Með Hallgrímskirkju á sköflungnum Vera Einarsdóttir skrifar 21. ágúst 2015 16:45 Þórður er alinn upp í Þingholtunum og gekk fram hjá kirkjunni á hverjum degi á leið í skólann. Hann er mikill 101-maður og fannst tilvalið að skella henni á sig. MYND/ANTON Knattspyrnumaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson, sem spilar með Þór á Akureyri, er með húðflúr á höndum, læri, sköflungi og maga. Húðflúrið á sköflungnum hefur vakið nokkra athygli en þar er hann með mynd af Hallgrímskirkju. Ætla mætti að hann sé trúaður en svo er ekki. „Ég er alinn upp í Þingholtunum og gekk í Austurbæjarskóla. Ég gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi og var vanur að gera mér að leik að bakka frá kirkjudyrunum að styttunni af Leifi Eiríkssyni með augun límd á krossinn á meðan. Mér hefur alltaf þótt byggingin flott en hún er líka eitt helsta kennileiti Þingholtanna og mér fannst því tilvalið að skella henni á mig.“ Þórður segir skýringuna í raun ekki flóknari en svo. „Flest húðflúrin mín hafa enga sérstaka tilfinningalega skírskotun, ef frá eru taldir upphafsstafir bræðra minna. Oftast læt ég húðflúrarana mína bara ráða för enda eru þeir gríðarlega færir. Ég er þó með sumarbústað ömmu minnar á milli norðurljósa á hægri öxlinni og vissulega er einhver tenging þar.“Þórður er hæstánægður með húðflúrið en hefði eftir á að hyggja viljað sleppa stöfunum. "Ég set bara plástur yfir," segir hann og hlær.Þórður lætur flúra sig á Irezumi sem er til húsa að Laugavegi 69. Vinur hans Annel Helgi, eða Angelito eins og hann er kallaður í húðflúrheiminum, rekur stofuna og á heiðurinn að Hallgrímskirkjuhúðflúrinu. Hann fær auk þess til sín gestaflúrara að utan sem hafa flúrað hendurnar á Þórði. Þórður stefnir að því að fá sér ermi niður hægri handlegg og er þegar kominn með verk frá öxl og niður að olnboga. Hann er svo með flúr yfir þríhöfðann á þeirri vinstri. Þá er hann með flúr á lærinu sem var jafnframt hans fyrsta húðflúr. „Í fyrstu fannst mér það góður staður enda auðvelt að fela það en nú er ég alveg hættur að spá í það enda húðflúr að verða sífellt meira áberandi.“ Aðspurður segir Þórður sífellt fleiri knattspyrnumenn skarta húðflúri. „Það eru margir með flúraðar hendur og erlendis sjást sífellt fleiri knattspyrnumenn með húðflúr á fótunum líka. Ég hugsa að sú bylgja eigi rætur að rekja til ítalska fótboltamannsins Marco Materazzi sem lét húðflúra bikar á lærið á sér eftir að hafa unnið í HM í fótbolta árið 2006. Hann er algert villidýr og voru margir sem fylgdu á eftir. Hér á landi eru þó enn þá fleiri með á handleggjum en fótum.“Þórður er alinn upp í Þingholtunum og gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi á leið í skólann sem barn. Hann er ekki trúaður en lítur á kirkjuna sem kennileiti Þingholtanna.MYND/ANTONÞórður aðhyllist ekki endilega einn ákveðinn húðflúrsstíl þó hann sé óneitanlega mest í svörtu og hvítu. „Ég er með ofnæmi fyrir rauða litnum en er svolítið að leika mér með bláan í bland. Hallgrímskirkjuhúðflúrið byggist upp á hreinum línum og ég væri hæstánægður með það ef ég hefði ekki tekið upp á því að fara að skrifa fyrir ofan það. Þar sem ég er trúleysingi sleppti ég krossinum og auk þess setti ég lógó uppáhalds hiphop-hljómsveitar minnar Jurassic 5 inn í klukkuna. Sumir fetta fingur út í það á meðan öðrum finnst það geðveikt, en ég sé aðallega eftir því að hafa skrifað Freedom fyrir ofan kirkjuna sem er nafn á lagi eftir þessa sömu hljómsveit. Ef ég hefði sleppt því hefði flúrið orðið alveg „clean“ sem hefði eftir á að hyggja verið flottara.“ Þórður er þó ekki af baki dottinn og segir lítið mál að flúra yfir. „Svo get ég líka bara sett plástur,“ segir hann og hlær. „Þá er aldrei að vita nema maður skelli sér í laser-fræðin. Það er örugglega ágætis „business“ enda hlýtur að vera fullt af fólki þarna úti sem vill losna við gömlu tribal-tattúin.“ Húðflúr Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson, sem spilar með Þór á Akureyri, er með húðflúr á höndum, læri, sköflungi og maga. Húðflúrið á sköflungnum hefur vakið nokkra athygli en þar er hann með mynd af Hallgrímskirkju. Ætla mætti að hann sé trúaður en svo er ekki. „Ég er alinn upp í Þingholtunum og gekk í Austurbæjarskóla. Ég gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi og var vanur að gera mér að leik að bakka frá kirkjudyrunum að styttunni af Leifi Eiríkssyni með augun límd á krossinn á meðan. Mér hefur alltaf þótt byggingin flott en hún er líka eitt helsta kennileiti Þingholtanna og mér fannst því tilvalið að skella henni á mig.“ Þórður segir skýringuna í raun ekki flóknari en svo. „Flest húðflúrin mín hafa enga sérstaka tilfinningalega skírskotun, ef frá eru taldir upphafsstafir bræðra minna. Oftast læt ég húðflúrarana mína bara ráða för enda eru þeir gríðarlega færir. Ég er þó með sumarbústað ömmu minnar á milli norðurljósa á hægri öxlinni og vissulega er einhver tenging þar.“Þórður er hæstánægður með húðflúrið en hefði eftir á að hyggja viljað sleppa stöfunum. "Ég set bara plástur yfir," segir hann og hlær.Þórður lætur flúra sig á Irezumi sem er til húsa að Laugavegi 69. Vinur hans Annel Helgi, eða Angelito eins og hann er kallaður í húðflúrheiminum, rekur stofuna og á heiðurinn að Hallgrímskirkjuhúðflúrinu. Hann fær auk þess til sín gestaflúrara að utan sem hafa flúrað hendurnar á Þórði. Þórður stefnir að því að fá sér ermi niður hægri handlegg og er þegar kominn með verk frá öxl og niður að olnboga. Hann er svo með flúr yfir þríhöfðann á þeirri vinstri. Þá er hann með flúr á lærinu sem var jafnframt hans fyrsta húðflúr. „Í fyrstu fannst mér það góður staður enda auðvelt að fela það en nú er ég alveg hættur að spá í það enda húðflúr að verða sífellt meira áberandi.“ Aðspurður segir Þórður sífellt fleiri knattspyrnumenn skarta húðflúri. „Það eru margir með flúraðar hendur og erlendis sjást sífellt fleiri knattspyrnumenn með húðflúr á fótunum líka. Ég hugsa að sú bylgja eigi rætur að rekja til ítalska fótboltamannsins Marco Materazzi sem lét húðflúra bikar á lærið á sér eftir að hafa unnið í HM í fótbolta árið 2006. Hann er algert villidýr og voru margir sem fylgdu á eftir. Hér á landi eru þó enn þá fleiri með á handleggjum en fótum.“Þórður er alinn upp í Þingholtunum og gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi á leið í skólann sem barn. Hann er ekki trúaður en lítur á kirkjuna sem kennileiti Þingholtanna.MYND/ANTONÞórður aðhyllist ekki endilega einn ákveðinn húðflúrsstíl þó hann sé óneitanlega mest í svörtu og hvítu. „Ég er með ofnæmi fyrir rauða litnum en er svolítið að leika mér með bláan í bland. Hallgrímskirkjuhúðflúrið byggist upp á hreinum línum og ég væri hæstánægður með það ef ég hefði ekki tekið upp á því að fara að skrifa fyrir ofan það. Þar sem ég er trúleysingi sleppti ég krossinum og auk þess setti ég lógó uppáhalds hiphop-hljómsveitar minnar Jurassic 5 inn í klukkuna. Sumir fetta fingur út í það á meðan öðrum finnst það geðveikt, en ég sé aðallega eftir því að hafa skrifað Freedom fyrir ofan kirkjuna sem er nafn á lagi eftir þessa sömu hljómsveit. Ef ég hefði sleppt því hefði flúrið orðið alveg „clean“ sem hefði eftir á að hyggja verið flottara.“ Þórður er þó ekki af baki dottinn og segir lítið mál að flúra yfir. „Svo get ég líka bara sett plástur,“ segir hann og hlær. „Þá er aldrei að vita nema maður skelli sér í laser-fræðin. Það er örugglega ágætis „business“ enda hlýtur að vera fullt af fólki þarna úti sem vill losna við gömlu tribal-tattúin.“
Húðflúr Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Sjá meira