Tilfinningatengt hungur sunna björg skarphéðinsdóttir skrifar 31. ágúst 2015 11:00 Vísir/Getty Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. Þegar okkur líður vel og við erum í góðu andlegu jafnvægi er tiltölulega einfalt að borða hæfilega stóra skammta, borða hollt og reglulega en fjölmargir glíma við það að borða yfir sig í sífellu, borða óhollan mat og vera sífellt að borða eða narta í mat.Átköst Þessir einstaklingar kljást oftar en ekki við tilfinningar eins og vonleysi, skömm eða samviskubit og þetta ástand kallast lotuofát (e. binge eating) og lýsir sér í átköstum þar sem fólk borðar mikið magn af mat á stuttum tíma. Einstaklingar sem upplifa átköst glíma einnig í mörgum tilfellum við stress, kvíða, þunglyndi eða einmanaleika. Eftirtalin atriði eiga oft við einstaklinga sem upplifa átköst:1 Borða þrátt fyrir að finna ekki fyrir hungurtilfinningu2 Fara reglulega í megrun eða aðhald3 Eiga erfitt með að hætta að borða þrátt fyrir að vera saddir4 Þyngjast og léttast til skiptis og eru sjaldnast í þyngdarjafnvægi5 Kljást í mörgum tilfellum við þunglyndiEftirsjá Átköst geta veitt einstaklingum tímabundna ánægju en ekki löngu seinna upplifa þeir oft mikla vanlíðan og eftirsjá, finnst þeir vonlausir og skammast sín fyrir að borða yfir sig og hafa ekki betri sjálfsstjórn. Því verr sem þessum einstaklingum líður með sjálfa sig því oftar leita þeir í mat til þess að líða betur. Þetta ástand veldur því oft vítahring sem getur haft þyngdaraukningu og mikla vanlíðan í för með sér.Vísbendingar um líffræðilegar ástæður átkasta Ýmsir líffræðilegir þættir geta leitt til átkasta. Rannsóknir hafa sýnt að átköst geta verið afleiðing af röngum skilaboðum sem koma frá undirstúku heilans til líkamans um hungur og seddu. Einnig hafa rannsóknarmenn fundið stökkbreytt gen sem virðist valda aukinni tíðni átkasta hjá einstaklingum sem bera genið. Hemjulaust át virðist einnig vera algengara vandamál hjá þeim sem mælast með lágt magn af taugaboðefninu og gleðihormóninu serótóníni í líkamanum.Raunverulegt hungur eða tilfinningatengt hungur? Tilfinningatengt hungur er ekki það sama og raunverulegt hungur. Ef þú kannast við þessi einkenni er gott fyrir þig að byrja að leita að rót vandans við átköstum því ástæðan liggur hjá okkur sjálfum og andlegri líðan okkar. Viðtalstími hjá sérfræðingi getur hjálpað þér að finna í hverju vandinn liggur og hvernig þú getur myndað heilbrigt samband við mat sem stjórnast ekki af neikvæðum tilfinningum. Höfundur heldur úti síðunni Fjarnæring. Heilsa Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. Þegar okkur líður vel og við erum í góðu andlegu jafnvægi er tiltölulega einfalt að borða hæfilega stóra skammta, borða hollt og reglulega en fjölmargir glíma við það að borða yfir sig í sífellu, borða óhollan mat og vera sífellt að borða eða narta í mat.Átköst Þessir einstaklingar kljást oftar en ekki við tilfinningar eins og vonleysi, skömm eða samviskubit og þetta ástand kallast lotuofát (e. binge eating) og lýsir sér í átköstum þar sem fólk borðar mikið magn af mat á stuttum tíma. Einstaklingar sem upplifa átköst glíma einnig í mörgum tilfellum við stress, kvíða, þunglyndi eða einmanaleika. Eftirtalin atriði eiga oft við einstaklinga sem upplifa átköst:1 Borða þrátt fyrir að finna ekki fyrir hungurtilfinningu2 Fara reglulega í megrun eða aðhald3 Eiga erfitt með að hætta að borða þrátt fyrir að vera saddir4 Þyngjast og léttast til skiptis og eru sjaldnast í þyngdarjafnvægi5 Kljást í mörgum tilfellum við þunglyndiEftirsjá Átköst geta veitt einstaklingum tímabundna ánægju en ekki löngu seinna upplifa þeir oft mikla vanlíðan og eftirsjá, finnst þeir vonlausir og skammast sín fyrir að borða yfir sig og hafa ekki betri sjálfsstjórn. Því verr sem þessum einstaklingum líður með sjálfa sig því oftar leita þeir í mat til þess að líða betur. Þetta ástand veldur því oft vítahring sem getur haft þyngdaraukningu og mikla vanlíðan í för með sér.Vísbendingar um líffræðilegar ástæður átkasta Ýmsir líffræðilegir þættir geta leitt til átkasta. Rannsóknir hafa sýnt að átköst geta verið afleiðing af röngum skilaboðum sem koma frá undirstúku heilans til líkamans um hungur og seddu. Einnig hafa rannsóknarmenn fundið stökkbreytt gen sem virðist valda aukinni tíðni átkasta hjá einstaklingum sem bera genið. Hemjulaust át virðist einnig vera algengara vandamál hjá þeim sem mælast með lágt magn af taugaboðefninu og gleðihormóninu serótóníni í líkamanum.Raunverulegt hungur eða tilfinningatengt hungur? Tilfinningatengt hungur er ekki það sama og raunverulegt hungur. Ef þú kannast við þessi einkenni er gott fyrir þig að byrja að leita að rót vandans við átköstum því ástæðan liggur hjá okkur sjálfum og andlegri líðan okkar. Viðtalstími hjá sérfræðingi getur hjálpað þér að finna í hverju vandinn liggur og hvernig þú getur myndað heilbrigt samband við mat sem stjórnast ekki af neikvæðum tilfinningum. Höfundur heldur úti síðunni Fjarnæring.
Heilsa Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira