Tyrfingur Tyrfingsson: Rómantík Tyrfingur Tyrfingsson skrifar 27. júní 2015 14:00 Teikning/Rakel Tómas Pistillinn birtist fyrst í þriðja tölublaði Glamour, en Tyrfingur er fastur pistlahöfundur hjá tímaritinu. Hann starfar sem leikskáld Borgarleikhússins og fékk Grímuverðlaun og glimrandi dóma fyrir verk sitt Bláskjá. Tyrfingur vinnur nú að sínu öðru verki fyrir Borgarleikhúsið, Auglýsingu ársins. Það er engin tilviljun að smáforritin Grindr og Tinder urðu svona vinsæl. Eitthvað í alheiminum er að hvetja okkur til að hafna allri rómantík og ganga hreint til verka. Blómabúðir eru fullar af kaktusum og fjölærum plöntum en aðeins örfá snautleg rósabúnt liggja í skúringafötum á gólfinu við kassann. Og sagan af strák sem hittir stelpu þykir orðið hjákátleg nema að stelpan sé transstelpa eða að strákurinn átti sig á því að stelpan er í rauninni mamma hans.Ú á rómantíkInternetinu tókst loksins að skella okkur niður á jörðina og nú sér hver manneskja að rómantík er farvegur lyginnar. Hlustum á þetta ákall alheimsins og losum okkur undan plágu rómantíkurinnar. Enda er fagurgali stjórnmálamanna rómantískur og það verður gott að vera án hans. Sumt fólk rómantíserar sjálft sig og sendir vikulega fréttir af sér til fjölmiðla með myndum þar sem það til dæmis borðar ís beint af býli (rómantískasta fyrirbæri jarðar) eða drekkur vín á palli ásamt vinkonu sem ef til vill étur léttan grillmat á meðan. Þetta fólk verður að auglýsa sig enda lítur það á sjálft sig sem vöru. Það er örugglega sárt að vera vara. Málið með Rómeó er að hann er frekar óbærilegur krakki. Eina leiðin til að horfa á hann sýkjast af ást á leiðindaskjóðunni Júlíu er að muna að þau drepast bæði í lokin. En leikritið Rómeó og Júlía lifir því það segir blákaldan og tæran sannleika um stríðandi fylkingar. Fréttir í blaði af kvenmanni í útgáfuhófi sem neitar sér um snittu segir ekki alla söguna heldur rómantíserar yfirdráttinn sem þurfti til að kaupa blússu kvöldsins. Öll almannatengsl eru rómantísk.Fórnarlamb fórnarlambsEkkert er eins umvafið rómantík og eymdin. Karlmaður hrasar í Hlíðunum og kallast þá fórnarlamb falls. Fyllisvín sýnir ungum konum á sér punginn og ungar konur verða fórnarlömb áfalls er varðar pung. Þetta er þreytandi. Ég get ekki gengið um og upprætt fordóma og asnagang í öðru fólki en mér er alltaf frjálst að afþakka hlutverk fórnarlambsins. Ég afþakka. Kannski hljótast vinsældir eymdarinnar af því að ekkert er eins hatað þessi misserin og karlmennska og hark og púl. Ótrúlegustu karlmenn hætta að borða kjöt eins og þeir séu alltaf að vernda í sér fóstur. Þessi gelding hófst undir lok 7. áratugarins og síðan hefur rómantík og dýrlegur klaufagangur í samskiptum kynjanna verið vinsæll. Mikið væri nú hressilegt ef við losnuðum við galgopann, gamansemina og annað það hallæri sem fylgir samskiptum kynja. Þetta yrðu bara sögur af fólki sem deilir vessum svona eins og í klámi. Mér finnst líklegt að klámið og allur heiðarleikinn og sannleikurinn í því listformi sé í rauninni það sem er að frelsa okkur undan vá rómantíkurinnar miklu frekar en eðlislæg þörf manneskjunnar fyrir hið tæra. Ætli við séum ekki öll á þunglyndislyfjum af því að við rómantíserum hamingju. Við sjáum hana í anda falla á okkur eins og ryk á fullan vasa af rósum en þegar það hendir okkur ekki þá gerumst við fórnarlömb óhamingjunnar. Rómantíker kennir unglingi að ríðaFátt er eins algengt og að fólk á miðjum aldri hafi áhyggjur af og kvarti undan kynhegðun unglinga. Rökin eru þau að þetta aumingjans unga fólk sé að missa af rómantík og fallegu kynlífi af því að það sé svo háð tölvuspili, klámi og því að senda myndir af tillum og pjöllum í hefndarskyni. Allt þetta hafi gert unga karlmenn getulausa og ófrjóa og auðvitað afhuga lestri og sjúka í hass. Stelpunum er síðan úthlutað hlutverki fórnarlambs sem mun alltaf vera einhverju fáránlegu marki brennt og þráir ekkert heitar en að vera öllum öðrum víti til varnaðar. Þegar er hér er komið sögu er rómantíkin orðin hættuspil. Hún er notuð til að réttlæta það að miðaldra fólk vaði í mórölskum hempum inn á einkalíf þeirra sem yngri eru. Aldrei nokkurn tímann í sögu mannkyns hefur það orðið til blessunar að þeir sem eldri eru andskotist í hvatalífi unglinga. Ég hef ekki tölu á því hversu margar sérlegar persónur eru á launum við það að segja börnum til um hvað af kynhegðun þeirra sé til skammar og hvernig þau eigi að taka upp rómantískari hætti. Og fyrst ég er að tala um skömm þá er þetta tal um að skila skömminni agalega vitlaust því að skömminni verður aldrei skilað eins og pizzu. Það á að uppræta skömmina, þetta er tilgangslaus tilfinning – súrar dreggjar úr kristni. Þess vegna tala móralistar um að hinn og þessi kunni ekki að skammast sín, því skömm er eitthvað sem maður þarf að kunna og er því kennt, nú sem sérlegt námskeið til höfuðs kynusla.Hlussubuff og femínismiRómantík hefur löngum verið spítt fólksins. En nú þegar hún er loksins að detta úr tísku gerist nokkuð sem er svo forvitnilegt: Sjálf fegurðin fer á skjön. Í síðasta tölublaði Glamour mátti sjá dæmi um þessa breyttu fegurð. Þar gat að líta konur sem ekki voru horaðar, svokölluð hlussubuff sem er alþjóðlegt heiti yfir þær konur sem líta eðlilega út. Það blað var líka fullt af alls konar manneskjum og skoðaðu þær – það var eitthvað ljótt við þær allar – þær líktust frekar þybbnum Elíasi Mar en Twiggy. Við viljum ljótt og feitt og satt. Og við þörfnumst femínisma sem hafnar rómantík. Við þörfnumst femínisma sem lifir fyrir þvælu og klám í listum, dýrkar kynfrelsi og gramsar ekki með hálfkristilegum lúkum réttlætisins í buxum unglinga – nema unglingurinn sé kominn með aldur og fíli það alveg sérstaklega. Glamour pennar Glamour Tyrfigur Tyrfings Mest lesið Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Hárstjörnur heimsækja Ísland Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Heitustu förðunartrendin á tískuvikunni í New York Glamour "Af hverju erum við að búa til þessi skrímsli?“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour Selena Gomez skipti um númer til þess að losna við Justin Bieber Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour
Pistillinn birtist fyrst í þriðja tölublaði Glamour, en Tyrfingur er fastur pistlahöfundur hjá tímaritinu. Hann starfar sem leikskáld Borgarleikhússins og fékk Grímuverðlaun og glimrandi dóma fyrir verk sitt Bláskjá. Tyrfingur vinnur nú að sínu öðru verki fyrir Borgarleikhúsið, Auglýsingu ársins. Það er engin tilviljun að smáforritin Grindr og Tinder urðu svona vinsæl. Eitthvað í alheiminum er að hvetja okkur til að hafna allri rómantík og ganga hreint til verka. Blómabúðir eru fullar af kaktusum og fjölærum plöntum en aðeins örfá snautleg rósabúnt liggja í skúringafötum á gólfinu við kassann. Og sagan af strák sem hittir stelpu þykir orðið hjákátleg nema að stelpan sé transstelpa eða að strákurinn átti sig á því að stelpan er í rauninni mamma hans.Ú á rómantíkInternetinu tókst loksins að skella okkur niður á jörðina og nú sér hver manneskja að rómantík er farvegur lyginnar. Hlustum á þetta ákall alheimsins og losum okkur undan plágu rómantíkurinnar. Enda er fagurgali stjórnmálamanna rómantískur og það verður gott að vera án hans. Sumt fólk rómantíserar sjálft sig og sendir vikulega fréttir af sér til fjölmiðla með myndum þar sem það til dæmis borðar ís beint af býli (rómantískasta fyrirbæri jarðar) eða drekkur vín á palli ásamt vinkonu sem ef til vill étur léttan grillmat á meðan. Þetta fólk verður að auglýsa sig enda lítur það á sjálft sig sem vöru. Það er örugglega sárt að vera vara. Málið með Rómeó er að hann er frekar óbærilegur krakki. Eina leiðin til að horfa á hann sýkjast af ást á leiðindaskjóðunni Júlíu er að muna að þau drepast bæði í lokin. En leikritið Rómeó og Júlía lifir því það segir blákaldan og tæran sannleika um stríðandi fylkingar. Fréttir í blaði af kvenmanni í útgáfuhófi sem neitar sér um snittu segir ekki alla söguna heldur rómantíserar yfirdráttinn sem þurfti til að kaupa blússu kvöldsins. Öll almannatengsl eru rómantísk.Fórnarlamb fórnarlambsEkkert er eins umvafið rómantík og eymdin. Karlmaður hrasar í Hlíðunum og kallast þá fórnarlamb falls. Fyllisvín sýnir ungum konum á sér punginn og ungar konur verða fórnarlömb áfalls er varðar pung. Þetta er þreytandi. Ég get ekki gengið um og upprætt fordóma og asnagang í öðru fólki en mér er alltaf frjálst að afþakka hlutverk fórnarlambsins. Ég afþakka. Kannski hljótast vinsældir eymdarinnar af því að ekkert er eins hatað þessi misserin og karlmennska og hark og púl. Ótrúlegustu karlmenn hætta að borða kjöt eins og þeir séu alltaf að vernda í sér fóstur. Þessi gelding hófst undir lok 7. áratugarins og síðan hefur rómantík og dýrlegur klaufagangur í samskiptum kynjanna verið vinsæll. Mikið væri nú hressilegt ef við losnuðum við galgopann, gamansemina og annað það hallæri sem fylgir samskiptum kynja. Þetta yrðu bara sögur af fólki sem deilir vessum svona eins og í klámi. Mér finnst líklegt að klámið og allur heiðarleikinn og sannleikurinn í því listformi sé í rauninni það sem er að frelsa okkur undan vá rómantíkurinnar miklu frekar en eðlislæg þörf manneskjunnar fyrir hið tæra. Ætli við séum ekki öll á þunglyndislyfjum af því að við rómantíserum hamingju. Við sjáum hana í anda falla á okkur eins og ryk á fullan vasa af rósum en þegar það hendir okkur ekki þá gerumst við fórnarlömb óhamingjunnar. Rómantíker kennir unglingi að ríðaFátt er eins algengt og að fólk á miðjum aldri hafi áhyggjur af og kvarti undan kynhegðun unglinga. Rökin eru þau að þetta aumingjans unga fólk sé að missa af rómantík og fallegu kynlífi af því að það sé svo háð tölvuspili, klámi og því að senda myndir af tillum og pjöllum í hefndarskyni. Allt þetta hafi gert unga karlmenn getulausa og ófrjóa og auðvitað afhuga lestri og sjúka í hass. Stelpunum er síðan úthlutað hlutverki fórnarlambs sem mun alltaf vera einhverju fáránlegu marki brennt og þráir ekkert heitar en að vera öllum öðrum víti til varnaðar. Þegar er hér er komið sögu er rómantíkin orðin hættuspil. Hún er notuð til að réttlæta það að miðaldra fólk vaði í mórölskum hempum inn á einkalíf þeirra sem yngri eru. Aldrei nokkurn tímann í sögu mannkyns hefur það orðið til blessunar að þeir sem eldri eru andskotist í hvatalífi unglinga. Ég hef ekki tölu á því hversu margar sérlegar persónur eru á launum við það að segja börnum til um hvað af kynhegðun þeirra sé til skammar og hvernig þau eigi að taka upp rómantískari hætti. Og fyrst ég er að tala um skömm þá er þetta tal um að skila skömminni agalega vitlaust því að skömminni verður aldrei skilað eins og pizzu. Það á að uppræta skömmina, þetta er tilgangslaus tilfinning – súrar dreggjar úr kristni. Þess vegna tala móralistar um að hinn og þessi kunni ekki að skammast sín, því skömm er eitthvað sem maður þarf að kunna og er því kennt, nú sem sérlegt námskeið til höfuðs kynusla.Hlussubuff og femínismiRómantík hefur löngum verið spítt fólksins. En nú þegar hún er loksins að detta úr tísku gerist nokkuð sem er svo forvitnilegt: Sjálf fegurðin fer á skjön. Í síðasta tölublaði Glamour mátti sjá dæmi um þessa breyttu fegurð. Þar gat að líta konur sem ekki voru horaðar, svokölluð hlussubuff sem er alþjóðlegt heiti yfir þær konur sem líta eðlilega út. Það blað var líka fullt af alls konar manneskjum og skoðaðu þær – það var eitthvað ljótt við þær allar – þær líktust frekar þybbnum Elíasi Mar en Twiggy. Við viljum ljótt og feitt og satt. Og við þörfnumst femínisma sem hafnar rómantík. Við þörfnumst femínisma sem lifir fyrir þvælu og klám í listum, dýrkar kynfrelsi og gramsar ekki með hálfkristilegum lúkum réttlætisins í buxum unglinga – nema unglingurinn sé kominn með aldur og fíli það alveg sérstaklega.
Glamour pennar Glamour Tyrfigur Tyrfings Mest lesið Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Hárstjörnur heimsækja Ísland Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Heitustu förðunartrendin á tískuvikunni í New York Glamour "Af hverju erum við að búa til þessi skrímsli?“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour Selena Gomez skipti um númer til þess að losna við Justin Bieber Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour