Refsiaðgerðir ef ríki hunsa flóttamenn Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. september 2015 07:00 Þýskir lögreglumenn stöðva för flóttafólks á lestarstöð í Lübeck, en fólkið hugðist fara þaðan með lest til Danmerkur. vísir/EPA „Öll lönd verða að taka fulla ábyrgð á að hjálpa fólki á flótta,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, að loknum fundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í gær. Bæði sögðu þau refsiaðgerðir vel hugsanlegar gagnvart þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins sem ekki vilja taka við flóttafólki í eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda og efnahagsástand hvers lands. Fyrst eigi þó að fara samningaleiðina. „Til að byrja með ætlum við ekki að óska eftir refsingu eða gagnrýna hin aðildarríkin án þess að leita fyrst eftir samkomulagi,“ sagði Löfven. Svíar hafa á síðustu sólarhringum tekið við hundruðum flóttamanna, sem komu frá Þýskalandi til Danmerkur og vildu halda áfram til Svíþjóðar. Dönsk stjórnvöld hafa meinað þeim það, en sumir hafa komist með leynd yfir til Svíþjóðar og fengið góðar móttökur þar. Á blaðamannafundi í gærmorgun sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stjórn sína eiga í viðræðum við bæði sænsk og þýsk stjórnvöld. Mögulega væri hægt að semja um að senda þá áfram til Svíþjóðar, sem það vilja. Sjálfur sagðist hann hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Danir tækju við mikið fleiri flóttamönnum í ár, enda hafi Danir tekið við ansi mörgum í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. „Á síðasta ári vorum við í fimmta sæti yfir þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum. Og hvað varðar sýrlenska flóttamenn, þá vorum við í þeirri stöðu að einungis eitt Evrópuland tók við fleirum en við. Þannig að við erum með siðferðið okkar megin,“ sagði hann. Rasmussen fékk gagnrýni úr ýmsum áttum í gær fyrir að notfæra sér þessar tölur til að réttlæta stefnu sína í málefnum flóttamanna. Hann hafi notað þessar sömu tölur í kosningabaráttunni í júní til þess að gagnrýna þáverandi ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt. Annað hljóð er í bæði Svíum og Þjóðverjum, sem eru fúsir til að taka við mun fleiri flóttamönnum. „Ég tel að við gætum örugglega tekið við hálfri milljón eða svo í nokkur ár,“ sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, í sjónvarpsviðtali. „Ég efast ekkert um það, jafnvel fleirum,“ bætti hann við. Þjóðverjar eru rúmlega 80 milljónir, þannig að hálf milljón manns á ári jafngildir ríflega 0,6 prósentum mannfjöldans. Hér á landi væri sambærileg tala 2.000 manns, árlega. Stríðsátökin í Sýrlandi, sem nú hafa staðið yfir í fjögur og hálft ár, hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Hálf sýrlenska þjóðin, um tólf milljónir manna, hafa hrakist frá heimilum sínum. Innan við 200 þúsund þeirra eru komnir til Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
„Öll lönd verða að taka fulla ábyrgð á að hjálpa fólki á flótta,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, að loknum fundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í gær. Bæði sögðu þau refsiaðgerðir vel hugsanlegar gagnvart þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins sem ekki vilja taka við flóttafólki í eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda og efnahagsástand hvers lands. Fyrst eigi þó að fara samningaleiðina. „Til að byrja með ætlum við ekki að óska eftir refsingu eða gagnrýna hin aðildarríkin án þess að leita fyrst eftir samkomulagi,“ sagði Löfven. Svíar hafa á síðustu sólarhringum tekið við hundruðum flóttamanna, sem komu frá Þýskalandi til Danmerkur og vildu halda áfram til Svíþjóðar. Dönsk stjórnvöld hafa meinað þeim það, en sumir hafa komist með leynd yfir til Svíþjóðar og fengið góðar móttökur þar. Á blaðamannafundi í gærmorgun sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stjórn sína eiga í viðræðum við bæði sænsk og þýsk stjórnvöld. Mögulega væri hægt að semja um að senda þá áfram til Svíþjóðar, sem það vilja. Sjálfur sagðist hann hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Danir tækju við mikið fleiri flóttamönnum í ár, enda hafi Danir tekið við ansi mörgum í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. „Á síðasta ári vorum við í fimmta sæti yfir þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum. Og hvað varðar sýrlenska flóttamenn, þá vorum við í þeirri stöðu að einungis eitt Evrópuland tók við fleirum en við. Þannig að við erum með siðferðið okkar megin,“ sagði hann. Rasmussen fékk gagnrýni úr ýmsum áttum í gær fyrir að notfæra sér þessar tölur til að réttlæta stefnu sína í málefnum flóttamanna. Hann hafi notað þessar sömu tölur í kosningabaráttunni í júní til þess að gagnrýna þáverandi ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt. Annað hljóð er í bæði Svíum og Þjóðverjum, sem eru fúsir til að taka við mun fleiri flóttamönnum. „Ég tel að við gætum örugglega tekið við hálfri milljón eða svo í nokkur ár,“ sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, í sjónvarpsviðtali. „Ég efast ekkert um það, jafnvel fleirum,“ bætti hann við. Þjóðverjar eru rúmlega 80 milljónir, þannig að hálf milljón manns á ári jafngildir ríflega 0,6 prósentum mannfjöldans. Hér á landi væri sambærileg tala 2.000 manns, árlega. Stríðsátökin í Sýrlandi, sem nú hafa staðið yfir í fjögur og hálft ár, hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Hálf sýrlenska þjóðin, um tólf milljónir manna, hafa hrakist frá heimilum sínum. Innan við 200 þúsund þeirra eru komnir til Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira