Keith Richards hraunar yfir þungarokk og rapp Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2015 09:54 Keith Richards. Vísir/Getty Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, er hvorki hrifinn af þungarokki eða rappi. Þetta segir hann í viðtali við The New York Daily News þar sem minnst er á í upphafi þess að sumir haldi því fram að rokkið sé dautt. Richards er hins vegar á því að það hafi alltaf verið dautt. „Það er eins og daufur dynkur fyrir mér. Flest bönd eru alveg hætt öllum áherslutilfærslum. Þetta er bara endalaust hnoð, engin upplyfting, engar áherslubreytingar.“ Hann er minna hrifinn af þungarokki. „Milljónir elska Metallica og Black Sabbath. Mér fannst þetta bara vera góður brandari.“ Og rapptónlistin fær einnig á baukinn frá gítarleikaranum. „Það er svolítið tilkomumikið hvað rappið gerði því það sýndi fram á að það er mikið af tóndaufu fólki til. Eina sem það þarf er trommutaktur og einhver að öskra yfir taktinn og allir eru ánægðir. Það er risamarkaður fyrir fólk sem getur ekki greint nótur.“ Richards er nú að kynna nýjustu sólóplötu sína, Crosseyed Heart, sem er væntanleg í verslanir 18. september. Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, er hvorki hrifinn af þungarokki eða rappi. Þetta segir hann í viðtali við The New York Daily News þar sem minnst er á í upphafi þess að sumir haldi því fram að rokkið sé dautt. Richards er hins vegar á því að það hafi alltaf verið dautt. „Það er eins og daufur dynkur fyrir mér. Flest bönd eru alveg hætt öllum áherslutilfærslum. Þetta er bara endalaust hnoð, engin upplyfting, engar áherslubreytingar.“ Hann er minna hrifinn af þungarokki. „Milljónir elska Metallica og Black Sabbath. Mér fannst þetta bara vera góður brandari.“ Og rapptónlistin fær einnig á baukinn frá gítarleikaranum. „Það er svolítið tilkomumikið hvað rappið gerði því það sýndi fram á að það er mikið af tóndaufu fólki til. Eina sem það þarf er trommutaktur og einhver að öskra yfir taktinn og allir eru ánægðir. Það er risamarkaður fyrir fólk sem getur ekki greint nótur.“ Richards er nú að kynna nýjustu sólóplötu sína, Crosseyed Heart, sem er væntanleg í verslanir 18. september.
Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira