Kínversku Íslendingarnir, Sölvi Tryggva og Þorgrímur Þráins mættir til Hollands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2015 12:38 Eiður Smári Guðjohnsen í hvítum búningi Bolton. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen var einn fimm leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem komu með flugi Icelandair frá Íslandi sem lenti á Schipol-flugvelli um hálf eitt að staðartíma eða um hálf ellefu í morgun að íslenskum tíma. Nokkrir leikmenn landsliðsins mættu til Amsterdam í gær og von er á fleirum í dag. Eiður Smári, Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson, sem allir leika í Kína, dvöldu á Íslandi í nokkra daga áður en þeir héldu utan í morgun. Þar mátti einnig finna markvörðinn Gunnleif Vigni Gunnleifsson og liðsfélaga hans hjá Breiðabliki Kristinn Jónsson. Þeir voru í eldlínunni með Blikum í markalausu jafntefli gegn Leikni í Pepsi-deildinni í gærkvöldi.Þorgrímur Þráinsson.Vísir/AntonÍ fluginu voru einnig fjölmiðlafulltrúinn Ómar Smárason, sjúkraþjálfarinn Friðrik Ellert Jónsson og sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem vinnur að heimildarmynd um leið strákanna til Frakklands. Þá voru einnig landsliðsnefndarmennirnir Þogrímur Þráinsson, Rúnar V. Arnarson og Jóhannes Ólafsson.Sjá einnig: Ólafur Ingi svarar kalli Lars og Heimis Fyrsta æfing landsliðsins verður á keppnisvellinum, Amsterdam-Arena, klukkan 16:45 að staðartíma en reikna má með ansi rólegri æfingu enda fjölmargir leikmenn að spila um helgina. Höfðu þjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck orð á því á blaðamannafundi í vikunni að í raun yrðu það bara æfingarnar á þriðjudeginum og miðvikudeginum sem myndu standa undir nafni af fyrrnefndum sökum. Íslenskir blaðamenn, sem eru á annan tug hér ytra, hitta svo sænska þjálfarann og valda leikmenn á hóteli landsliðsins klukkan 18:30 í kvöld. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tólfan fór á kostum í Leifsstöð í nótt Framundan er draumaferðin til Amsterdam með viðkomu í Kaupmannahöfn þar sem stuðningsmenn landsliðsins af Norðurlöndunum ætla að koma saman. 31. ágúst 2015 07:21 Ólafur Ingi heldur til Amsterdam Óskað hefur verið eftir kröftum miðjumannsins í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar og Arons Einars Gunnarssonar. 31. ágúst 2015 12:15 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var einn fimm leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem komu með flugi Icelandair frá Íslandi sem lenti á Schipol-flugvelli um hálf eitt að staðartíma eða um hálf ellefu í morgun að íslenskum tíma. Nokkrir leikmenn landsliðsins mættu til Amsterdam í gær og von er á fleirum í dag. Eiður Smári, Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson, sem allir leika í Kína, dvöldu á Íslandi í nokkra daga áður en þeir héldu utan í morgun. Þar mátti einnig finna markvörðinn Gunnleif Vigni Gunnleifsson og liðsfélaga hans hjá Breiðabliki Kristinn Jónsson. Þeir voru í eldlínunni með Blikum í markalausu jafntefli gegn Leikni í Pepsi-deildinni í gærkvöldi.Þorgrímur Þráinsson.Vísir/AntonÍ fluginu voru einnig fjölmiðlafulltrúinn Ómar Smárason, sjúkraþjálfarinn Friðrik Ellert Jónsson og sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem vinnur að heimildarmynd um leið strákanna til Frakklands. Þá voru einnig landsliðsnefndarmennirnir Þogrímur Þráinsson, Rúnar V. Arnarson og Jóhannes Ólafsson.Sjá einnig: Ólafur Ingi svarar kalli Lars og Heimis Fyrsta æfing landsliðsins verður á keppnisvellinum, Amsterdam-Arena, klukkan 16:45 að staðartíma en reikna má með ansi rólegri æfingu enda fjölmargir leikmenn að spila um helgina. Höfðu þjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck orð á því á blaðamannafundi í vikunni að í raun yrðu það bara æfingarnar á þriðjudeginum og miðvikudeginum sem myndu standa undir nafni af fyrrnefndum sökum. Íslenskir blaðamenn, sem eru á annan tug hér ytra, hitta svo sænska þjálfarann og valda leikmenn á hóteli landsliðsins klukkan 18:30 í kvöld.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tólfan fór á kostum í Leifsstöð í nótt Framundan er draumaferðin til Amsterdam með viðkomu í Kaupmannahöfn þar sem stuðningsmenn landsliðsins af Norðurlöndunum ætla að koma saman. 31. ágúst 2015 07:21 Ólafur Ingi heldur til Amsterdam Óskað hefur verið eftir kröftum miðjumannsins í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar og Arons Einars Gunnarssonar. 31. ágúst 2015 12:15 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Tólfan fór á kostum í Leifsstöð í nótt Framundan er draumaferðin til Amsterdam með viðkomu í Kaupmannahöfn þar sem stuðningsmenn landsliðsins af Norðurlöndunum ætla að koma saman. 31. ágúst 2015 07:21
Ólafur Ingi heldur til Amsterdam Óskað hefur verið eftir kröftum miðjumannsins í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar og Arons Einars Gunnarssonar. 31. ágúst 2015 12:15