Körfubolti

Kirilenko ætlar að bjarga rússneskum körfubolta

Kirilenko hefur alltaf verið kallaður AK-47. Hann fékk slíkan riffil að gjöf er hann heimsótti heimabæ sinn á dögunum.
Kirilenko hefur alltaf verið kallaður AK-47. Hann fékk slíkan riffil að gjöf er hann heimsótti heimabæ sinn á dögunum. mynd/twitter
Eftir að hafa eytt áratug í NBA-deildinni er Andrei Kirilenko kominn heim til Rússlands. Þar er honum ætlað að bjarga íþróttinni.

Kirilenko hjálpaði landsliði þjóðarinnar að vinna brons á ÓL 2012 en síðan hefur körfuboltinn í Rússlandi verið í frjálsu falli.

Landsliðið mun hugsanlega ekki komast á ÓL í Ríó og aðsókn áhorfenda hefur minnkað mikið. Rússarnir vilja frekar horfa á fótbolta og íshokkí.

„Fyrir tveim árum var körfubolti þriðja eða fjórða vinsælasta íþróttin í Rússlandi. Nú held ég að karfa sé komin í sjöunda sætið. Ég vil rífa körfuboltann upp aftur og að allir hérna heima horfi á hann," sagði Kirilenko.

Hann er búinn að leggja skóna á hilluna eftir að hafa spilað með CSKA Moskva í fyrra. Hann ætlar nú að reyna að verða forseti körfuboltasambandsins þar sem hann getur hjálpað íþróttinni af alvöru.

Það er þó ekki auðvelt því sambandið er þekkt fyrir mikla spillingu og mennirnir sem þar sitja neita að fara. Kosningar fara fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×