Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það Tómas Þór þórðarson skrifar 6. september 2015 21:56 Kári í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel Þór "Þetta er alveg ótrúlegt," sagði Kári Árnason, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, við Vísi er Tólfan var enn að syngja eftir markalaust jafntefli við Kasakstan í kvöld. Ísland er komið á EM 2016 í Frakklandi, en það varð ljóst eftir jafnteflið í kvöld. Okkar stráku, nægði eitt stig og eitt stig fékkst. Kári vildi þó meira. "Það er svolítið leiðinlegt að vinna ekki leikinn en þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það svo sem litlu máli. Við ætlum samt að vinna næstu tvo leiki til að vinna riðilinn og vera í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki á EM," sagði Kári. "Lykilatriðið var bara að koma sér á EM í þessum leik, en við ætlum að vinna hina leikina líka. Ég var alltaf að vonast eftir því að við myndum skora því við stýrðum leiknum." Aðspurður hvort það væri þetta hugarfar einmitt sem væri búið að fleyta liðinu þetta langt sagði Kári: "Alveg klárlega. Við erum með besta liðið í þessum riðli. Svo einfalt er það. Við eigum fullkomlega skilið að vinna riðilinn. Leikurinn í dag var ekkert sá besti en það er skiljanlegt þar sem risa verðlaun voru í boði," sagði Kári. "Við þurfum samt að gera það undir svona pressu og venjast því. Leikirnir gegn Lettlandi og Tyrklandi verða betri. Ég lofa því," sagði Kári Árnason. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47 Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45 Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48 Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55 Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
"Þetta er alveg ótrúlegt," sagði Kári Árnason, miðvörður karlalandsliðsins í fótbolta, við Vísi er Tólfan var enn að syngja eftir markalaust jafntefli við Kasakstan í kvöld. Ísland er komið á EM 2016 í Frakklandi, en það varð ljóst eftir jafnteflið í kvöld. Okkar stráku, nægði eitt stig og eitt stig fékkst. Kári vildi þó meira. "Það er svolítið leiðinlegt að vinna ekki leikinn en þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það svo sem litlu máli. Við ætlum samt að vinna næstu tvo leiki til að vinna riðilinn og vera í öðrum eða þriðja styrkleikaflokki á EM," sagði Kári. "Lykilatriðið var bara að koma sér á EM í þessum leik, en við ætlum að vinna hina leikina líka. Ég var alltaf að vonast eftir því að við myndum skora því við stýrðum leiknum." Aðspurður hvort það væri þetta hugarfar einmitt sem væri búið að fleyta liðinu þetta langt sagði Kári: "Alveg klárlega. Við erum með besta liðið í þessum riðli. Svo einfalt er það. Við eigum fullkomlega skilið að vinna riðilinn. Leikurinn í dag var ekkert sá besti en það er skiljanlegt þar sem risa verðlaun voru í boði," sagði Kári. "Við þurfum samt að gera það undir svona pressu og venjast því. Leikirnir gegn Lettlandi og Tyrklandi verða betri. Ég lofa því," sagði Kári Árnason.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47 Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38 Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45 Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48 Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55 Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld. 6. september 2015 21:47
Kolbeinn: Förum ekki til Frakklands í frí heldur til að gera góða hluti Kolbeinn Sigþórsson segir Ísland geta unnið hvaða lið sem er. 6. september 2015 21:38
Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega "Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári. 6. september 2015 21:45
Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum. 6. september 2015 21:48
Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld "Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld. 6. september 2015 21:55
Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. 6. september 2015 22:00