Ertu drusla? sigga dögg skrifar 23. júní 2015 13:00 Vísir/Getty Augu ykkar mættust á troðnum barnum. Innan um töfraljóma áfengis og taktfastra tóna kveiknar á greddu. Eitt blikk, einn leigubíll, einn sleikur, eitt kelerí, ein fullnæging og svo ein. Það er komin sunnudagur og þú vaknar með þynnku ofan á djammviskubitið og dæsir, nú bættist bólfélagi við hina heilögu tölu. Helvítis talan sem alltaf er spurt um og spáð í og næst þegar þú gengur inn á Kalda þá verða þar að lágmarki tvö andlit sem hafa séð þig nakta, puttað og sleikt. Þú lofar þér að næstu helgi þá muntu bara kúra. Bólfélagatalan hækkar eingöngu við beinar innsetningar.Hvað má maður eiga marga bólfélaga? Það virðast ekki gilda sömu reglur fyrir pilta og stúlkur þegar kemur að fjölda bólfélaga og er það málefni sem fléttar saman sagnfræði, trúarbrögð, takmarkaða þekkingu á teygjanleika píkunnar og menningu. Þegar við gefum okkur að strákar séu sígraðir útaf reglulegu holdrisi (sem er ekki satt) þá vanrækjum við þá staðreynd að konum leyfist ekki að vera ákveðnar og ævintýragjarnar í kynlífi. Þær eiga að kunna allt en ekki hafa prófað neitt. Madonna og hóran. Eins og Usher söng forðum daga, "We want a lady in the street but a freak in the bed". Hreinar og fínar með meydóminn í lagi og alltaf að spara sig. Þú vilt ekki vera með víða píku af ofnotkun og svo er það líka sóðalegt að hafa fengið mörg typpi inn í sig, svo ekki sé nú minnst á allt sæðið sem hlýtur að safnast saman í lítravís. Þessar óskrifuðu hjásvæfelsis reglur virðast aðallega eiga við í gagnkynhneigðu samhengi því píkur virðast einna helst óhreinka sig við heimsókn lima en ekki fjölda fingra eða jafnvel hnefa.Hvernig er talan skilgreind? Það er áhugavert þegar talað er við fólk um fjölda bólfélaga að þá er skilgreiningin á reiki og mjög einstaklingsbundin. Þegar fólk fer heim saman og rúnkar og sleikir þá er það bara krassandi kúr en samt það saklaust að það er ástæðulaust að bæta í töluna. Það er því hliðartilvera bólfélaga tölunnar sem sjaldan er talað um því enginn tekur þá tölfræði saman. Það er skítkalt á þessu landi, við erum einmanna og gröð og okkur finnst gaman að kela. Það er vel skiljanlegt að langa veiða sér heitan líkama til að verma kalt rúm en af hverju skiptir máli hvort það sé sitthvor aðilinn eða sá sami? Skiptir máli á hvaða vessum sé skipt og hvaða líkamshlutar nuddaðir og sleiktir? Við búum á litlu landi og staðreynd málsins er sú að stundum leitar maður að ástinni í gegnum kynlíf en stundum leitar maður bara að kynlífi og stundum bara kúr. Hver er dyravörðurinn með teljarann sem heldur utan um ítarlegt excel skjal með inn-inn-út? Svo lengi sem þú gætir að heilsunni og stundar þín atlot með samþykki þá kemur þetta engum við. Þetta er þó ekki svo auð afgreitt. Því þetta þykir víst óþægilegt í sambandslegu samhengi. Gvuð forði svo hinum heilaga sálufélaga frá því að þurfa rekast á fyrrum hjásvæfu yfir morgunlatte-inum á Kaffitár og svo útskýra hvernig þið þekkist, eða þekktust.Á maður að segja frá tölunni sinni? Þegar fólk er spurt um hin ákjósanlega fjölda bólfélaga þá renna oft tvær grímur upp fyrir fólki því það er ekki sama hvort þú sért fröken eða frú. Fólk hefur misjafna ídeal tölu í huga. Það er besta er auðvitað að komast að því hver sú tala er og halda sig svo bara við hana. Í óformlegum rannsóknum hefur talan tíu oft komið upp þegar bólfélagafjöldi kvenna útfrá sjónarhorni karla er skoðaður. Konur eiga ekki að hafa fleiri en tíu bólfélaga og helst bara svona sjö. þannig að allir verða númer sjö. Ég meina, hvað ætla þeir að gera? Senda öllum með typpi á vinalistanum þínum á facebook póst og spyrja hvort líkamlegt samræði hafi átt sér stað á einum tíma eða öðrum? Þetta eru fáránlegar samræður sem snúa að fortíðinni og eiga heima þar. Samanburður núverandi við fyrrverandi hefur enga merkingu og því eru þessar samræður innihaldslausar og til þess fallnar að vekja upp afbrýðissemi og óöryggi. Ánægja og unaður með núverandi bólfélaga tengist ekki frammistöðu neins fyrrverandi. Fyrrum bólfélagar eru best geymdir í rúnkminninu en ekki sem munnleg frásögn í fantasíu nútímans. Glamour pennar Glamour Sigga Dögg Tengdar fréttir Kynlíf á túr Í júlí tölublaði Glamour var fjallað um kynlíf á blæðingum og tekin smá könnun, hvað finnst fólki raunverulega um að stunda kynlíf á þessum tíma mánaðarins? 25. júlí 2015 09:00 Vantar ykkur krydd í kynlífið? Það er algengt að kynlíf para gangi í sveiflu en eitt par ákvað að gera eitthvað í því og fór í kynlífsæfingarbúðir. 14. apríl 2015 15:00 Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30 Mest lesið Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Hárstjörnur heimsækja Ísland Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Heitustu förðunartrendin á tískuvikunni í New York Glamour "Af hverju erum við að búa til þessi skrímsli?“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour Selena Gomez skipti um númer til þess að losna við Justin Bieber Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour
Augu ykkar mættust á troðnum barnum. Innan um töfraljóma áfengis og taktfastra tóna kveiknar á greddu. Eitt blikk, einn leigubíll, einn sleikur, eitt kelerí, ein fullnæging og svo ein. Það er komin sunnudagur og þú vaknar með þynnku ofan á djammviskubitið og dæsir, nú bættist bólfélagi við hina heilögu tölu. Helvítis talan sem alltaf er spurt um og spáð í og næst þegar þú gengur inn á Kalda þá verða þar að lágmarki tvö andlit sem hafa séð þig nakta, puttað og sleikt. Þú lofar þér að næstu helgi þá muntu bara kúra. Bólfélagatalan hækkar eingöngu við beinar innsetningar.Hvað má maður eiga marga bólfélaga? Það virðast ekki gilda sömu reglur fyrir pilta og stúlkur þegar kemur að fjölda bólfélaga og er það málefni sem fléttar saman sagnfræði, trúarbrögð, takmarkaða þekkingu á teygjanleika píkunnar og menningu. Þegar við gefum okkur að strákar séu sígraðir útaf reglulegu holdrisi (sem er ekki satt) þá vanrækjum við þá staðreynd að konum leyfist ekki að vera ákveðnar og ævintýragjarnar í kynlífi. Þær eiga að kunna allt en ekki hafa prófað neitt. Madonna og hóran. Eins og Usher söng forðum daga, "We want a lady in the street but a freak in the bed". Hreinar og fínar með meydóminn í lagi og alltaf að spara sig. Þú vilt ekki vera með víða píku af ofnotkun og svo er það líka sóðalegt að hafa fengið mörg typpi inn í sig, svo ekki sé nú minnst á allt sæðið sem hlýtur að safnast saman í lítravís. Þessar óskrifuðu hjásvæfelsis reglur virðast aðallega eiga við í gagnkynhneigðu samhengi því píkur virðast einna helst óhreinka sig við heimsókn lima en ekki fjölda fingra eða jafnvel hnefa.Hvernig er talan skilgreind? Það er áhugavert þegar talað er við fólk um fjölda bólfélaga að þá er skilgreiningin á reiki og mjög einstaklingsbundin. Þegar fólk fer heim saman og rúnkar og sleikir þá er það bara krassandi kúr en samt það saklaust að það er ástæðulaust að bæta í töluna. Það er því hliðartilvera bólfélaga tölunnar sem sjaldan er talað um því enginn tekur þá tölfræði saman. Það er skítkalt á þessu landi, við erum einmanna og gröð og okkur finnst gaman að kela. Það er vel skiljanlegt að langa veiða sér heitan líkama til að verma kalt rúm en af hverju skiptir máli hvort það sé sitthvor aðilinn eða sá sami? Skiptir máli á hvaða vessum sé skipt og hvaða líkamshlutar nuddaðir og sleiktir? Við búum á litlu landi og staðreynd málsins er sú að stundum leitar maður að ástinni í gegnum kynlíf en stundum leitar maður bara að kynlífi og stundum bara kúr. Hver er dyravörðurinn með teljarann sem heldur utan um ítarlegt excel skjal með inn-inn-út? Svo lengi sem þú gætir að heilsunni og stundar þín atlot með samþykki þá kemur þetta engum við. Þetta er þó ekki svo auð afgreitt. Því þetta þykir víst óþægilegt í sambandslegu samhengi. Gvuð forði svo hinum heilaga sálufélaga frá því að þurfa rekast á fyrrum hjásvæfu yfir morgunlatte-inum á Kaffitár og svo útskýra hvernig þið þekkist, eða þekktust.Á maður að segja frá tölunni sinni? Þegar fólk er spurt um hin ákjósanlega fjölda bólfélaga þá renna oft tvær grímur upp fyrir fólki því það er ekki sama hvort þú sért fröken eða frú. Fólk hefur misjafna ídeal tölu í huga. Það er besta er auðvitað að komast að því hver sú tala er og halda sig svo bara við hana. Í óformlegum rannsóknum hefur talan tíu oft komið upp þegar bólfélagafjöldi kvenna útfrá sjónarhorni karla er skoðaður. Konur eiga ekki að hafa fleiri en tíu bólfélaga og helst bara svona sjö. þannig að allir verða númer sjö. Ég meina, hvað ætla þeir að gera? Senda öllum með typpi á vinalistanum þínum á facebook póst og spyrja hvort líkamlegt samræði hafi átt sér stað á einum tíma eða öðrum? Þetta eru fáránlegar samræður sem snúa að fortíðinni og eiga heima þar. Samanburður núverandi við fyrrverandi hefur enga merkingu og því eru þessar samræður innihaldslausar og til þess fallnar að vekja upp afbrýðissemi og óöryggi. Ánægja og unaður með núverandi bólfélaga tengist ekki frammistöðu neins fyrrverandi. Fyrrum bólfélagar eru best geymdir í rúnkminninu en ekki sem munnleg frásögn í fantasíu nútímans.
Glamour pennar Glamour Sigga Dögg Tengdar fréttir Kynlíf á túr Í júlí tölublaði Glamour var fjallað um kynlíf á blæðingum og tekin smá könnun, hvað finnst fólki raunverulega um að stunda kynlíf á þessum tíma mánaðarins? 25. júlí 2015 09:00 Vantar ykkur krydd í kynlífið? Það er algengt að kynlíf para gangi í sveiflu en eitt par ákvað að gera eitthvað í því og fór í kynlífsæfingarbúðir. 14. apríl 2015 15:00 Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30 Mest lesið Stjörnurnar skemmtu sér á Wimbeldon Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Hárstjörnur heimsækja Ísland Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Heitustu förðunartrendin á tískuvikunni í New York Glamour "Af hverju erum við að búa til þessi skrímsli?“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour Selena Gomez skipti um númer til þess að losna við Justin Bieber Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour
Kynlíf á túr Í júlí tölublaði Glamour var fjallað um kynlíf á blæðingum og tekin smá könnun, hvað finnst fólki raunverulega um að stunda kynlíf á þessum tíma mánaðarins? 25. júlí 2015 09:00
Vantar ykkur krydd í kynlífið? Það er algengt að kynlíf para gangi í sveiflu en eitt par ákvað að gera eitthvað í því og fór í kynlífsæfingarbúðir. 14. apríl 2015 15:00
Listin að hitta í rétt gat Hefur þú ruglast á gati nú eða lent í því að bólfélagi ruglist á gati? Er það yfirhöfuð hægt? 3. september 2015 13:30