Leika nokkra klassíska jazz standarda á Kex í kvöld 8. september 2015 09:00 Anna stundar nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Mynd/Jonas Í kvöld kemur kvartett píanóleikarans Önnu Grétu Sigurðardóttur fram á jazzkvöldi sem haldið er á Kex Hostel. Jazzkvöldin eru vikulegir viðburðir á hostelinu og hefur Anna spilað þar nokkrum sinnum áður, bæði ein og ásamt hljómsveit. „Núna verður þetta minn kvartett. Sigurður Flosason pabbi minn á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur,“ segir hún og heldur áfram: „Við ætlum að spila nokkra svona klassíska jazz standarda og nokkur vel valin lög eftir sönglagahöfundinn Jimmy Van Heusen. Þetta verður bara svona afslappað og spontant.“ Anna er búsett í Svíþjóð þar sem hún stundar framhaldsnám við Konunglega tónlistarháskólan í Stokkhólmi en hún er nýkomin til landsins eftir að hafa spilað á skemmtiferðaskipi undanfarnar vikur. „Ég var að spila á skemmtiferðaskipi í þrjár vikur á vesturströnd Grænlands. Þar spilaði ég ein þannig ég hlakka mikið til að spila með hljómsveit,“ segir hún glöð í bragði og bætir við að hún reyni alltaf að spila á einhverjum tónleikum hér á landi þegar hún er stödd á Íslandi. „Ég reyni að gera sem allra mest af því. Það er gaman að spila með pabba, við spilum svolítið saman.“Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 á Kex Hostel, Skúlagötu 28 og er aðgangur ókeypis. Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í kvöld kemur kvartett píanóleikarans Önnu Grétu Sigurðardóttur fram á jazzkvöldi sem haldið er á Kex Hostel. Jazzkvöldin eru vikulegir viðburðir á hostelinu og hefur Anna spilað þar nokkrum sinnum áður, bæði ein og ásamt hljómsveit. „Núna verður þetta minn kvartett. Sigurður Flosason pabbi minn á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur,“ segir hún og heldur áfram: „Við ætlum að spila nokkra svona klassíska jazz standarda og nokkur vel valin lög eftir sönglagahöfundinn Jimmy Van Heusen. Þetta verður bara svona afslappað og spontant.“ Anna er búsett í Svíþjóð þar sem hún stundar framhaldsnám við Konunglega tónlistarháskólan í Stokkhólmi en hún er nýkomin til landsins eftir að hafa spilað á skemmtiferðaskipi undanfarnar vikur. „Ég var að spila á skemmtiferðaskipi í þrjár vikur á vesturströnd Grænlands. Þar spilaði ég ein þannig ég hlakka mikið til að spila með hljómsveit,“ segir hún glöð í bragði og bætir við að hún reyni alltaf að spila á einhverjum tónleikum hér á landi þegar hún er stödd á Íslandi. „Ég reyni að gera sem allra mest af því. Það er gaman að spila með pabba, við spilum svolítið saman.“Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 á Kex Hostel, Skúlagötu 28 og er aðgangur ókeypis.
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira