Glímukappi og rokkstjarna 27. ágúst 2015 11:30 Saga Sigurðardóttir bregður sér í ýmis karlmannleg hlutverk í sýningunni, hér er það rokkarinn sem á sviðið. Vísir/Ernir „Ég samdi Macho Man fyrir dansarann Sögu Sigurðardóttur sem túlkar það hvernig ofurkarlmaðurinn birtist okkur í hreyfingum og af því Saga er frekar kvenleg myndast dálítið óskýr mörk milli þess hvað er kvenlegt og hvað karlmannlegt,“ segir Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur um verk sitt sem verður frumsýnt í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 22.15 og tilheyrir Lókal og Reykjavík Dansfestival. Katrín segir verkið í raun byggt upp á mismunandi myndum. „Við fengum lánaðar hreyfingar frá ýmsum karlmannlegum mönnum á YouTube og öðrum vídeóum og hópuðum saman hreyfingar frá bardagamönnum í eina mynd og rokkstjörnum í aðra, þannig flæðir verkið á milli.“ Katrín er ekki frá því að Saga sé orðin ákveðnari og beinskeyttari eftir að æfingar á verkinu hófust, þó hún sé langt frá því að vera vaxin eins og líkamsræktargaur. „Það er talið að ef konur setja sig í valdeflandi stellingar þá fylgi hugurinn með og sjálfstraustið aukist. Hreyfingarnar hafi sálræn áhrif, enda eru karlmannlegar stellingar oft tengdar við vald og styrk,“ útskýrir hún. Sjálf er Katrín menntaður hagfræðingur og segir andrúmsloftið í kringum það fag oft frekar karllægt, að minnsta kosti ef miðað sé við dansmenninguna því þar séu konur í meirihluta. Var það kannski þessi mismunur sem kveikti hugmyndina að dansverkinu Macho Man? „Ekki beinlínis. Mér fannst bara skemmtileg hugmynd að láta konu haga sér eins og karlmaður. Eftir á fór ég að tengja það reynslunni af því að sitja á fundum sem eina konan og þurfa að finna mér leið til að passa inn í þann heim. Ég held þó að það hafi komið svolítið á óvart að sú reynsla blandaðist þessu verki.“ Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég samdi Macho Man fyrir dansarann Sögu Sigurðardóttur sem túlkar það hvernig ofurkarlmaðurinn birtist okkur í hreyfingum og af því Saga er frekar kvenleg myndast dálítið óskýr mörk milli þess hvað er kvenlegt og hvað karlmannlegt,“ segir Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur um verk sitt sem verður frumsýnt í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 22.15 og tilheyrir Lókal og Reykjavík Dansfestival. Katrín segir verkið í raun byggt upp á mismunandi myndum. „Við fengum lánaðar hreyfingar frá ýmsum karlmannlegum mönnum á YouTube og öðrum vídeóum og hópuðum saman hreyfingar frá bardagamönnum í eina mynd og rokkstjörnum í aðra, þannig flæðir verkið á milli.“ Katrín er ekki frá því að Saga sé orðin ákveðnari og beinskeyttari eftir að æfingar á verkinu hófust, þó hún sé langt frá því að vera vaxin eins og líkamsræktargaur. „Það er talið að ef konur setja sig í valdeflandi stellingar þá fylgi hugurinn með og sjálfstraustið aukist. Hreyfingarnar hafi sálræn áhrif, enda eru karlmannlegar stellingar oft tengdar við vald og styrk,“ útskýrir hún. Sjálf er Katrín menntaður hagfræðingur og segir andrúmsloftið í kringum það fag oft frekar karllægt, að minnsta kosti ef miðað sé við dansmenninguna því þar séu konur í meirihluta. Var það kannski þessi mismunur sem kveikti hugmyndina að dansverkinu Macho Man? „Ekki beinlínis. Mér fannst bara skemmtileg hugmynd að láta konu haga sér eins og karlmaður. Eftir á fór ég að tengja það reynslunni af því að sitja á fundum sem eina konan og þurfa að finna mér leið til að passa inn í þann heim. Ég held þó að það hafi komið svolítið á óvart að sú reynsla blandaðist þessu verki.“
Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira