Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 4. september 2015 07:00 Flóttafólk hópast að lest á aðalbrautarstöðinni í Búdapest. Einhverjir meiddust í troðningnum. NordicPhotos/AFP Flóttafólk kepptist í gær við að komast um borð í járnbrautalestir áleiðis til Þýskalands eftir að stjórnvöld hleyptu því inn í aðalbrautarstöðina í Búdapest, þar sem þúsundir manna höfðu beðið í meira en tvo sólarhringa. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir hins vegar að flóttamannavandinn sé hvorki ungverskt vandamál né samevrópskt vandamál, heldur fyrst og fremst vandamál Þjóðverja. „Enginn vill vera áfram í Ungverjalandi, né heldur í Slóvakíu, Póllandi eða Eistlandi. Allir vilja fara til Þýskalands,“ sagði hann í gær. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Evrópuríki hins vegar til þess að taka við að minnsta kosti 100 þúsund flóttamönnum til að létta þrýstingnum af Grikklandi og Ítalíu, sem fengið hafa stærstan hluta flóttamannastraumsins til sín. Þá gerðu leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel Þýskalandskanslari og François Hollande Frakklandsforseti, í gær með sér samkomulag um að styðja, á vettvangi Evrópusambandsins, tillögur um að aðildarríkjunum verði gert skylt að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Bindandi kvóti verði lagður á. Ljóst er þó að verulegur ágreiningur er meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um réttmæti þess að taka við flóttamönnum. Þjóðarleiðtogar í austanverðri Evrópu eru yfirleitt tregari til þess en þeir sem eru vestan megin í álfunni. Þannig reikna Þjóðverjar með því að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, meira en nokkurt annað Evrópuríki. Og Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, segir að þótt þetta þýði vissulega álag fyrir Þýskaland, þá muni Þjóðverjar vel ráða við það. Svo spyr Gabriel hvers vegna í ósköpunum ekki séu sendar ferjur til þess að taka við flóttamönnum og flytja þá yfir til Evrópu, í staðinn fyrir að láta þá taka áhættuna á því að fara ólöglega með yfirfullum flóttamannaskipum yfir Miðjarðarhafið. „Hvers vegna geta sýrlenskar flóttamannafjölskyldur ekki komið til Evrópu með ferju?“ spurði Gabriel í gær á ráðstefnu þýska sósíaldemókrataflokksins, þar sem fjallað var um innflytjendamál. Þá fór Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mikinn í viðtali við CNN í gær. „Í fullri hreinskilni er mín skoðun að þetta vandamál sé á ábyrgð vestrænna þjóða,“ sagði forsetinn. „Evrópa þarf að koma af stað samræmdu verkefni þar sem flóttamönnum er gefið það tækifæri að bjarga lífi sínu. Evrópuþjóðir, sem skilgreindu viðmiðin fyrir mannréttindi og frelsi, snúa nú baki við þeim gildum. Þær hafa breytt svæðinu umhverfis Miðjarðarhaf, vöggu fornra menningarþjóða, í grafreit flóttamanna og eru hlutaðeigandi í þeim glæp sem á sér stað í hvert skipti sem flóttamaður lætur lífið,“ sagði Erdogan. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Sjá meira
Flóttafólk kepptist í gær við að komast um borð í járnbrautalestir áleiðis til Þýskalands eftir að stjórnvöld hleyptu því inn í aðalbrautarstöðina í Búdapest, þar sem þúsundir manna höfðu beðið í meira en tvo sólarhringa. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir hins vegar að flóttamannavandinn sé hvorki ungverskt vandamál né samevrópskt vandamál, heldur fyrst og fremst vandamál Þjóðverja. „Enginn vill vera áfram í Ungverjalandi, né heldur í Slóvakíu, Póllandi eða Eistlandi. Allir vilja fara til Þýskalands,“ sagði hann í gær. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Evrópuríki hins vegar til þess að taka við að minnsta kosti 100 þúsund flóttamönnum til að létta þrýstingnum af Grikklandi og Ítalíu, sem fengið hafa stærstan hluta flóttamannastraumsins til sín. Þá gerðu leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel Þýskalandskanslari og François Hollande Frakklandsforseti, í gær með sér samkomulag um að styðja, á vettvangi Evrópusambandsins, tillögur um að aðildarríkjunum verði gert skylt að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Bindandi kvóti verði lagður á. Ljóst er þó að verulegur ágreiningur er meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um réttmæti þess að taka við flóttamönnum. Þjóðarleiðtogar í austanverðri Evrópu eru yfirleitt tregari til þess en þeir sem eru vestan megin í álfunni. Þannig reikna Þjóðverjar með því að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, meira en nokkurt annað Evrópuríki. Og Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, segir að þótt þetta þýði vissulega álag fyrir Þýskaland, þá muni Þjóðverjar vel ráða við það. Svo spyr Gabriel hvers vegna í ósköpunum ekki séu sendar ferjur til þess að taka við flóttamönnum og flytja þá yfir til Evrópu, í staðinn fyrir að láta þá taka áhættuna á því að fara ólöglega með yfirfullum flóttamannaskipum yfir Miðjarðarhafið. „Hvers vegna geta sýrlenskar flóttamannafjölskyldur ekki komið til Evrópu með ferju?“ spurði Gabriel í gær á ráðstefnu þýska sósíaldemókrataflokksins, þar sem fjallað var um innflytjendamál. Þá fór Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mikinn í viðtali við CNN í gær. „Í fullri hreinskilni er mín skoðun að þetta vandamál sé á ábyrgð vestrænna þjóða,“ sagði forsetinn. „Evrópa þarf að koma af stað samræmdu verkefni þar sem flóttamönnum er gefið það tækifæri að bjarga lífi sínu. Evrópuþjóðir, sem skilgreindu viðmiðin fyrir mannréttindi og frelsi, snúa nú baki við þeim gildum. Þær hafa breytt svæðinu umhverfis Miðjarðarhaf, vöggu fornra menningarþjóða, í grafreit flóttamanna og eru hlutaðeigandi í þeim glæp sem á sér stað í hvert skipti sem flóttamaður lætur lífið,“ sagði Erdogan.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Sjá meira