Heilsa

Kýld af mömmu-samviskubiti

sigga dögg skrifar
Vísir/Getty
Ég loka hliðinu að leikskólalóðinni og andvarpa eða dæsi. Af létti.

Frjáls eins og fuglinn til klukkan fjögur. Svo er ég kýld í magann.

Hvernig dettur þér í hug að hugsa svona? Elskarðu ekki börnin þín? Af hverju varstu að eignast börn ef þú getur ekki einu sinni séð um þau á daginn og þarft að setja þau í geymslu til annars fólks?

Á hverjum einasta morgni fer ég í gegnum þessar hugsanir. Ég fæ nagandi mömmusamviskubit yfir því að eyða ekki dýrmætum tíma með þessum elskum og hugsanirnar um eigin takmarkanir, langanir og þrár rista stundum eins og djúpar klær þvert yfir hjartað. Þetta andskotans samviskubit alltaf hreint.

Er leikskóli geymsla?

Staðreynd málsins er sú að leikskólinn er frábær staður fyrir börn til að læra á heiminn. Þar læra börnin mín miklu meira heldur en ég get gefið þeim ef ég væri heima allan daginn með þau ein fyrir augunum.

Fyrir utan að ég myndi sturlast því staðreynd málsins er líka sú að ég elska vinnuna mína og smá einveru. Það er kannski smá tabú að játa það en stundum finnst mér ofsalega gott að vera bara aðeins ein heima. Ég set græjurnar í botn, helli mér upp á rótsterkan kaffibolla og fæ mér súkkulaði í morgunmat. Smá spari áður en formlegur vinnudagur hefst (nú eða ég reyni að laumast heim áður en ég sæki þau til að eiga rólega stund bara með mér, ein heima).

Yfir daginn hleð ég manneskjubatteríin mín svo að þegar ég sæki litlu elskurnar klukkan fjögur þá er ég róleg, glöð í hjartanu og full tilhlökkunar að eyða með þeim tíma þar sem hvorki tölva né sími truflar.

En þetta er svo skrítið.

Hver þarf deit?

Sama er uppi á teningnum þegar við eiginmaðurinn förum á stefnumót.

Fyrstu tíu mínúturnar fara í að tala um hversu nauðsynlegt það er að eiga smá stund saman en svo förum við að tala um börnin og jafnvel sakna þeirra. Ekki einu sinni láta mig byrja að tala um utan­landsferðir! Í hvert sinn sem eiginmaðurinn stingur upp á helgarferð þar sem við erum bara tvö fer ég að hafa áhyggjur af því að við munum deyja í flugvélinni og skilja börnin eftir foreldralaus. Nú, eða bara að ég sé að svíkja þau um tækifæri til að ferðast og sjá framandi menningu. Eða bara heimsækja dýragarð og hlusta á útlensku.

Niðurstaða mín í þessu máli er eiginlega bara ein.

Ég held að ég sé háðari börnunum heldur en þau mér.

Má fara í flug án barna?

Svo gerðist það. Ég þaggaði niður í hugsununum með skynsamlegri tækni sálfræðinnar og bókaði helgarferð. Bara við tvö. Heila fjóra daga. Og veistu hvað? Ég er að pissa í mig af spenningi!

Staðreyndin er nefnilega sú að börn þurfa hamingjusama uppalendur sem elska hvort annað og slíkt þarf að rækta. Ástin kemur ekki af sjálfu sér. Ég get nú samt ekki neitað því að inn á milli þess að skoða sögufrægar byggingar mun ég laumast inn í verslanir og kaupa gjafir handa litlu elskunum.

Bara svo því sé haldið til haga að auðvitað elskar þessi mamma börnin sín, þó að hún eyði ekki öllum vökutíma með þeim.


Tengdar fréttir

Kynlífsleysi í sambandi

Kynlíf er mikilvægur hluti af sambandi margra para en þó eru sum pör sem ekki lifa neinu kynlífi þó annan aðila langar það en hinn neitar.

Auktu brjóstamjólkina

Framleiðsla á brjóstamjólk getur valdið nýbökuðum mæðrum vandræðum, sérstaklega ef framleiðslan er of lítil, hér eru nokkur ráð sem gætu hjálpað

Hver er rétti tíminn til barneigna?

Nýleg rannsókn reiknaði út á hvaða aldri konur þurfa huga að barneignum eftir því hversu mörg börn vilja eiga og eftir hvaða leiðum eru tilbúnar að fara.

Fæðingarpartí?

Hver á að vera viðstaddur fæðingu barns? Er þetta partí sem fólk má eiga von á að vera boðið í eða gera jafnvel sumir kröfu um að vera með?

Lega legsins getur skipt máli

Það getur verið erfitt að átta sig á því hvernig legið liggur en ef þú glímir við sársauka við samfarir eða mikla tíðarverki þá gæti verið að þú sért með leg sem er afturhallandi.

Þú ert svo heppin með maka!

Hefur þú lent í því að vinna í makalottóinu jafnvel þó að þú hafir kröfur sem mörgum þykja óraunhæfar? Lestu áfram.

Fjörið eftir fæðinguna

Nú er meðgöngunni lokið og barnið komið í heiminn svo við tekur gleði og hamingja...eða hvað?

Ekki þjást í hljóði

Endómetríósa er sjúkdómur sem mörgum er hulinn og fleiri þjást af honum en gera sér grein fyrir. Greiningartími er að meðaltali sjö ár á Íslandi.

Hamingjuhleðsla

Ég skrifa mikið um kynlíf, það ætti að vera hverjum lesanda þessara pistla ljóst fyrir löngu. Ég fór samt að pæla í einu um daginn og það var hvað gerir einstakling aðlaðandi í augum annarra.

Eiga, eða mega, börn sofa uppí?

Vísindasamfélaginu, og uppalendum, hefur greint á um hvort ung börn megi sofa upp í hjá foreldrum sínum en hvert er raunverulega svarið?

Fæðingarsögur

Fæðingar geta verið allskonar og því getur verið gaman að renna í gegnum fæðingarreynslu nokkurra kvenna og eins föðurs

Konur sem kjósa að vera barnlausar

Konur í auknum mæli eru farnar að tjá sig um að kjósa barnleysi en slík umræða er enn nokkuð tabú í samfélaginu

Tími á milli barneigna

Þegar barn er fætt fer af stað klukka og nú velta margir foreldrar því fyrir sér hvort eiga skuli fleiri börn og þá hvenær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.