarher þeirra örugglega í orrustu í Bæjaralandi. Þá virðast Ungverjar loks hafa ákveðið að setjast um kyrrt á sléttunni, þar sem þeir hafa síðan búið og verja nú með kjafti og klóm og gaddavír og byssukjöftum fyrir nýju flóttafólki. Lengst af réðu þeir allri sléttunni þótt úti við fjöllin á jöðrum hennar byggju einnig aðrar þjóðir, flestar slavneskar. Föst búseta Ungverja kallaði á margvíslegar breytingar, bæði samruna hinna sjö ættbálka, sem og aðlögun að háttum nágranna. Um árið 1000 tóku þeir kristni, rétt eins og Íslendingar. Höfðinginn Vajk varð fyrsti konungur Ungverja og tók upp nafnið Stefán til að gera sig kristilegri í augum páfans. Stefán þurfti að berja niður með blóði harða andstöðu margra landa sinna við bæði kristni og konungdóm og hikaði þá ekki við að kalla á útlenskt herlið til að hjálpa sér. Til varð öflugt ungverskt ríki og laust fyrir 1200 var það sennilega hið stærsta og ríkasta í Evrópu. Snemma á 13. öld eða um svipað leyti og Sturlungaöld var að hefjast á Íslandi neyddu ungverskir aðalsmenn þáverandi kóng til að samþykkja skjal er takmarkaði völd hans og var þar um að ræða fyrsta vísi að stjórnarskrá á meginlandi Evrópu – Englendingar voru aðeins á undan með sitt Magna Carta. Um miðja þá öld urðu Ungverjar fyrir gífurlegu áfalli er Mongólar réðust inn á sléttuna og frömdu mikil hervirki. Sumir telja að allt að helmingur ungversku þjóðarinnar hafi látið lífið meðan Mongólar stóðu við. Við uppbygginguna varð mikið gagn að 40.000 flóttamönnum af ætt hinna tyrknesku Kúmana sem leituðu hælis undan Mongólum. Þeim var vel tekið af Ungverjum á 13. öld og voru afkomendur þeirra lengi síðan 7-8 prósent þjóðarinnar og nutu nokkurrar sjálfstjórnar allt fram á 19. öld þótt þeir tækju fljótt upp ungverska siðu og tungumál.Ríkasta land í Evrópu Aftur náðu Ungverjar sér vel á strik. Þegar kom fram á 14. öld var Ungverjaland óumdeilanlega ríkasta land Evrópu, enda höfðu þá fundist miklar gullnámur í landinu. En þá fór aftur að syrta í álinn. Tyrkir náðu loks í skottið á Ungverjum, Ottómana-Tyrkir að þessu sinni. Þeir lögðu undir sig Balkanskagann og sóttu langt inn í Mið-Evrópu. Þeir lögðu um tíma undir sig stærstan hluta ungversku sléttunnar og stórveldistíma Ungverja var lokið. Höfuðborg þeirra var um tíma í höndum Tyrkja. Þegar Tyrkir hurfu loks á brott var Ungverjaland ekki svipur hjá sjón. Það hvarf undir handarjaðar Habsborgaraættarinnar í Austurríki sem sölsaði þá undir sig lendur fjölmargra þjóða í Mið-Evrópu. Er kom fram á 19. öld voru Ungverjar farnir að eflast á ný. 1848 gerðu þeir uppreisn og nutu stuðnings sumra frændþjóða sinna og einkum Gyðinga sem orðnir voru nokkuð fjölmennir og áhrifamiklir í Ungverjalandi. En með hjálp Rússa braut Franz Jósef Austurríkiskeisari uppreisnina á bak aftur. Sem tilslökun við Ungverja var hins vegar nokkru seinna farið að kalla ríkið Austurríki-Ungverjaland. Þá var því miður svo komið að ungverskir ráðamenn í ríkinu munu ekki hafa verið hótinu viljugri en Austurríkismenn til veita öðrum þjóðum í „tvíríkinu“ sjálfstjórn eða sjálfstæði. Við lok fyrri heimsstyrjaldar 1918 hrundi Austurríki-Ungverjaland. Ungverjar urðu loks sjálfstæðir á ný en réðu nú aðeins hluta sléttunnar. Rúmlega þrjár af tíu milljónum Ungverja lentu utan landamæranna. Margir Ungverjar lögðu nú aftur land undir fót til að komast undir ungverskan fána; aðrir syngja enn dramatíska ungverska sorgarsöngva í Serbíu, Rúmeníu og víðar. Laust fyrir seinni heimsstyrjöldina náði fasistastjórn völdum í landinu og gekk til liðs við Adolf Hitler í stríði hans við heimsbyggðina. Ungverskir fasistar gengu mjög rösklega fram við að aðstoða og taka þátt í fjöldamorðum á Gyðingum, Rómafólki, Serbum og fleirum. Um þann viðbjóð allan er enn í dag þagað að mestu í Ungverjalandi. Svo hvarf landið bak við járntjald Sovétríkjanna og uppreisn gegn þeim var bæld niður með hörku 1956. Hundrað þúsund Ungverjar flýðu þá land og voru vandræðalaust boðnir velkomnir í hinum frjálsu Evrópuríkjum. Eftir hrun Sovétríkjanna sóttu Ungverjar loks til frelsis en því miður virðast þeir hafa farið á taugum við efnahagshrunið 2008. Eitthvað var það; þeir kusu yfir sig stjórnvöld sem vel má kalla laumufasista. Með þeim sorglegu afleiðingum sem við sjáum nú í hörku Ungverja gegn flóttamönnum.Hvaða máli skiptir gömul saga? En svona var saga Ungverja í mjög stórum – og auðvitað einfölduðum – dráttum. Í aldir og árþúsund hröktust þeir óravegu undan fátækt og eymd, breyttum lífsskilyrðum og veðurfari, undan innrásum, hernaði og styrjöldum, alltaf í leit að betra lífi fyrir sig og sína, en sú reynsla virðist ekki hafa kennt þeim samlíðan með öðrum í sömu sporum, fólki sem verður að taka sig upp frá heimalöndum sínum og treysta á velvild annarra. Það má auðvitað spyrja: Hvaða máli skiptir svo gömul saga? Verða ekki Ungverjar eins og aðrir að hugsa fyrst og fremst um hagsmuni sína hér og nú? Jú, kannski – en mikið hefðu þeir haft gott af að læra umburðarlyndi á ferðum sínum. Og svo er á það að líta að þjóðarvitund þeirra, þjóðsögur og mýtur, eru að miklu leyti runnar frá þeim tímum þegar þeir flæktust og flýðu um heiminn. Leitin að „hindinni fögru“ eða nýju heimalandi er enn afar mikilsverður þáttur í sagnaheimi Ungverja. Þeir ættu því að skilja fólk í sömu aðstöðu. En það ættum við Íslendingar raunar að gera líka. Segir ekki þjóðarmýta okkar að hingað höfum við komið sem aðkomufólk í leit að betra lífi? Og margir verið beinlínis á flótta? Að ekki sé minnst á að við höfum líka ýtt burt þeim sem fyrir voru. Flóttamenn Flækjusaga Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
Margar evrópskar þjóðir eiga nú í vandræðum með flóttamannastraum úr Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Viðbrögð sumra þeirra eru þeim eða öllu heldur stjórnvöldum þeirra lítt til sóma. Eitt ríki virðist þó skera sig úr sakir þeirrar hörku sem flóttamönnum er sýnd. Það er vitaskuld Ungverjaland og þarf ekki að fjölyrða um. En hvernig skyldi standa á því? Er það einungis vondum stjórnvöldum dagsins í dag að kenna? Eða leynist eitthvað í sögu Ungverja sem fyllir þá skiljanlegri tortryggni og varúð í garð flóttafólks og farandþjóða? Það fór ég að skoða og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri alls ekki. Raunar þvert á móti. Ungverjar ættu að hafa sérstakan skilning á hlutskipti aðkomufólks og flóttamanna því á mótunarárum sínum sem þjóð, þá voru þeir einmitt það.Aðkomufólk – alls staðar Fyrst hafa fræðimenn spurt til frum-Ungverja fyrir um 4.500 árum. Þá bjuggu þeir öðru hvoru megin við Úralfjöllin sem skilja að Rússland og Síberíu. Þar eru flæmi mikil og þeir flökkuðu töluvert. Tíðar loftslagsbreytingar rústuðu heimalöndum þeirra reglulega og þeir urðu að flýja annað. Framan af bjuggu þeir í þorpum á miklum mýrarflákum, stunduðu kornrækt og héldu kýr og svín, en seinna urðu þeir að læra hirðingjalíf þegar steppurnar á mótum Asíu og Evrópu gerðust þurrari. Fyrir tæpum 3.000 árum virðast þeir hafa hafið búferlaflutninga frá Úral og suðvestur á bóginn. Sjálfsagt fóru þeir nauðugir, þótt lítt sé um þá flutninga vitað. En svo mikið er talið víst að einmitt um þær mundir hafi slitnað samband milli þessara frum-Ungverja og frænda þeirra sem löngu seinna dúkkuðu líka upp í Evrópu eftir öðrum leiðum, það voru Finnar. Það er sem sé svona langt síðan skildi með Ungverjum og Finnum þótt hljómfallið í tungumálum þeirra sé furðu svipað enn í dag.Sjö ættbálkar Þegar dró nær lokum fyrsta árþúsunds eftir Krist bjuggu Ungverjar líklega norðan Kaspíahafs og Aralvatns. Þeir voru þar í nánum og iðulega vinsamlegum tengslum við íranskar og þó einkum tyrkneskar þjóðir. Tyrkir skiptust þá í margar greinar og voru enn ekki sestir að í hinu núverandi Tyrklandi. Ungverjar höfðu þó líka hrakist töluvert um slétturnar undan innrásarþjóðum úr austri sem áttu leið vestur til Evrópu: Húnar voru frægastir um árið 400 en seinna Avarar og aðrir. Í byrjun níundu aldar – eða um það leyti sem Ísland var að byggjast – þá komu enn einir innrásarmenn sem hröktu nú Ungverja á undan sér inn í svonefnda Levedíu, eða austanverða Úkraínu sem nú heitir, einmitt þar sem nú er barist. En innrásarmennirnir skæðu létu ekki Ungverja í friði þar. Þeir voru Tyrkir og kölluðust Petsénekar og ráku meginhluta Ungverja næst enn lengra í vestur, þar sem Etelköz nefnist. Hluti þjóðarinnar flýði þó suður yfir Kákasusfjöll og inn í Miðausturlönd, og ekki er vitað annað en innbyggjarar hafi tekið þeim flóttamönnum vel. Í Etelköz hreiðruðu Ungverjar vel um sig. Eftir allt flakkið og flóttann langa voru þeir orðnir liprir og harðleiknir hestamenn og alla níundu öldina voru þeir sífellt að fara ránsferðir inn á mikla og frjósama sléttu handan Karpatafjalla. Hana höfðu Rómverjar kallað Pannóníu og þar höfðu bæði Húnar og Avarar staðnæmst en nú bjuggu þar slavneskar þjóðir ýmsar. Ungverjar sýndu þeim enga miskunn, rændu bæði góssi og fólki og seldu í þrældóm. Í þá daga skiptust Ungverjar í eina sjö ættbálka og laut hver sinni stjórn en höfðu yfirleitt nána samvinnu sín á milli, einkum þegar þurfti að skipuleggja herleiðangra eða þjóðflutninga og fólksflótta.Enn á flótta Þrátt fyrir vaxandi hermennsku voru Ungverjar hins vegar enn ekki nógu miklir bógar til að standa uppi í hárinu á sínum fornu fjendum Petsénekum þegar þeir gerðu eina árásina enn á Ungverja árið 895. Þá flýði ungverska þjóðin með manni og mús yfir Karpatafjöll og inn á pannónsku sléttuna. Vegna innbyrðis deilna stórvelda Mið-Evrópu um þær mundir komust þessir flóttamenn upp með að leggja sléttuna undir sig og hafa búið þar síðan. Það er þó ekki víst að þeir hafi upphaflega hugsað sér að setjast þar að til frambúðar. Framan af tíundu öld, um það bil sem Alþingi var stofnað á Íslandi en víkingaferðir norrænna manna um Vestur-Evrópu voru enn í algleymingi, þá fóru Ungverjar miklar ránsferðir um alla Mið-Evrópu, lengst inn í Þýskaland og Ítalíu og alla leið suður á Spán. Orðið sem af þeim fór var engu skárra en af víkingum, eða Húnum áður. Árið 955 var Ottó Þýskalandskóngi nóg boðið. Hann kvaddi út her sinn gegn Ungverjum og sigraði innrásarher þeirra örugglega í orrustu í Bæjaralandi. Þá virðast Ungverjar loks hafa ákveðið að setjast um kyrrt á sléttunni, þar sem þeir hafa síðan búið og verja nú með kjafti og klóm og gaddavír og byssukjöftum fyrir nýju flóttafólki. Lengst af réðu þeir allri sléttunni þótt úti við fjöllin á jöðrum hennar byggju einnig aðrar þjóðir, flestar slavneskar. Föst búseta Ungverja kallaði á margvíslegar breytingar, bæði samruna hinna sjö ættbálka, sem og aðlögun að háttum nágranna. Um árið 1000 tóku þeir kristni, rétt eins og Íslendingar. Höfðinginn Vajk varð fyrsti konungur Ungverja og tók upp nafnið Stefán til að gera sig kristilegri í augum páfans. Stefán þurfti að berja niður með blóði harða andstöðu margra landa sinna við bæði kristni og konungdóm og hikaði þá ekki við að kalla á útlenskt herlið til að hjálpa sér. Til varð öflugt ungverskt ríki og laust fyrir 1200 var það sennilega hið stærsta og ríkasta í Evrópu. Snemma á 13. öld eða um svipað leyti og Sturlungaöld var að hefjast á Íslandi neyddu ungverskir aðalsmenn þáverandi kóng til að samþykkja skjal er takmarkaði völd hans og var þar um að ræða fyrsta vísi að stjórnarskrá á meginlandi Evrópu – Englendingar voru aðeins á undan með sitt Magna Carta. Um miðja þá öld urðu Ungverjar fyrir gífurlegu áfalli er Mongólar réðust inn á sléttuna og frömdu mikil hervirki. Sumir telja að allt að helmingur ungversku þjóðarinnar hafi látið lífið meðan Mongólar stóðu við. Við uppbygginguna varð mikið gagn að 40.000 flóttamönnum af ætt hinna tyrknesku Kúmana sem leituðu hælis undan Mongólum. Þeim var vel tekið af Ungverjum á 13. öld og voru afkomendur þeirra lengi síðan 7-8 prósent þjóðarinnar og nutu nokkurrar sjálfstjórnar allt fram á 19. öld þótt þeir tækju fljótt upp ungverska siðu og tungumál.Ríkasta land í Evrópu Aftur náðu Ungverjar sér vel á strik. Þegar kom fram á 14. öld var Ungverjaland óumdeilanlega ríkasta land Evrópu, enda höfðu þá fundist miklar gullnámur í landinu. En þá fór aftur að syrta í álinn. Tyrkir náðu loks í skottið á Ungverjum, Ottómana-Tyrkir að þessu sinni. Þeir lögðu undir sig Balkanskagann og sóttu langt inn í Mið-Evrópu. Þeir lögðu um tíma undir sig stærstan hluta ungversku sléttunnar og stórveldistíma Ungverja var lokið. Höfuðborg þeirra var um tíma í höndum Tyrkja. Þegar Tyrkir hurfu loks á brott var Ungverjaland ekki svipur hjá sjón. Það hvarf undir handarjaðar Habsborgaraættarinnar í Austurríki sem sölsaði þá undir sig lendur fjölmargra þjóða í Mið-Evrópu. Er kom fram á 19. öld voru Ungverjar farnir að eflast á ný. 1848 gerðu þeir uppreisn og nutu stuðnings sumra frændþjóða sinna og einkum Gyðinga sem orðnir voru nokkuð fjölmennir og áhrifamiklir í Ungverjalandi. En með hjálp Rússa braut Franz Jósef Austurríkiskeisari uppreisnina á bak aftur. Sem tilslökun við Ungverja var hins vegar nokkru seinna farið að kalla ríkið Austurríki-Ungverjaland. Þá var því miður svo komið að ungverskir ráðamenn í ríkinu munu ekki hafa verið hótinu viljugri en Austurríkismenn til veita öðrum þjóðum í „tvíríkinu“ sjálfstjórn eða sjálfstæði. Við lok fyrri heimsstyrjaldar 1918 hrundi Austurríki-Ungverjaland. Ungverjar urðu loks sjálfstæðir á ný en réðu nú aðeins hluta sléttunnar. Rúmlega þrjár af tíu milljónum Ungverja lentu utan landamæranna. Margir Ungverjar lögðu nú aftur land undir fót til að komast undir ungverskan fána; aðrir syngja enn dramatíska ungverska sorgarsöngva í Serbíu, Rúmeníu og víðar. Laust fyrir seinni heimsstyrjöldina náði fasistastjórn völdum í landinu og gekk til liðs við Adolf Hitler í stríði hans við heimsbyggðina. Ungverskir fasistar gengu mjög rösklega fram við að aðstoða og taka þátt í fjöldamorðum á Gyðingum, Rómafólki, Serbum og fleirum. Um þann viðbjóð allan er enn í dag þagað að mestu í Ungverjalandi. Svo hvarf landið bak við járntjald Sovétríkjanna og uppreisn gegn þeim var bæld niður með hörku 1956. Hundrað þúsund Ungverjar flýðu þá land og voru vandræðalaust boðnir velkomnir í hinum frjálsu Evrópuríkjum. Eftir hrun Sovétríkjanna sóttu Ungverjar loks til frelsis en því miður virðast þeir hafa farið á taugum við efnahagshrunið 2008. Eitthvað var það; þeir kusu yfir sig stjórnvöld sem vel má kalla laumufasista. Með þeim sorglegu afleiðingum sem við sjáum nú í hörku Ungverja gegn flóttamönnum.Hvaða máli skiptir gömul saga? En svona var saga Ungverja í mjög stórum – og auðvitað einfölduðum – dráttum. Í aldir og árþúsund hröktust þeir óravegu undan fátækt og eymd, breyttum lífsskilyrðum og veðurfari, undan innrásum, hernaði og styrjöldum, alltaf í leit að betra lífi fyrir sig og sína, en sú reynsla virðist ekki hafa kennt þeim samlíðan með öðrum í sömu sporum, fólki sem verður að taka sig upp frá heimalöndum sínum og treysta á velvild annarra. Það má auðvitað spyrja: Hvaða máli skiptir svo gömul saga? Verða ekki Ungverjar eins og aðrir að hugsa fyrst og fremst um hagsmuni sína hér og nú? Jú, kannski – en mikið hefðu þeir haft gott af að læra umburðarlyndi á ferðum sínum. Og svo er á það að líta að þjóðarvitund þeirra, þjóðsögur og mýtur, eru að miklu leyti runnar frá þeim tímum þegar þeir flæktust og flýðu um heiminn. Leitin að „hindinni fögru“ eða nýju heimalandi er enn afar mikilsverður þáttur í sagnaheimi Ungverja. Þeir ættu því að skilja fólk í sömu aðstöðu. En það ættum við Íslendingar raunar að gera líka. Segir ekki þjóðarmýta okkar að hingað höfum við komið sem aðkomufólk í leit að betra lífi? Og margir verið beinlínis á flótta? Að ekki sé minnst á að við höfum líka ýtt burt þeim sem fyrir voru.
Flóttamenn Flækjusaga Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira