Endurheimti armband sem hafði verið týnt í 34 ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 15:14 Ingvar Már Gíslason, eiginmaður Hildu, tók við armbandinu í dag. mynd/hilda og vísir/auðunn „Þetta er algjört gæsahúðar dæmi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri í samtali við Vísi. Í dag endurheimti hún armband sem hún týndi fyrir 34 árum síðan. Forsaga málin er sú að á dögunum fékk Hilda Jana skilaboð á Facebook þar sem kona segir henni að hún hafi fundið armbandið hennar og vilji endilega koma því aftur til hennar. Armbandið er merkt Hildu en hún er sú eina á landinu sem ber þetta nafn. Hildu rámaði eitthvað örlítið í armbandið og ákvað að spyrja móður sína út í það hvort armbandið gæti tilheyrt henni.Armbandið hafði legið á Skólavörðuholti í ríflega aldarþriðjung.„Móðir mín hélt það nú. Hún sagði mér að langaamma mín hafi gefið mér það þegar ég var eins árs og þegar ég var fimm ára hafi ég fengið að vera með það á mér er ég fór út,“ segir Hilda. Móðir hennar bætti því við að auðvitað hefði hún týnt armbandinu líkt og öllu öðru. „Það var oft haft orð á því að ég myndi týna höfðinu ef það væri ekki fagmannlega fest við búkinn.“ Eiginmaður Hildu var staddur í Reykjavík í dag og fór og hitti konuna og endurheimti armbandið. Finnandinn var einnig afar hissa á sögunni en hún hélt að munurinn hefði týnst fyrir stuttu. Konan er flokkstjóri garðyrkju hjá Reykjavíkurborg og fann armbandið liggjandi í haug á Skólavörðuholti. Það lá hjá henni í smá stund áður en hún hafði samband við Hildu. „Mér finnst þetta svo æðislegt. Bæði að hún hafi fundið það og að hún hafi haft fyrir því að senda mér skeyti,“ segir Hilda hlæjandi og bætir því við að þetta ætti að vera öðrum til eftirbreytni. „Við löbbum svo oft fram hjá einhverju sem við höldum að sé drasl en gæti verið einhver hlutur sem annar saknar. Við ættum að tileinka okkur það að taka þá upp og athuga hvort við getum fundið eigandann.“ Hún segir að armbandið sé örlítil minning um langaömmu sína en hún sé ekki búin að finna út hvað hún muni gera með það. „Kannski lengi ég í keðjunni, ég er bara ekki komin svo langt! Kannski lifir það áfram sem ættargripur með mikla sögu, það verður allt að koma í ljós.“Í dag ætla ég að segja ykkur frá litlu ævintýri úr lífinu mínu. Kona sem ég þekki ekkert, sem heitir Karen Hauksdóttir...Posted by Hilda Jana on Thursday, 3 September 2015 Garðyrkja Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira
„Þetta er algjört gæsahúðar dæmi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri í samtali við Vísi. Í dag endurheimti hún armband sem hún týndi fyrir 34 árum síðan. Forsaga málin er sú að á dögunum fékk Hilda Jana skilaboð á Facebook þar sem kona segir henni að hún hafi fundið armbandið hennar og vilji endilega koma því aftur til hennar. Armbandið er merkt Hildu en hún er sú eina á landinu sem ber þetta nafn. Hildu rámaði eitthvað örlítið í armbandið og ákvað að spyrja móður sína út í það hvort armbandið gæti tilheyrt henni.Armbandið hafði legið á Skólavörðuholti í ríflega aldarþriðjung.„Móðir mín hélt það nú. Hún sagði mér að langaamma mín hafi gefið mér það þegar ég var eins árs og þegar ég var fimm ára hafi ég fengið að vera með það á mér er ég fór út,“ segir Hilda. Móðir hennar bætti því við að auðvitað hefði hún týnt armbandinu líkt og öllu öðru. „Það var oft haft orð á því að ég myndi týna höfðinu ef það væri ekki fagmannlega fest við búkinn.“ Eiginmaður Hildu var staddur í Reykjavík í dag og fór og hitti konuna og endurheimti armbandið. Finnandinn var einnig afar hissa á sögunni en hún hélt að munurinn hefði týnst fyrir stuttu. Konan er flokkstjóri garðyrkju hjá Reykjavíkurborg og fann armbandið liggjandi í haug á Skólavörðuholti. Það lá hjá henni í smá stund áður en hún hafði samband við Hildu. „Mér finnst þetta svo æðislegt. Bæði að hún hafi fundið það og að hún hafi haft fyrir því að senda mér skeyti,“ segir Hilda hlæjandi og bætir því við að þetta ætti að vera öðrum til eftirbreytni. „Við löbbum svo oft fram hjá einhverju sem við höldum að sé drasl en gæti verið einhver hlutur sem annar saknar. Við ættum að tileinka okkur það að taka þá upp og athuga hvort við getum fundið eigandann.“ Hún segir að armbandið sé örlítil minning um langaömmu sína en hún sé ekki búin að finna út hvað hún muni gera með það. „Kannski lengi ég í keðjunni, ég er bara ekki komin svo langt! Kannski lifir það áfram sem ættargripur með mikla sögu, það verður allt að koma í ljós.“Í dag ætla ég að segja ykkur frá litlu ævintýri úr lífinu mínu. Kona sem ég þekki ekkert, sem heitir Karen Hauksdóttir...Posted by Hilda Jana on Thursday, 3 September 2015
Garðyrkja Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira