Byggingarkranar syngja og dansa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 10:00 "Kranar eru framlenging á manneskjunni,“ segir Ragnheiður Harpa um verkið Söng krananna sem sýnt verður úti við Gróttu. Vísir/Stefán „Ég er alltaf að vinna með umhverfi mitt og byggingarkranar eru áberandi þar,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sviðslistakona, spurð hvernig hugmyndin að dansverkinu Söng krananna hafi kviknað. Verkið verður sýnt tvívegis úti við Gróttu í dag, klukkan 17 og 21, og tekur 12 mínútur í flutningi. Ragnheiður Harpa hefur unnið að undirbúningi sýningarinnar, ásamt Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfundi, Jóni Erni Bergssyni kranamanni og Elvari Sævarssyni og Guðmundi Vigni Karlssyni hljóðmönnum. Kranarnir tveir sem eru í aðalhlutverkum verða á landfyllingunni við Gróttu, með haf og fjöll sem baktjald. „Þeir skipta um takt og tempó, ýmist saman eða hvor í sínu lagi,“ segir höfundurinn og undirstrikar að ákveðin meining sé á bak við hreyfingar þessara stórvirku tækja í náttúrunni. „Kranar eru framlenging á manneskjunni og geta verið náttúrunni bæði til góðs og ills eftir hlutverki þeirra hverju sinni. Þeir eru líka mælikvarði á fjármagn til framkvæmda í þjóðfélaginu. Ég vona að verkið veki spurningar um hvert við viljum stefna því ábyrgð okkar er mikil gagnvart umhverfinu.“ Ragnheiður Harpa segir söng og dans samofna í gjörninginn. „Þetta verður kranahugleiðsla sem opnar andann fyrir því hvernig við upplifum dansinn sem áframhald. Ég held að krakkar elski þetta verk. Börn eru svo hrifin af stórum hlutum.“ Verkið er hluti af bæjarhátíð Seltjarnarness auk þess að tilheyra Lókal og Reykjavík Dansfestivali. Lausnir lánuðu kranana. Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er alltaf að vinna með umhverfi mitt og byggingarkranar eru áberandi þar,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sviðslistakona, spurð hvernig hugmyndin að dansverkinu Söng krananna hafi kviknað. Verkið verður sýnt tvívegis úti við Gróttu í dag, klukkan 17 og 21, og tekur 12 mínútur í flutningi. Ragnheiður Harpa hefur unnið að undirbúningi sýningarinnar, ásamt Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfundi, Jóni Erni Bergssyni kranamanni og Elvari Sævarssyni og Guðmundi Vigni Karlssyni hljóðmönnum. Kranarnir tveir sem eru í aðalhlutverkum verða á landfyllingunni við Gróttu, með haf og fjöll sem baktjald. „Þeir skipta um takt og tempó, ýmist saman eða hvor í sínu lagi,“ segir höfundurinn og undirstrikar að ákveðin meining sé á bak við hreyfingar þessara stórvirku tækja í náttúrunni. „Kranar eru framlenging á manneskjunni og geta verið náttúrunni bæði til góðs og ills eftir hlutverki þeirra hverju sinni. Þeir eru líka mælikvarði á fjármagn til framkvæmda í þjóðfélaginu. Ég vona að verkið veki spurningar um hvert við viljum stefna því ábyrgð okkar er mikil gagnvart umhverfinu.“ Ragnheiður Harpa segir söng og dans samofna í gjörninginn. „Þetta verður kranahugleiðsla sem opnar andann fyrir því hvernig við upplifum dansinn sem áframhald. Ég held að krakkar elski þetta verk. Börn eru svo hrifin af stórum hlutum.“ Verkið er hluti af bæjarhátíð Seltjarnarness auk þess að tilheyra Lókal og Reykjavík Dansfestivali. Lausnir lánuðu kranana.
Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira