Tekur ekki lífinu sem gefnu Magnús Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2015 09:00 Þröstur Leó Gunnarsson vísir/ernir Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. Þröstur var kominn á sjóinn ungur að árum og kunni því vel. „Mér fannst æðislegt að vera kominn inn á pöbb í Hull að fá mér bjór með köllunum þegar ég var sextán ára. Fannst líka bara æðislegt að vera kominn til sjós – kunni vel við verkin hvort sem það var að beita eða eitthvað annað. Ég fann bara að þetta var eitthvað sem átti við mig. Þegar ég kom heim úr túrnum sextán ára gamall þá fékk ég meira að segja toll. Fjóra kassa af bjór og fjórar vodka og tollarinn fyrir vestan sagði bara: „Þú lofar mér að þú lætur pabba þinn hafa þetta.“ En pabbi drakk ekki og er algjör bindindismaður og það vita nú allir í þessu litla plássi. En heima hugsar fólk um hvert annað og mér finnst gaman að hafa alist upp úti á landi. Ég á lítið hús niðri í fjöru og krökkunum mínum finnst æðislegt að vera á Bíldudal. Þangað förum við þegar við getum því þarna er gott að vera og horfa út á sjóinn enda ætla ég að verða gamall fyrir vestan, það er löngu ákveðið.“Þröstur Leó Gunnarsson, leikari og sjómaður, er á núllpunkti í lífi sínu eftir erfitt sjóslys í sumar.vísir/ernirMamma og leiklistin Þó svo Þröstur hafi kunnað vel við sjómannslífið átti samt fyrir honum að liggja að verða leikari. „Ég var alltaf eitthvað að fíflast og mamma ýtti mér út í þetta. Ætli hún hafi ekki viljað ná mér af sjónum. Ég fór á leiklistarnámskeið hjá Helga Skúlasyni heitnum. Það var frábær maður sem átti eftir að reynast mér vel. Þarna var fullt af krökkum sem voru að miða á það að komast inn í leiklistarskólann en slíkt hafði nú ekki hvarflað að mér. Ég satt best að segja vissi ekki einu sinni að það væri til slíkur skóli í Reykjavík. Ég sló til eftir hvatningu frá Helga og hann lét mig hafa einleik til þess að læra og leika í inntökuprófinu. Það var úr Húsverðinum eftir Pinter og ég botnaði ekkert í þessu en lærði textann og svo voru góð ráð dýr. Þannig að ég hringdi í Helga og sagði honum að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera. Hann var uppi í Þjóðleikhúsi og sagði mér að koma – hann væri að fara í hádegismat og ætlaði að hjálpa mér. Ég mætti og hann dró mig inn í einhverja kompu og sagði mér til á korteri og ég komst áfram. Pabbi var nú orðinn hálfpirraður á þessum inntökuprófum því þau taka heila eilífð og ég átti að vera kominn heim. Hann var alltaf að panta og afpanta flug vestur og sagði við mig: „Hvað er þetta eiginlega, geta þeir ekki bara ákveðið sig?“ En ég komst inn á endanum og átti góðan tíma í skólanum.“ Þröstur fékk verkefni eftir skólann en segist ekki hafa haft nokkra trúa á því að það yrði eitthvað meira svo hann sneri heim til Bíldudals. „Þá hringdi Kjartan Ragnarsson og spurði hvort ég væri til í að koma en ég var nú alveg á báðum áttum með það. En þegar ég kom heim þá var mamma búin að pakka. Hún hefur stundum tekið ákvarðanir fyrir mig og það hefur reynst mér ákaflega vel. Mamma veit lengra en nef hennar nær.Guðmundur, Silja, Gauja, María Sólveig, Pálína og Vilborg mynda barnahópinn hans Þrastar og hann veit ekkert betra en að fá hópinn í mat og tengdasynina með og þá er glatt á hjalla.Fjölskyldan og leikhúsið Ég er fæddur og uppalinn á Bíldudal og á þarna fjölskyldu. Mamma býr þarna og tveir bræður mínir og það er gott að geta komist heim og hugsað um eitthvað annað en leikhúsið. Ég á fjögur börn með fyrri konunni minni, Írisi Guðmundsdóttur, og eitt með Helgu Sveindísi Helgadóttur, seinni konunni minni, og hún átti tvö fyrir þannig að þetta er stór og fjörugur hópur. Þau eru reyndar öll að verða uppkomin nema tíu ára stelpa sem við seinni konan mín eigum saman. En mér finnst æðislegt þegar allur þessi hópur kemur saman og maður áttar sig aðeins á stærðinni þegar maður tekur upp á því að hringja og segja þeim að koma í mat með tengdasyni og allt heila klabbið og þarf að fara og kaupa þrjú læri til þess að hafa oní hópinn. Það er frábært. Ég kem úr stórri fjölskyldu, á sex systkini og finnst gott að hafa mikið af fólkinu mínu í kringum mig.“ Þröstur hefur átt gifturíkan feril í leikhúsinu en þrátt fyrir það fær hann reglulega nóg af því lífi, snýr vestur og fer aftur á sjóinn. „Síðastliðinn vetur fór ég á Hvammstanga og fór til sjós hjá tengdasyni mínum, áður en ég fór á Bíldudal. Þá fann ég vel hvað það er æðislegt að geta verið heima hjá sér á kvöldin og um helgar. Að geta átt sér eitthvert líf fyrir utan vinnuna. Svo fæ ég bara stundum nóg af leikhúsinu. Leikhúsið er stundum svo ófjölskylduvænt. Maður getur ekkert planað – sér ekki krakkana og á lítið sem ekkert fjölskyldulíf. Svo koðna ég stundum bara niður af því að vera að vinna svona innivinnu þó svo það fari auðvitað aðeins eftir verkinu og auðvitað spila launamálin líka oft inn í þetta. Ég er svo heppinn að hafa þessa tengingu vestur og það er eitthvað sem ég get gripið til. Sem leikari hef ég aldrei haft áhyggjur af þessu – hvað næst? Ég var búinn að vera að leika í fimm ár þegar ég ákvað að fara og þá skömmuðu mig margir, það er ekkert víst að þú komist inn aftur og allt það, en mér var alveg sama því ég er svo heppinn að hafa Bíldudal og sjómennskuna og það er lúxus.“Þorpsstrákur Áður en Þröstur lenti í sjóslysinu í sumar hafði hann ekki hugsað sér að snúa aftur í leikhúsið í bráð. Ætlaði sér að vera til sjós fyrir vestan næstu árin. „En eftir slysið var ég svo heppinn að Ari þjóðleikhússtjóri hringdi í mig og bauð mér að koma. Ég þáði það því ég sá ekki að ég færi alveg strax á sjóinn þó svo ég væri búinn að prófa það aðeins. Mér leið bara ágætlega með að snúa aftur á sjó en samt svona einhver ónot en þetta er bara eins og að lenda í bílslysi. Maður má ekki bíða of lengi með að takast á við þetta því þá bara stækkar hræðslan. Ég hugsaði á leiðinni í land – þá er þetta búið – en það er fljótt að fara. Svo verður bara tíminn að leiða það í ljós hvernig það verður. Þetta er hluti af þessu samfélagi – þessum veruleika sjómanna og þeirra nærsamfélags. En málið er að þegar maður er hluti af litlu samfélagi eins og Bíldudal þegar svona slys gerast þá eru allir eins og einn maður. Samkenndin er sterk og það hjálpar manni mikið að þetta er eins og ein stór fjölskylda. Mér finnst gott að vera í fámenni. Hefur alltaf þótt fjölmennið dálítið óþægilegt sem er kannski hálfasnalegt í leikarastarfinu en þannig er það bara. Ég er þorpsstrákur í mér.“Þröstur Leó Gunnarssonvísir/ernirHvað ef? Það þyngist yfir Þresti þegar talið berst að sjóskaðanum en hann segir að það gangi nú bara vel að vinna úr því þunga áfalli. „Við sem lifðum þetta af erum búnir að fá hjálp og þetta tekur allt sinn tíma. En fyrst þetta fór svona, að Maggi fór þarna, viljum við að það verði kannað hvað fór úrskeiðis. Ég veit að það var ekkert sem við gátum gert öðruvísi, það voru engin afglöp eða kæruleysi í gangi hjá okkur. En við viljum að það verði skoðað af hverju við erum þarna í klukkutíma. Af hverju svöruðu ekki bátarnir? Af hverju er ekki annað kerfi hjá Gæslunni en að kalla? Af hverju er ekki hljóðmerki í stöðinni sem gefur til kynna að það er eitthvað að einhvers staðar? Heldur er aðeins kallað og kallað og Landhelgisgæslan er alltaf að kalla, þannig að menn verða ónæmir fyrir því og eru bara að einbeita sér að því að veiða. En ef það væri eitthvert hljóðmerki eða hvað sem er, tæknin er orðin svo mikil, sem er þannig að þegar þú heyrir þetta hljóð þá ferðu í stöðina. Alltaf. Þá veistu að það er eitthvað að. Miðað við bátana sem voru á veiðum í kringum okkur þá hefðu þeir átt að vera komnir eftir svona tíu til fimmtán mínútur í mesta lagi en ekki klukkutíma.“„Björgunarbátarnir eru það sem allir sjómenn treysta á og að þeir skuli ekki virka er óásættanlegt. Þess vegna eiga allir sjómenn heimtingu á því að vita hvað gerðist í þessu slysi.“vísir/ernirViljum svör Umræðuefnið brennur á Þresti og það tekur eðlilega á að tala um þessi mál. En hann og félagar hans sem lifðu slysið af vilja fá svör. Ekki aðeins sín vegna og allra aðstandenda heldur fyrir alla íslenska sjómenn og fjölskyldur þeirra. „Þetta klikkaði allt saman og fór eins og þetta fór hjá okkur en þrír okkar komust upp á kjölinn. En maður hugsar líka að þetta hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við allir farist – það er bara þannig. Björgunarbátarnir eru það sem allir sjómenn treysta á og að þeir skuli ekki virka er óásættanlegt. Þess vegna eiga allir sjómenn heimtingu á því að vita hvað gerðist í þessu slysi. Við vorum með tvo báta sinn frá hvoru fyrirtækinu og ekki ár síðan þeir voru skoðaðir og þetta hefði átt að rannsaka strax. Það voru teknar af okkur skýrslur strax eftir slysið en þetta þarf að skoða. Það var sendur niður kafbátur að skoða þetta og þá sást að annar báturinn var kjurr í sætinu sínu og hinn lá óuppblásinn við hliðina á bátnum. Manni finnst að miðað við að það er hægt að senda geimfar til Plútó þá hljóti að vera hægt að hafa svona mál í lagi. Þetta hefur bjargað fullt af mannslífum en þetta er í annað skiptið á ári sem þetta klikkar. Að bátarnir skjóti sér ekki út. Það gengur ekki.“„Ég er á ákveðnum núllpunkti í lífinu sem stendur en svo þokast maður áfram.“vísir/ernirDraumurinn Þrátt fyrir að vera nú kominn aftur í leikhúsið getur Þröstur ekki hugsað sér annað en að snúa að endingu aftur vestur. „Mitt líf er soldið þannig að ég er alltaf að lenda í einhverju. Stundum góðum hlutum og stundum slæmum. Þannig er það bara. Ég er alltaf að læra eitthvað á hverjum degi – læra af mistökunum og ég er búinn að læra að taka lífinu ekki sem gefnu. Ég er á ákveðnum núllpunkti í lífinu sem stendur en svo þokast maður áfram. En ég ætla að fara aftur vestur og það er heilmikill uppgangur heima. Laxeldið hjá Arnarlaxi til að mynda og það var planið hjá mér að fara að kaupa af þeim og reykja og grafa. Ég hef verið að leika mér með þetta og finnst mikið af því sem maður kaupir hérna fyrir sunnan vera algjört drasl – því miður. Minn draumur er að vera fiskframleiðandi. Vera með reykhús og allt sem þarf og bjóða upp á fyrsta flokks fisk. Beint úr leikhúsinu yfir í reykhúsið,“ segir Þröstur og hlær við tilhugsunina en hann viðurkennir fúslega að það sé nákvæmlega enginn bissnessmaður í honum. „Nei, ekki til. Enda hlæja menn að mér fyrir að fara í Þjóðleikhúsið þar sem launin eru lægst um þessar mundir. En mér er alveg sama. Ég er ekkert fyrir peninga. Stundum á ég pening og stundum ekki og þá kemur bara eitthvað annað í staðinn. Ef ég á í mig og mína og á þá er ég góður. Mér finnst alveg rosalega gaman að gefa fólki og er oft skammaður fyrir það. Ég hef verið að reykja og grafa lax, veiða og salta og flaka og svo kem ég í bæinn og gef þetta. Svo hringir konan og segir: „Heyrðu, Þröstur, áttum við ekki helling af saltfisk?“ Þá dreg ég bara seiminn og segi að ég muni það ekki alveg en haldi að ég hafi gefið þetta. Hún tekur því bara vel. Það gefur mér miklu meira en saltfiskflakið er metið á að gefa góðu fólki. Ég get alltaf fengið fisk og peningar eru bara til vandræða.“ Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Þröstur Leó Gunnarsson hefur átt glæsilegan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum en engu að síður yfirgefur hann á stundum menningarheiminn og fer aftur í sjómennskuna heima á Bíldudal. Í sumar lenti Þröstur í mannskæðu sjóslysi. Hann snýr aftur á fjalirnar í haust. Þröstur var kominn á sjóinn ungur að árum og kunni því vel. „Mér fannst æðislegt að vera kominn inn á pöbb í Hull að fá mér bjór með köllunum þegar ég var sextán ára. Fannst líka bara æðislegt að vera kominn til sjós – kunni vel við verkin hvort sem það var að beita eða eitthvað annað. Ég fann bara að þetta var eitthvað sem átti við mig. Þegar ég kom heim úr túrnum sextán ára gamall þá fékk ég meira að segja toll. Fjóra kassa af bjór og fjórar vodka og tollarinn fyrir vestan sagði bara: „Þú lofar mér að þú lætur pabba þinn hafa þetta.“ En pabbi drakk ekki og er algjör bindindismaður og það vita nú allir í þessu litla plássi. En heima hugsar fólk um hvert annað og mér finnst gaman að hafa alist upp úti á landi. Ég á lítið hús niðri í fjöru og krökkunum mínum finnst æðislegt að vera á Bíldudal. Þangað förum við þegar við getum því þarna er gott að vera og horfa út á sjóinn enda ætla ég að verða gamall fyrir vestan, það er löngu ákveðið.“Þröstur Leó Gunnarsson, leikari og sjómaður, er á núllpunkti í lífi sínu eftir erfitt sjóslys í sumar.vísir/ernirMamma og leiklistin Þó svo Þröstur hafi kunnað vel við sjómannslífið átti samt fyrir honum að liggja að verða leikari. „Ég var alltaf eitthvað að fíflast og mamma ýtti mér út í þetta. Ætli hún hafi ekki viljað ná mér af sjónum. Ég fór á leiklistarnámskeið hjá Helga Skúlasyni heitnum. Það var frábær maður sem átti eftir að reynast mér vel. Þarna var fullt af krökkum sem voru að miða á það að komast inn í leiklistarskólann en slíkt hafði nú ekki hvarflað að mér. Ég satt best að segja vissi ekki einu sinni að það væri til slíkur skóli í Reykjavík. Ég sló til eftir hvatningu frá Helga og hann lét mig hafa einleik til þess að læra og leika í inntökuprófinu. Það var úr Húsverðinum eftir Pinter og ég botnaði ekkert í þessu en lærði textann og svo voru góð ráð dýr. Þannig að ég hringdi í Helga og sagði honum að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera. Hann var uppi í Þjóðleikhúsi og sagði mér að koma – hann væri að fara í hádegismat og ætlaði að hjálpa mér. Ég mætti og hann dró mig inn í einhverja kompu og sagði mér til á korteri og ég komst áfram. Pabbi var nú orðinn hálfpirraður á þessum inntökuprófum því þau taka heila eilífð og ég átti að vera kominn heim. Hann var alltaf að panta og afpanta flug vestur og sagði við mig: „Hvað er þetta eiginlega, geta þeir ekki bara ákveðið sig?“ En ég komst inn á endanum og átti góðan tíma í skólanum.“ Þröstur fékk verkefni eftir skólann en segist ekki hafa haft nokkra trúa á því að það yrði eitthvað meira svo hann sneri heim til Bíldudals. „Þá hringdi Kjartan Ragnarsson og spurði hvort ég væri til í að koma en ég var nú alveg á báðum áttum með það. En þegar ég kom heim þá var mamma búin að pakka. Hún hefur stundum tekið ákvarðanir fyrir mig og það hefur reynst mér ákaflega vel. Mamma veit lengra en nef hennar nær.Guðmundur, Silja, Gauja, María Sólveig, Pálína og Vilborg mynda barnahópinn hans Þrastar og hann veit ekkert betra en að fá hópinn í mat og tengdasynina með og þá er glatt á hjalla.Fjölskyldan og leikhúsið Ég er fæddur og uppalinn á Bíldudal og á þarna fjölskyldu. Mamma býr þarna og tveir bræður mínir og það er gott að geta komist heim og hugsað um eitthvað annað en leikhúsið. Ég á fjögur börn með fyrri konunni minni, Írisi Guðmundsdóttur, og eitt með Helgu Sveindísi Helgadóttur, seinni konunni minni, og hún átti tvö fyrir þannig að þetta er stór og fjörugur hópur. Þau eru reyndar öll að verða uppkomin nema tíu ára stelpa sem við seinni konan mín eigum saman. En mér finnst æðislegt þegar allur þessi hópur kemur saman og maður áttar sig aðeins á stærðinni þegar maður tekur upp á því að hringja og segja þeim að koma í mat með tengdasyni og allt heila klabbið og þarf að fara og kaupa þrjú læri til þess að hafa oní hópinn. Það er frábært. Ég kem úr stórri fjölskyldu, á sex systkini og finnst gott að hafa mikið af fólkinu mínu í kringum mig.“ Þröstur hefur átt gifturíkan feril í leikhúsinu en þrátt fyrir það fær hann reglulega nóg af því lífi, snýr vestur og fer aftur á sjóinn. „Síðastliðinn vetur fór ég á Hvammstanga og fór til sjós hjá tengdasyni mínum, áður en ég fór á Bíldudal. Þá fann ég vel hvað það er æðislegt að geta verið heima hjá sér á kvöldin og um helgar. Að geta átt sér eitthvert líf fyrir utan vinnuna. Svo fæ ég bara stundum nóg af leikhúsinu. Leikhúsið er stundum svo ófjölskylduvænt. Maður getur ekkert planað – sér ekki krakkana og á lítið sem ekkert fjölskyldulíf. Svo koðna ég stundum bara niður af því að vera að vinna svona innivinnu þó svo það fari auðvitað aðeins eftir verkinu og auðvitað spila launamálin líka oft inn í þetta. Ég er svo heppinn að hafa þessa tengingu vestur og það er eitthvað sem ég get gripið til. Sem leikari hef ég aldrei haft áhyggjur af þessu – hvað næst? Ég var búinn að vera að leika í fimm ár þegar ég ákvað að fara og þá skömmuðu mig margir, það er ekkert víst að þú komist inn aftur og allt það, en mér var alveg sama því ég er svo heppinn að hafa Bíldudal og sjómennskuna og það er lúxus.“Þorpsstrákur Áður en Þröstur lenti í sjóslysinu í sumar hafði hann ekki hugsað sér að snúa aftur í leikhúsið í bráð. Ætlaði sér að vera til sjós fyrir vestan næstu árin. „En eftir slysið var ég svo heppinn að Ari þjóðleikhússtjóri hringdi í mig og bauð mér að koma. Ég þáði það því ég sá ekki að ég færi alveg strax á sjóinn þó svo ég væri búinn að prófa það aðeins. Mér leið bara ágætlega með að snúa aftur á sjó en samt svona einhver ónot en þetta er bara eins og að lenda í bílslysi. Maður má ekki bíða of lengi með að takast á við þetta því þá bara stækkar hræðslan. Ég hugsaði á leiðinni í land – þá er þetta búið – en það er fljótt að fara. Svo verður bara tíminn að leiða það í ljós hvernig það verður. Þetta er hluti af þessu samfélagi – þessum veruleika sjómanna og þeirra nærsamfélags. En málið er að þegar maður er hluti af litlu samfélagi eins og Bíldudal þegar svona slys gerast þá eru allir eins og einn maður. Samkenndin er sterk og það hjálpar manni mikið að þetta er eins og ein stór fjölskylda. Mér finnst gott að vera í fámenni. Hefur alltaf þótt fjölmennið dálítið óþægilegt sem er kannski hálfasnalegt í leikarastarfinu en þannig er það bara. Ég er þorpsstrákur í mér.“Þröstur Leó Gunnarssonvísir/ernirHvað ef? Það þyngist yfir Þresti þegar talið berst að sjóskaðanum en hann segir að það gangi nú bara vel að vinna úr því þunga áfalli. „Við sem lifðum þetta af erum búnir að fá hjálp og þetta tekur allt sinn tíma. En fyrst þetta fór svona, að Maggi fór þarna, viljum við að það verði kannað hvað fór úrskeiðis. Ég veit að það var ekkert sem við gátum gert öðruvísi, það voru engin afglöp eða kæruleysi í gangi hjá okkur. En við viljum að það verði skoðað af hverju við erum þarna í klukkutíma. Af hverju svöruðu ekki bátarnir? Af hverju er ekki annað kerfi hjá Gæslunni en að kalla? Af hverju er ekki hljóðmerki í stöðinni sem gefur til kynna að það er eitthvað að einhvers staðar? Heldur er aðeins kallað og kallað og Landhelgisgæslan er alltaf að kalla, þannig að menn verða ónæmir fyrir því og eru bara að einbeita sér að því að veiða. En ef það væri eitthvert hljóðmerki eða hvað sem er, tæknin er orðin svo mikil, sem er þannig að þegar þú heyrir þetta hljóð þá ferðu í stöðina. Alltaf. Þá veistu að það er eitthvað að. Miðað við bátana sem voru á veiðum í kringum okkur þá hefðu þeir átt að vera komnir eftir svona tíu til fimmtán mínútur í mesta lagi en ekki klukkutíma.“„Björgunarbátarnir eru það sem allir sjómenn treysta á og að þeir skuli ekki virka er óásættanlegt. Þess vegna eiga allir sjómenn heimtingu á því að vita hvað gerðist í þessu slysi.“vísir/ernirViljum svör Umræðuefnið brennur á Þresti og það tekur eðlilega á að tala um þessi mál. En hann og félagar hans sem lifðu slysið af vilja fá svör. Ekki aðeins sín vegna og allra aðstandenda heldur fyrir alla íslenska sjómenn og fjölskyldur þeirra. „Þetta klikkaði allt saman og fór eins og þetta fór hjá okkur en þrír okkar komust upp á kjölinn. En maður hugsar líka að þetta hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við allir farist – það er bara þannig. Björgunarbátarnir eru það sem allir sjómenn treysta á og að þeir skuli ekki virka er óásættanlegt. Þess vegna eiga allir sjómenn heimtingu á því að vita hvað gerðist í þessu slysi. Við vorum með tvo báta sinn frá hvoru fyrirtækinu og ekki ár síðan þeir voru skoðaðir og þetta hefði átt að rannsaka strax. Það voru teknar af okkur skýrslur strax eftir slysið en þetta þarf að skoða. Það var sendur niður kafbátur að skoða þetta og þá sást að annar báturinn var kjurr í sætinu sínu og hinn lá óuppblásinn við hliðina á bátnum. Manni finnst að miðað við að það er hægt að senda geimfar til Plútó þá hljóti að vera hægt að hafa svona mál í lagi. Þetta hefur bjargað fullt af mannslífum en þetta er í annað skiptið á ári sem þetta klikkar. Að bátarnir skjóti sér ekki út. Það gengur ekki.“„Ég er á ákveðnum núllpunkti í lífinu sem stendur en svo þokast maður áfram.“vísir/ernirDraumurinn Þrátt fyrir að vera nú kominn aftur í leikhúsið getur Þröstur ekki hugsað sér annað en að snúa að endingu aftur vestur. „Mitt líf er soldið þannig að ég er alltaf að lenda í einhverju. Stundum góðum hlutum og stundum slæmum. Þannig er það bara. Ég er alltaf að læra eitthvað á hverjum degi – læra af mistökunum og ég er búinn að læra að taka lífinu ekki sem gefnu. Ég er á ákveðnum núllpunkti í lífinu sem stendur en svo þokast maður áfram. En ég ætla að fara aftur vestur og það er heilmikill uppgangur heima. Laxeldið hjá Arnarlaxi til að mynda og það var planið hjá mér að fara að kaupa af þeim og reykja og grafa. Ég hef verið að leika mér með þetta og finnst mikið af því sem maður kaupir hérna fyrir sunnan vera algjört drasl – því miður. Minn draumur er að vera fiskframleiðandi. Vera með reykhús og allt sem þarf og bjóða upp á fyrsta flokks fisk. Beint úr leikhúsinu yfir í reykhúsið,“ segir Þröstur og hlær við tilhugsunina en hann viðurkennir fúslega að það sé nákvæmlega enginn bissnessmaður í honum. „Nei, ekki til. Enda hlæja menn að mér fyrir að fara í Þjóðleikhúsið þar sem launin eru lægst um þessar mundir. En mér er alveg sama. Ég er ekkert fyrir peninga. Stundum á ég pening og stundum ekki og þá kemur bara eitthvað annað í staðinn. Ef ég á í mig og mína og á þá er ég góður. Mér finnst alveg rosalega gaman að gefa fólki og er oft skammaður fyrir það. Ég hef verið að reykja og grafa lax, veiða og salta og flaka og svo kem ég í bæinn og gef þetta. Svo hringir konan og segir: „Heyrðu, Þröstur, áttum við ekki helling af saltfisk?“ Þá dreg ég bara seiminn og segi að ég muni það ekki alveg en haldi að ég hafi gefið þetta. Hún tekur því bara vel. Það gefur mér miklu meira en saltfiskflakið er metið á að gefa góðu fólki. Ég get alltaf fengið fisk og peningar eru bara til vandræða.“
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20
Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11