Syngja og spila tónlist frægra kvenna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2015 10:45 Þær Þórhildur, Helga, Kristjana og Lára Sóley eru ábúðarmiklar yfir hlutverki sínu. MYND/Daníel Starrason „Við ætlum að flagga tónlist kvenna sem hafa orðið frægar fyrir lagasmíðar og flutning, þar má nefna Joni Mitchell, Carole King, Tracy Chapman, Christina McVie og Joan Baez, svo verðum við líka með okkar eigið efni,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir. Hún er ein af norðlenskum konum í KÍTÓN (félagi kvenna í tónlist) sem halda tónleika í Hlöðunni, Litla Garði, í kvöld sem hefjast klukkan 20 30. Lára Sóley bæði syngur og spilar á fiðlu, meðal annars í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og er útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar og kveðst svo heppin að fá að starfa við sitt áhugamál. Aðrar úr félaginu sem koma fram eru Helga Kvam píanóleikari, Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Þórhildur Örvarsdóttir söngkona. „Við komum svolítið úr ólíkum áttum í tónlistinni en langaði að gera eitthvað saman og minnast um leið 100 ára kosningaafmælis kvenna. Svo viljum við líka vekja athygli á KÍTÓN hér fyrir norðan og helst stækka hópinn,“ segir Sóley. Hún tekur fram að sérstakir gestir verði með þeim í kvöld, þær Ásdís Arnardóttir sem leikur á selló og kontrabassa og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir sem spilar á harmóníku og stundar háskólanám í þeirri grein í Noregi. Fyrir utan tónleika kvöldsins í Gömlu hlöðunni hafa þær norðlensku KÍTÓN-konur skipulagt tónleika á Græna hattinum í september og þá þriðju og síðustu í röðinni í Akureyrarkirkju í október. „Þá verða gestir með okkur,“ segir Lára Sóley. „Nokkrar úr KÍTÓN í Reykjavík, kórar og fleiri. Væntanlega kvennakórar? „Já, reyndar er einn karlstjórnandi,“ svarar Lára Sóley. „Ég veit ekki nema ég klæði hann í kjól!“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við ætlum að flagga tónlist kvenna sem hafa orðið frægar fyrir lagasmíðar og flutning, þar má nefna Joni Mitchell, Carole King, Tracy Chapman, Christina McVie og Joan Baez, svo verðum við líka með okkar eigið efni,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir. Hún er ein af norðlenskum konum í KÍTÓN (félagi kvenna í tónlist) sem halda tónleika í Hlöðunni, Litla Garði, í kvöld sem hefjast klukkan 20 30. Lára Sóley bæði syngur og spilar á fiðlu, meðal annars í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og er útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar og kveðst svo heppin að fá að starfa við sitt áhugamál. Aðrar úr félaginu sem koma fram eru Helga Kvam píanóleikari, Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Þórhildur Örvarsdóttir söngkona. „Við komum svolítið úr ólíkum áttum í tónlistinni en langaði að gera eitthvað saman og minnast um leið 100 ára kosningaafmælis kvenna. Svo viljum við líka vekja athygli á KÍTÓN hér fyrir norðan og helst stækka hópinn,“ segir Sóley. Hún tekur fram að sérstakir gestir verði með þeim í kvöld, þær Ásdís Arnardóttir sem leikur á selló og kontrabassa og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir sem spilar á harmóníku og stundar háskólanám í þeirri grein í Noregi. Fyrir utan tónleika kvöldsins í Gömlu hlöðunni hafa þær norðlensku KÍTÓN-konur skipulagt tónleika á Græna hattinum í september og þá þriðju og síðustu í röðinni í Akureyrarkirkju í október. „Þá verða gestir með okkur,“ segir Lára Sóley. „Nokkrar úr KÍTÓN í Reykjavík, kórar og fleiri. Væntanlega kvennakórar? „Já, reyndar er einn karlstjórnandi,“ svarar Lára Sóley. „Ég veit ekki nema ég klæði hann í kjól!“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira