Margt sem þú lest er lygi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. september 2015 08:00 Ég er alveg örugglega minnst uppáhalds bakþankahöfundur prófarkalesarateymis Fréttablaðsins. Ég skila alltaf á síðustu stundu vegna þess að það er of mikið af fróðleik á internetinu. Vissir þú til dæmis að blöðruselir geta orðið allt að 35 ára gamlir? Það er sem sagt mögulegt að í heiminum sé til blöðruselur sem átti foreldra sem voru lifandi á meðan seinni heimsstyrjöldin stóð enn yfir. Það er frekar magnað og ég las það að sjálfsögðu á internetinu. Já, ég er búinn að vera að lesa internetið í tæp 20 ár en á samt eftir að lesa meirihlutann af því. En ég tek reglulega rispur, yfirleitt þegar ég á að vera að gera eitthvað annað. Vissir þú til dæmis að á bresku eyjunni Mön eru kettir ekki með rófur? Og fáninn þeirra er mynd af þremur löppum á rauðum grunni. Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus er alinn upp á Mön og afi hans, Geoffrey Ursus, var einn ástsælasti söngvari eyjunnar um árabil. Svo er hús á Klapparstíg þar sem hafa verið framin tvö morð í sömu íbúðinni með margra ára millibili. Og það hefur gerst allavega fjórum sinnum á Íslandi að einhver hefur labbað inn í flugvélahreyfil og dáið. Það er jafnvel ótrúlegra en að Bubbi Morthens hafi átt að leika Thor í samnefndri Marvel–kvikmynd og að gítarleikari Poison sé ættaður úr Dýrafirði. Það er samt mikilvægt að taka því sem maður les á internetinu með fyrirvara. Það tekur mig sirka fimm mínútur að setja það inn á Wikipedia að Sigmundur Davíð hafi verið hljómborðsleikarinn í Greifunum og það á fullt af fólki eftir að trúa því, hlæja að því og dreifa því hugsunarlaust áfram á samfélagsmiðlunum. Haldandi að Mark Zuckerberg gefi einn dal fyrir hverja deilingu í styrktarsjóð pelabarna með tennisolnboga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun
Ég er alveg örugglega minnst uppáhalds bakþankahöfundur prófarkalesarateymis Fréttablaðsins. Ég skila alltaf á síðustu stundu vegna þess að það er of mikið af fróðleik á internetinu. Vissir þú til dæmis að blöðruselir geta orðið allt að 35 ára gamlir? Það er sem sagt mögulegt að í heiminum sé til blöðruselur sem átti foreldra sem voru lifandi á meðan seinni heimsstyrjöldin stóð enn yfir. Það er frekar magnað og ég las það að sjálfsögðu á internetinu. Já, ég er búinn að vera að lesa internetið í tæp 20 ár en á samt eftir að lesa meirihlutann af því. En ég tek reglulega rispur, yfirleitt þegar ég á að vera að gera eitthvað annað. Vissir þú til dæmis að á bresku eyjunni Mön eru kettir ekki með rófur? Og fáninn þeirra er mynd af þremur löppum á rauðum grunni. Aflraunamaðurinn Hjalti Úrsus er alinn upp á Mön og afi hans, Geoffrey Ursus, var einn ástsælasti söngvari eyjunnar um árabil. Svo er hús á Klapparstíg þar sem hafa verið framin tvö morð í sömu íbúðinni með margra ára millibili. Og það hefur gerst allavega fjórum sinnum á Íslandi að einhver hefur labbað inn í flugvélahreyfil og dáið. Það er jafnvel ótrúlegra en að Bubbi Morthens hafi átt að leika Thor í samnefndri Marvel–kvikmynd og að gítarleikari Poison sé ættaður úr Dýrafirði. Það er samt mikilvægt að taka því sem maður les á internetinu með fyrirvara. Það tekur mig sirka fimm mínútur að setja það inn á Wikipedia að Sigmundur Davíð hafi verið hljómborðsleikarinn í Greifunum og það á fullt af fólki eftir að trúa því, hlæja að því og dreifa því hugsunarlaust áfram á samfélagsmiðlunum. Haldandi að Mark Zuckerberg gefi einn dal fyrir hverja deilingu í styrktarsjóð pelabarna með tennisolnboga.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun