Byggingarkranar syngja og dansa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 10:00 "Kranar eru framlenging á manneskjunni,“ segir Ragnheiður Harpa um verkið Söng krananna sem sýnt verður úti við Gróttu. Vísir/Stefán „Ég er alltaf að vinna með umhverfi mitt og byggingarkranar eru áberandi þar,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sviðslistakona, spurð hvernig hugmyndin að dansverkinu Söng krananna hafi kviknað. Verkið verður sýnt tvívegis úti við Gróttu í dag, klukkan 17 og 21, og tekur 12 mínútur í flutningi. Ragnheiður Harpa hefur unnið að undirbúningi sýningarinnar, ásamt Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfundi, Jóni Erni Bergssyni kranamanni og Elvari Sævarssyni og Guðmundi Vigni Karlssyni hljóðmönnum. Kranarnir tveir sem eru í aðalhlutverkum verða á landfyllingunni við Gróttu, með haf og fjöll sem baktjald. „Þeir skipta um takt og tempó, ýmist saman eða hvor í sínu lagi,“ segir höfundurinn og undirstrikar að ákveðin meining sé á bak við hreyfingar þessara stórvirku tækja í náttúrunni. „Kranar eru framlenging á manneskjunni og geta verið náttúrunni bæði til góðs og ills eftir hlutverki þeirra hverju sinni. Þeir eru líka mælikvarði á fjármagn til framkvæmda í þjóðfélaginu. Ég vona að verkið veki spurningar um hvert við viljum stefna því ábyrgð okkar er mikil gagnvart umhverfinu.“ Ragnheiður Harpa segir söng og dans samofna í gjörninginn. „Þetta verður kranahugleiðsla sem opnar andann fyrir því hvernig við upplifum dansinn sem áframhald. Ég held að krakkar elski þetta verk. Börn eru svo hrifin af stórum hlutum.“ Verkið er hluti af bæjarhátíð Seltjarnarness auk þess að tilheyra Lókal og Reykjavík Dansfestivali. Lausnir lánuðu kranana. Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er alltaf að vinna með umhverfi mitt og byggingarkranar eru áberandi þar,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sviðslistakona, spurð hvernig hugmyndin að dansverkinu Söng krananna hafi kviknað. Verkið verður sýnt tvívegis úti við Gróttu í dag, klukkan 17 og 21, og tekur 12 mínútur í flutningi. Ragnheiður Harpa hefur unnið að undirbúningi sýningarinnar, ásamt Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfundi, Jóni Erni Bergssyni kranamanni og Elvari Sævarssyni og Guðmundi Vigni Karlssyni hljóðmönnum. Kranarnir tveir sem eru í aðalhlutverkum verða á landfyllingunni við Gróttu, með haf og fjöll sem baktjald. „Þeir skipta um takt og tempó, ýmist saman eða hvor í sínu lagi,“ segir höfundurinn og undirstrikar að ákveðin meining sé á bak við hreyfingar þessara stórvirku tækja í náttúrunni. „Kranar eru framlenging á manneskjunni og geta verið náttúrunni bæði til góðs og ills eftir hlutverki þeirra hverju sinni. Þeir eru líka mælikvarði á fjármagn til framkvæmda í þjóðfélaginu. Ég vona að verkið veki spurningar um hvert við viljum stefna því ábyrgð okkar er mikil gagnvart umhverfinu.“ Ragnheiður Harpa segir söng og dans samofna í gjörninginn. „Þetta verður kranahugleiðsla sem opnar andann fyrir því hvernig við upplifum dansinn sem áframhald. Ég held að krakkar elski þetta verk. Börn eru svo hrifin af stórum hlutum.“ Verkið er hluti af bæjarhátíð Seltjarnarness auk þess að tilheyra Lókal og Reykjavík Dansfestivali. Lausnir lánuðu kranana.
Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira