Bíllausi lífsstíllinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Ég hjóla í vinnuna. Það tekur ekki nema 15 mínútur, er gott fyrir heilsuna og sparar mér höfuðverkinn sem fylgir því að eiga bíl. Það er notalegt að þeysast eftir Langholtsveginum á morgnana með eitthvert hressandi rokk í eyrunum og finna svalan síðsumarvindinn leika um pípararaufina. Finna ilminn af laufinu og dögginni. Vera mættur á undan þeim vinnufélögum sem eru á bíl – þeir eru fastir í umferð einhvers staðar. Á meðan ég bíð eftir að klukkan slái 9:00 les ég blöðin eða tek netrúnt á meðan ég japla á morgungrautnum. Er vel vaknaður og eldhress þegar þeir loks mæta geispandi með stírurnar í augunum. „Góðan daginn,“ muldra þeir þreytulega og hlamma sér fyrir framan tölvuna. Adrenalínfixið sem ég fæ með því að hjóla í vinnuna endist mér til ca. 14:00. Þá fer ég að líta á klukkuna. „Ætli það vanti rafhlöðu í hana?“ hugsa ég og fæ mér tvöfaldan espresso. „Guð minn góður! Hún er bara hálfþrjú,“ hugsa ég hálftíma síðar og fæ mér meira kaffi. Þegar klukkan fer að nálgast 17:00 er ég alveg að leka niður. Ég horfi mæðulegur út um gluggann. Oj, það er byrjað að rigna. Að hjóla heim er andstyggilegt. Allt upp í móti og alltaf mótvindur. Ég reyni sífellt að finna nýjar leiðir til að fara sem eru mögulega betri. Sem ég fæ ekki blóðbragð í munninn við það að hjóla. Vinnufélagar mínir eru örugglega komnir heim til sín núna. Oj, ég er rennsveittur á bakinu. Og hvað er málið með þessa helvítis ferðamenn út um allt? Þurfa þeir að standa grafkyrrir úti á miðri gangstétt? Þegar ég loksins kem heim er ég geðvondur, úrvinda og lykta eins og þúsund rassgöt, opin upp á gátt. Ég verð að fara að kaupa mér bíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Ég hjóla í vinnuna. Það tekur ekki nema 15 mínútur, er gott fyrir heilsuna og sparar mér höfuðverkinn sem fylgir því að eiga bíl. Það er notalegt að þeysast eftir Langholtsveginum á morgnana með eitthvert hressandi rokk í eyrunum og finna svalan síðsumarvindinn leika um pípararaufina. Finna ilminn af laufinu og dögginni. Vera mættur á undan þeim vinnufélögum sem eru á bíl – þeir eru fastir í umferð einhvers staðar. Á meðan ég bíð eftir að klukkan slái 9:00 les ég blöðin eða tek netrúnt á meðan ég japla á morgungrautnum. Er vel vaknaður og eldhress þegar þeir loks mæta geispandi með stírurnar í augunum. „Góðan daginn,“ muldra þeir þreytulega og hlamma sér fyrir framan tölvuna. Adrenalínfixið sem ég fæ með því að hjóla í vinnuna endist mér til ca. 14:00. Þá fer ég að líta á klukkuna. „Ætli það vanti rafhlöðu í hana?“ hugsa ég og fæ mér tvöfaldan espresso. „Guð minn góður! Hún er bara hálfþrjú,“ hugsa ég hálftíma síðar og fæ mér meira kaffi. Þegar klukkan fer að nálgast 17:00 er ég alveg að leka niður. Ég horfi mæðulegur út um gluggann. Oj, það er byrjað að rigna. Að hjóla heim er andstyggilegt. Allt upp í móti og alltaf mótvindur. Ég reyni sífellt að finna nýjar leiðir til að fara sem eru mögulega betri. Sem ég fæ ekki blóðbragð í munninn við það að hjóla. Vinnufélagar mínir eru örugglega komnir heim til sín núna. Oj, ég er rennsveittur á bakinu. Og hvað er málið með þessa helvítis ferðamenn út um allt? Þurfa þeir að standa grafkyrrir úti á miðri gangstétt? Þegar ég loksins kem heim er ég geðvondur, úrvinda og lykta eins og þúsund rassgöt, opin upp á gátt. Ég verð að fara að kaupa mér bíl.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun