Glímukappi og rokkstjarna 27. ágúst 2015 11:30 Saga Sigurðardóttir bregður sér í ýmis karlmannleg hlutverk í sýningunni, hér er það rokkarinn sem á sviðið. Vísir/Ernir „Ég samdi Macho Man fyrir dansarann Sögu Sigurðardóttur sem túlkar það hvernig ofurkarlmaðurinn birtist okkur í hreyfingum og af því Saga er frekar kvenleg myndast dálítið óskýr mörk milli þess hvað er kvenlegt og hvað karlmannlegt,“ segir Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur um verk sitt sem verður frumsýnt í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 22.15 og tilheyrir Lókal og Reykjavík Dansfestival. Katrín segir verkið í raun byggt upp á mismunandi myndum. „Við fengum lánaðar hreyfingar frá ýmsum karlmannlegum mönnum á YouTube og öðrum vídeóum og hópuðum saman hreyfingar frá bardagamönnum í eina mynd og rokkstjörnum í aðra, þannig flæðir verkið á milli.“ Katrín er ekki frá því að Saga sé orðin ákveðnari og beinskeyttari eftir að æfingar á verkinu hófust, þó hún sé langt frá því að vera vaxin eins og líkamsræktargaur. „Það er talið að ef konur setja sig í valdeflandi stellingar þá fylgi hugurinn með og sjálfstraustið aukist. Hreyfingarnar hafi sálræn áhrif, enda eru karlmannlegar stellingar oft tengdar við vald og styrk,“ útskýrir hún. Sjálf er Katrín menntaður hagfræðingur og segir andrúmsloftið í kringum það fag oft frekar karllægt, að minnsta kosti ef miðað sé við dansmenninguna því þar séu konur í meirihluta. Var það kannski þessi mismunur sem kveikti hugmyndina að dansverkinu Macho Man? „Ekki beinlínis. Mér fannst bara skemmtileg hugmynd að láta konu haga sér eins og karlmaður. Eftir á fór ég að tengja það reynslunni af því að sitja á fundum sem eina konan og þurfa að finna mér leið til að passa inn í þann heim. Ég held þó að það hafi komið svolítið á óvart að sú reynsla blandaðist þessu verki.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég samdi Macho Man fyrir dansarann Sögu Sigurðardóttur sem túlkar það hvernig ofurkarlmaðurinn birtist okkur í hreyfingum og af því Saga er frekar kvenleg myndast dálítið óskýr mörk milli þess hvað er kvenlegt og hvað karlmannlegt,“ segir Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur um verk sitt sem verður frumsýnt í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 22.15 og tilheyrir Lókal og Reykjavík Dansfestival. Katrín segir verkið í raun byggt upp á mismunandi myndum. „Við fengum lánaðar hreyfingar frá ýmsum karlmannlegum mönnum á YouTube og öðrum vídeóum og hópuðum saman hreyfingar frá bardagamönnum í eina mynd og rokkstjörnum í aðra, þannig flæðir verkið á milli.“ Katrín er ekki frá því að Saga sé orðin ákveðnari og beinskeyttari eftir að æfingar á verkinu hófust, þó hún sé langt frá því að vera vaxin eins og líkamsræktargaur. „Það er talið að ef konur setja sig í valdeflandi stellingar þá fylgi hugurinn með og sjálfstraustið aukist. Hreyfingarnar hafi sálræn áhrif, enda eru karlmannlegar stellingar oft tengdar við vald og styrk,“ útskýrir hún. Sjálf er Katrín menntaður hagfræðingur og segir andrúmsloftið í kringum það fag oft frekar karllægt, að minnsta kosti ef miðað sé við dansmenninguna því þar séu konur í meirihluta. Var það kannski þessi mismunur sem kveikti hugmyndina að dansverkinu Macho Man? „Ekki beinlínis. Mér fannst bara skemmtileg hugmynd að láta konu haga sér eins og karlmaður. Eftir á fór ég að tengja það reynslunni af því að sitja á fundum sem eina konan og þurfa að finna mér leið til að passa inn í þann heim. Ég held þó að það hafi komið svolítið á óvart að sú reynsla blandaðist þessu verki.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira