Nauðsynjar í fataskápinn Glamour kynnir skrifar 24. ágúst 2015 12:00 Glamour/Getty Nú er vel við hæfi að undirbúa fataskápinn fyrir haustið og tískutrendin sem munu tröllríða verslunum landsins á komandi mánuðum. Hér koma nokkur ráð úr nýjasta tölublaði Glamour um hvaða hlutir eru ómissandi til að búa til góðan grunn í skápinn. Allir eiga þeir sameiginlegt að ganga við allt, detta seint úr tísku og hægt að klæða bæði upp og niður eftir hentugleika. 1. Stuttermabolur: Svartur og hvítur stuttermabolur úr góðu efni er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum. 2. Leður: Buxur og jakki úr leðri er eitthvað sem dettur seint úr tísku. 3. Kápa: Yfirhöfn í góðu efni er klassísk flík og getur gert kraftaverk fyrir heildarútlitið. 4. Gallabuxur: Góðar gallabuxur eru gulls ígildi var einhvertíma sagt. Við erum sammála því, enda kemst fátt með tærnar þar sem góðar gallabuxur hafa hælana. 5. Hvít skyrta: Það verða allir að eiga eina góða hvíta skyrtu í fataskápnum sem fer vel við gallabuxurnar sem og fínni flíkur. Hægt að poppa upp með réttum fylgihlutum. 6. Leðurstígvél: Hvort sem þau eru með háum hælum eða flatbotna eru leðurstígvél eitthvað sem við notum á hverjum degi yfir vetrartímann og því mikilvægt að vanda valið. 7. Strigaskór: Strigaskótískan hefur tröllriðið öllu undanfarin misseri og er ekkert lát þar á. Um að gera að hafa þægindin í fyrirrúmi og velja sér par sem gengur í vinnuna sem og í afslöppunina um helgar. Hér má sjá nokkra góða hluti í fataskápinn sem hægt er að kaupa hér heima frá Skór.is, Topshop, Dorothy Perkins, Warehouse, F&F og Zöru. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Blac Chyna nakin og ólétt á forsíðu Paper Glamour Íbúð Alexander McQueen sett á sölu Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Melania Trump í ljósbláu í setningarathöfn eiginmannsins Glamour Reese og Nicole snúa aftur á skjáinn Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Óskarinn 2016: Íslensk hönnun á rauða dreglinum Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour
Nú er vel við hæfi að undirbúa fataskápinn fyrir haustið og tískutrendin sem munu tröllríða verslunum landsins á komandi mánuðum. Hér koma nokkur ráð úr nýjasta tölublaði Glamour um hvaða hlutir eru ómissandi til að búa til góðan grunn í skápinn. Allir eiga þeir sameiginlegt að ganga við allt, detta seint úr tísku og hægt að klæða bæði upp og niður eftir hentugleika. 1. Stuttermabolur: Svartur og hvítur stuttermabolur úr góðu efni er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum. 2. Leður: Buxur og jakki úr leðri er eitthvað sem dettur seint úr tísku. 3. Kápa: Yfirhöfn í góðu efni er klassísk flík og getur gert kraftaverk fyrir heildarútlitið. 4. Gallabuxur: Góðar gallabuxur eru gulls ígildi var einhvertíma sagt. Við erum sammála því, enda kemst fátt með tærnar þar sem góðar gallabuxur hafa hælana. 5. Hvít skyrta: Það verða allir að eiga eina góða hvíta skyrtu í fataskápnum sem fer vel við gallabuxurnar sem og fínni flíkur. Hægt að poppa upp með réttum fylgihlutum. 6. Leðurstígvél: Hvort sem þau eru með háum hælum eða flatbotna eru leðurstígvél eitthvað sem við notum á hverjum degi yfir vetrartímann og því mikilvægt að vanda valið. 7. Strigaskór: Strigaskótískan hefur tröllriðið öllu undanfarin misseri og er ekkert lát þar á. Um að gera að hafa þægindin í fyrirrúmi og velja sér par sem gengur í vinnuna sem og í afslöppunina um helgar. Hér má sjá nokkra góða hluti í fataskápinn sem hægt er að kaupa hér heima frá Skór.is, Topshop, Dorothy Perkins, Warehouse, F&F og Zöru. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér eintak!Fylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Blac Chyna nakin og ólétt á forsíðu Paper Glamour Íbúð Alexander McQueen sett á sölu Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Melania Trump í ljósbláu í setningarathöfn eiginmannsins Glamour Reese og Nicole snúa aftur á skjáinn Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Óskarinn 2016: Íslensk hönnun á rauða dreglinum Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour