Fjórði Billy Elliot bætist í hópinn Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Bjarni ætlar sér stóra hluti í leiklistarheiminum í framtíðinni en hann hefur staðið sig vel í sýningunni Billy Elliot. Vísir/AntonBrink Bjarni Kristbjörnsson mun von bráðar bætast í hóp drengjanna sem leika Billy Elliot á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Hann hefur hingað til verið annar af tveimur leikurum sem leika Michael, sem er besti vinur Billy í sýningunni. Hann hefur verið að æfa fyrir nýja hlutverkið frá því í febrúar samhliða því að leika hlutverk Michaels. Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, segir að ákveðið hafi verið að bæta við fjórða Billy leikaranum þar sem strákarnir stækka fljótt og það gæti þurft að hafa einn tilbúinn sem gæti tekið við keflinu í vetur. Ekki er vitað hvenær fyrsta sýning Bjarna verður sem Billy en það mun gerast bráðlega. Bjarni er aðeins 12 ára gamall en hann fór í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Billy á sínum tímum en þá var hann fingurbrotinn og í gipsi upp á handlegginn. Það var svo ekki fyrr en í nóvember sem hann fékk símhringingu þar sem honum var boðið aukahlutverk sem besti vinur Billy, sem hann þáði með glöðu geði. „Sá sem lék Michael var að stækka og ég var fenginn til þess að létta á álaginu. Eftir að ég kom fram í minni fyrstu sýningu þá var hringt í foreldra mína þar sem framleiðendurnir sögðust vilja fá mig til þess að æfa fyrir hlutverk Billy. Ég var í algjöru sjokki og varð svakalega glaður.“Baldvin Alan Thorarensen, Sölvi Viggósson, Hjörtur Viðar Sigurðarson og Bjarni Kristbjörnsson hafa allir staðið sig frábærlega á stóra sviði Borgarleikhússins í vetur. Vísir/AntonBrinkÆfingar hafa staðið yfir í allt sumar og þurfa strákarnir að fá frí yfir hluta skóladagsins til þess að komast á æfingar. „Kennararnir mínir eru mjög jákvæðir gagnvart þessu og þetta er ekkert mál. Ég hef tíma til að gera heimavinnuna þegar hinn Michael sýnir og ég er á stand-by. Við fengum þriggja vikna frí í sumar en annars erum við búnir að vera á æfingum næstum alla daga.“ Bjarni segir það ekki vera flókið að æfa eitt hlutverk en leika annað hlutverk á sviði. „Ég lít bara á þetta sem dyr. Ég opna Billy-dyrnar og loka Michael-dyrunum þegar ég er á æfingum og svo öfugt þegar ég sýni. Það er góð stemning í hópnum og við erum svo mikið saman að við erum orðnir vel tengdir.“ Söngleikurinn er fyrsta hlutverk Bjarna í atvinnuleikhúsi en hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Sumarbörn og hefur verið á námskeiðum Leikfélagi Mosfellsbæjar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklistarheiminum og ég ætla að halda áfram að mæta í prufur eftir að Billy Elliott-sýningarnar klárast. Ég hef verið að æfa fimleika sem hefur hjálpað mér mjög mikið í hlutverkinu en ég stefni á að komast í landsliðið í fimleikum einhvern daginn.“ Þrátt fyrir að Bjarni hafi áður reynt fyrir sér í leiklistinni þá er hann nýr í dansinum. „Ég æfði hiphop-dans í einhvern tíma en hef aldrei áður dansað steppdans. Hann er samt ekki það erfiður þegar maður er kominn með grunninn.“ Allir fjórir Billy-leikararnir munu koma fram á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn á opnu húsi sem er velkomið öllum. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bjarni Kristbjörnsson mun von bráðar bætast í hóp drengjanna sem leika Billy Elliot á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Hann hefur hingað til verið annar af tveimur leikurum sem leika Michael, sem er besti vinur Billy í sýningunni. Hann hefur verið að æfa fyrir nýja hlutverkið frá því í febrúar samhliða því að leika hlutverk Michaels. Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, segir að ákveðið hafi verið að bæta við fjórða Billy leikaranum þar sem strákarnir stækka fljótt og það gæti þurft að hafa einn tilbúinn sem gæti tekið við keflinu í vetur. Ekki er vitað hvenær fyrsta sýning Bjarna verður sem Billy en það mun gerast bráðlega. Bjarni er aðeins 12 ára gamall en hann fór í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Billy á sínum tímum en þá var hann fingurbrotinn og í gipsi upp á handlegginn. Það var svo ekki fyrr en í nóvember sem hann fékk símhringingu þar sem honum var boðið aukahlutverk sem besti vinur Billy, sem hann þáði með glöðu geði. „Sá sem lék Michael var að stækka og ég var fenginn til þess að létta á álaginu. Eftir að ég kom fram í minni fyrstu sýningu þá var hringt í foreldra mína þar sem framleiðendurnir sögðust vilja fá mig til þess að æfa fyrir hlutverk Billy. Ég var í algjöru sjokki og varð svakalega glaður.“Baldvin Alan Thorarensen, Sölvi Viggósson, Hjörtur Viðar Sigurðarson og Bjarni Kristbjörnsson hafa allir staðið sig frábærlega á stóra sviði Borgarleikhússins í vetur. Vísir/AntonBrinkÆfingar hafa staðið yfir í allt sumar og þurfa strákarnir að fá frí yfir hluta skóladagsins til þess að komast á æfingar. „Kennararnir mínir eru mjög jákvæðir gagnvart þessu og þetta er ekkert mál. Ég hef tíma til að gera heimavinnuna þegar hinn Michael sýnir og ég er á stand-by. Við fengum þriggja vikna frí í sumar en annars erum við búnir að vera á æfingum næstum alla daga.“ Bjarni segir það ekki vera flókið að æfa eitt hlutverk en leika annað hlutverk á sviði. „Ég lít bara á þetta sem dyr. Ég opna Billy-dyrnar og loka Michael-dyrunum þegar ég er á æfingum og svo öfugt þegar ég sýni. Það er góð stemning í hópnum og við erum svo mikið saman að við erum orðnir vel tengdir.“ Söngleikurinn er fyrsta hlutverk Bjarna í atvinnuleikhúsi en hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Sumarbörn og hefur verið á námskeiðum Leikfélagi Mosfellsbæjar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklistarheiminum og ég ætla að halda áfram að mæta í prufur eftir að Billy Elliott-sýningarnar klárast. Ég hef verið að æfa fimleika sem hefur hjálpað mér mjög mikið í hlutverkinu en ég stefni á að komast í landsliðið í fimleikum einhvern daginn.“ Þrátt fyrir að Bjarni hafi áður reynt fyrir sér í leiklistinni þá er hann nýr í dansinum. „Ég æfði hiphop-dans í einhvern tíma en hef aldrei áður dansað steppdans. Hann er samt ekki það erfiður þegar maður er kominn með grunninn.“ Allir fjórir Billy-leikararnir munu koma fram á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn á opnu húsi sem er velkomið öllum.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira