Korpa komin í 250 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2015 10:00 Litla perlan í Reykjavík eins og hún er oft nefnd er búin að gefa 250 laxa í sumar. Þessi litla netta á er alveg sjáfbær og hefur verið nokkuð jöfn veiði í henni undanfarin ár en meðalveiðin síðustu ár frá árínu 1974 eru 296 laxar og það er líklegt að áin verði nálægt því í sumar verði hún sæmilega stunduð það sem eftir lifir tímabilsins. Mesta veiðin var árið 1988 sem var metsumar mjög víða á suður og vesturlandi en þá veiddust 709 laxar í ánni. Aðeins er veitt á tvær stangir og nokkuð algengt er að þeir sem þekkja ánna vel nái þeim kvóta á skömmum tíma. Dæmi um það er frásögn veiðimanns sem átti dag við ánna í júlí en hann náði 4 löxum í 6 rennslum um ánna og staldraði því frekar stutt við þann daginn en hann hefur hingað til aðeins veitt á maðk. Mest lesið Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði
Litla perlan í Reykjavík eins og hún er oft nefnd er búin að gefa 250 laxa í sumar. Þessi litla netta á er alveg sjáfbær og hefur verið nokkuð jöfn veiði í henni undanfarin ár en meðalveiðin síðustu ár frá árínu 1974 eru 296 laxar og það er líklegt að áin verði nálægt því í sumar verði hún sæmilega stunduð það sem eftir lifir tímabilsins. Mesta veiðin var árið 1988 sem var metsumar mjög víða á suður og vesturlandi en þá veiddust 709 laxar í ánni. Aðeins er veitt á tvær stangir og nokkuð algengt er að þeir sem þekkja ánna vel nái þeim kvóta á skömmum tíma. Dæmi um það er frásögn veiðimanns sem átti dag við ánna í júlí en hann náði 4 löxum í 6 rennslum um ánna og staldraði því frekar stutt við þann daginn en hann hefur hingað til aðeins veitt á maðk.
Mest lesið Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði