Línan inniheldur fjóra varaliti, fjóra cremesheen glossa, fjórar augnskuggapallettur með þremur litum, augnskuggabursta og tvær nýjar útgáfur af Haute & Naughty maskaranum í vatnsheldu og extra svörtum.
Litapallettan er vægast sagt flott og smellpassar fyrir haustið. Plómu-, kampavíns- og ólífugrænir tónar í augnskuggum og varalitirnir og glossin í fallegum nude, bleikum og dökkum berjalit.
Glamour valdi sínar uppáhalds fjórar vörur úr línunni sem eru velkomnar í snyrtibudduna fyrir veturinn.
Ekki láta þessa línu framhjá þér fara - fyrstur kemur, fyrstur fær.



