Freyr: Markmiðið er að vinna riðilinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2015 16:30 Freyr Alexandersson. Vísir/Pjetur „Það er klárlega markmiðið okkar að vinna riðilinn og bóka okkur með því sæti beint inn á lokamótið sem fer fram í Hollandi eftir tvö ár og við munum vinna markvisst að því,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 sem fer fram í Hollandi. Það munar um að Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera að ná aftur fyrri styrk en hún hefur leikið 90 mínútur í undanförnum leikjum og Freyr sagðist vera ánægður að sjá hana vera farna af stað á ný. „Það er jákvætt fyrir okkur og fyrir hana. Þetta er búið að vera erfitt fyrir hana í meiðslunum en henni líður vel núna og það er eflaust mikil tilhlökkun hjá henni að koma til móts við liðið. Hún er flottur íþróttamaður sem hefur átt glæsilegan feril þrátt fyrir erfið meiðsli, það segir sitt að hún hafi skorað rúmlega 70 mörk fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Freyr sem var ánægður að fá leik þegar leikmenn liðsins úr Pepsi-deildinni væru í toppstandi. „Þær ættu að vera í toppformi þessa dagana og fyrir vikið henta þessir haust leikdagar okkur vel. Þær sem eru í þessum hóp hafa verið að standa sig vel og koma vonandi með það inn í landsliðið núna.“ Sonný Lára Þráinsdóttir og Guðrún Arnardóttir eru hluti af leikmannahóp íslenska liðsins en þær hafa slegið í gegn í liði Blika. „Þær hafa báðar átt frábært Íslandsmót. Þær komu með á Algarve Cup síðast og þar fékk ég tækifæri til að skoða betur hvað þær hafa fram að færa. Þær hafa báðar tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár og það er frábært að fá samkeppni í miðvarða- og markmannsstöðunni.“ Freyr sagði það jákvætt fyrir aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar að sjá að með góðri frammistöðu væri sæti í landsliðinu í boði. „Það er mjög mikilvægt, deildin er búin að vera frábær í sumar. Gæðin í deildinni eru að aukast og við erum búin að fá toppleiki trekk í trekk. Þetta gefur öðrum stelpum von því við veljum þær sem standa sig vel.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Sjá meira
„Það er klárlega markmiðið okkar að vinna riðilinn og bóka okkur með því sæti beint inn á lokamótið sem fer fram í Hollandi eftir tvö ár og við munum vinna markvisst að því,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 sem fer fram í Hollandi. Það munar um að Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera að ná aftur fyrri styrk en hún hefur leikið 90 mínútur í undanförnum leikjum og Freyr sagðist vera ánægður að sjá hana vera farna af stað á ný. „Það er jákvætt fyrir okkur og fyrir hana. Þetta er búið að vera erfitt fyrir hana í meiðslunum en henni líður vel núna og það er eflaust mikil tilhlökkun hjá henni að koma til móts við liðið. Hún er flottur íþróttamaður sem hefur átt glæsilegan feril þrátt fyrir erfið meiðsli, það segir sitt að hún hafi skorað rúmlega 70 mörk fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Freyr sem var ánægður að fá leik þegar leikmenn liðsins úr Pepsi-deildinni væru í toppstandi. „Þær ættu að vera í toppformi þessa dagana og fyrir vikið henta þessir haust leikdagar okkur vel. Þær sem eru í þessum hóp hafa verið að standa sig vel og koma vonandi með það inn í landsliðið núna.“ Sonný Lára Þráinsdóttir og Guðrún Arnardóttir eru hluti af leikmannahóp íslenska liðsins en þær hafa slegið í gegn í liði Blika. „Þær hafa báðar átt frábært Íslandsmót. Þær komu með á Algarve Cup síðast og þar fékk ég tækifæri til að skoða betur hvað þær hafa fram að færa. Þær hafa báðar tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár og það er frábært að fá samkeppni í miðvarða- og markmannsstöðunni.“ Freyr sagði það jákvætt fyrir aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar að sjá að með góðri frammistöðu væri sæti í landsliðinu í boði. „Það er mjög mikilvægt, deildin er búin að vera frábær í sumar. Gæðin í deildinni eru að aukast og við erum búin að fá toppleiki trekk í trekk. Þetta gefur öðrum stelpum von því við veljum þær sem standa sig vel.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti