Rosling sýnir í myndbandinu sem er frá því í apríl á þessu ári hvers vegna flóttamenn geta ekki notast við flugsamgöngur á flótta sínum frá stríðshrjáðum heimalöndum sínum.
Bátsferðin hættulega yfir Miðjarðarhafið kostar um tvisvar til þrisvar sinnum meira en flugmiði. Það sem stöðvar flóttamennina er tilskipun frá Evrópusambandinu sem segir að öll flugfélög sem flytja ólöglegan innflytjanda inn í Evrópuland verði að greiða flugfargjöld og annan kostnað sem tilheyrir því að senda manneskjuna aftur til síns heima. Tilskipunin á ekki að gilda um flóttafólk sem vill koma til Evrópu á grundvelli Genfar-sáttmálans en af því að Evrópusambandið hefur sett það í hendurnar á flugfélögunum að taka ákvörðun um málið og ekkert þeirra velur að taka áhættuna.
Myndbandið útskýrir málið í heild sinni.