Viðskipti erlent

Búist við stöðugri markaði í Kína

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kínverski hlutabréfamarkðurinn hefur sveiflast mikið undanfarin misseri.
Kínverski hlutabréfamarkðurinn hefur sveiflast mikið undanfarin misseri. Vísir/EPA
Samkvæmt Seðlabankastjóra Kína má búast við því að markaðurinn þar í landi mun verða stöðugri á komandi tíð. Þessi ummæli Zhou Xiaochuan komu fram í Ankara á G20 fundi. IFS greining greinir frá því að gjaldeyrishöft voru hert í Kína þar sem ekki var úthlutað kvóta fyrir fagfjárfesta að fjárfesta utan Kína. Kvótar voru hins vegar auknir á innstreymi fjármagns á kínverskan hlutabréfamarkað. Aflandsgengi kínverska RMB er 1,5% lægra en innanlands. Því má því búast við frekari lækkunum á gengi RMB í Kína.

Mikið hefur fjallað um hríðfallandi verð á hlutabréfamarkaði í Kína að undanförnu, en það hefur haft áhrif á markaði víða um heiminn. Í júlí hrundi hlutabréfaverð um það mesta sem mælst hafði í átta ár. Xiaochuan sagði á fundinum að kínverska yuan væri að róast eftir að hafa fallið í verði í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×