Æskubrunnurinn kollagen 1. september 2015 13:30 Þorbjörg Hafsteinsdóttir mælir eindregið með kollageni frá Feel Iceland til að bæta útlit og líðan. KYNNING: Fyrirtækið Ankra var stofnað árið 2013 í kringum alveg nýja hugsun þegar kemur að heilbrigði húðar. Ankra notar einstök virk efni úr hafinu í kringum Ísland, ekki einungis í hágæða húðvörum heldur einnig til inntöku, sem saman vinna bæði að innan sem utan að bættu útliti og líðan. Markmið Ankra er að styðja sjálfbæra þróun og leggja sitt af mörkum til að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða og skapa atvinnu á Íslandi. Aðeins er notað fyrsta flokks hráefni í vörur Ankra en þær eru þróaðar úr lífríki Atlantshafsins og eru án skaðlegra aukaefna en troðfullar af kollageni sem er eitt mikilvægasta byggingarefni mannslíkamans. „Kollagen er hluti af því sem byggir upp brjósk í líkamanum, til dæmis í hnjám,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, sem tekur að sér einkatíma. „Margir kannast við verki í hnjám og mjöðmum og víðar í líkamanum þar sem brjósk og liðir eru. Þessir verkir geta stafað af því að það vanti byggingarefni í brjóskið, öðru nafni kollagen. Þessar flottu stelpur hjá Ankra eru búnar að hanna mjög mikilvæga línu úr roðinu af íslenskum fiski sem er fullt af kollageni.“Amino Marine kollagenduftNý og betri hné Þorbjörg kynntist vörunum fyrst fyrir einu og hálfu ári, um það leyti sem þær komu á markað. „Ég hef mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur hreysti og heilsu og getur gert okkur ljómandi og yngt okkur upp. Þar af leiðandi er ég mikil áhugamanneskja um það sem getur byggt upp okkar eigin kollagenframleiðslu í líkamanum. Þegar nóg er af kollageni í húðinni fær húðin þessa náttúrulegu fyllingu og ljóma. Með aldrinum minnkar kollagenið í húðinni og hún verður slappari og virkar kannski eldri en hún annars myndi gera.“ Þorbjörg hefur tekið Amino Marine kollagenið síðan og hefur af því mjög góða reynslu. „Ég hef til dæmis átt í smá vandræðum með hnén á mér. Ég hreyfi mig mjög mikið og hef gert í mörg ár, það er í mínum lífsstíl að ganga, hlaupa, synda og lyfta. Ég var mikill hlaupari hér áður fyrr og eyðilagði eiginlega hnén á mér á því. Ég fór í aðgerð fyrir fjórum árum sem tókst ekkert rosalega vel svo ég gat ekkert treyst á hnéð og hlaupið úti í náttúrunni sem er eitt af því sem mér finnst best í heiminum.“ Þorbjörg fann mikinn mun á sér skömmu eftir að hún byrjaði að taka Amino Marine. „Eftir þrjá mánuði fór ég að finna fyrir mjög miklum breytingum. Áður vissi ég aldrei hvenær hnéð myndi gefa sig og mig færi að verkja. En núna get ég hlaupið. Ég hleyp hæglega mína tíu kílómetra á víðavangi og finn ekkert til. Ég er nýbúin í átta daga göngu um Strandir, gekk Fimmvörðuháls um daginn og ég er sannfærð um að það er að einhverju leyti kollageninu að þakka. Ég er búin að endurheimta mikilvægan hluta af mínum lífsgæðum.“Age Rewind Skin TherapyKollagen kemur fólki á fjöllÞorbjörg bendir á að með aldrinum fer ýmislegt að gefa sig í líkamanum og þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um mataræði og bætiefni. „Þegar maður er kominn á minn aldur fer ýmislegt að gefa sig í líkamanum og ég sé það á jafnöldrum í kringum mig. Sjálf er ég mjög ánægð með það sem ég fæ áorkað miðað við aldur. Í minni daglegu rútínu borða ég vel af alvöru mat og ekki neitt sem getur skapað bólgur sem setjast í liðina. Kollagenið er orðið hluti af minni fyrirbyggingu og ég ætla að ganga á fjöll þangað til ég verð níræð ef guð lofar, með kollagenið í vasanum.“Be Kind Age Rewind SerumKollagen viðheldur raka í húðinni Þorbjörg viðurkennir líka fúslega að útlitið skipti hana máli. „Ég vil líta vel út og skammast mín ekkert fyrir það. Ég nota bæði hylkin Age Rewind Skin Therapy og Be Kind Age Rewind-serumið til að byggja upp kollagenið í húðinni. Í hylkjunum er líka hyaluron-sýra sem er líka styðjandi fyrir liðamótin, smyr þau og viðheldur rakanum og bindur vökvann sem gefur þessa náttúrulegu fyllingu í húðinni. Það er alls konar bónus sem fylgir hyaluron-sýrunni og svo má ekki gleyma að allt sem er gott fyrir liðamót er líka gott fyrir húð. Serumið er kannski ekki gott fyrir liðamótin en það nær vel inn undir húðina og gefur henni raka. Eitt af því sem ég legg áherslu á í mínum fræðum er að nota raka, að vörurnar fari inn í húðina og hjálpi henni að endurnýja sig og Be Kind Age Rewind-serumið er svo sannarlega góður bandamaður í þeirri baráttu,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir að lokum. Þorbjörg býður bæði upp á námskeið og einkatíma i næringar- og lífsstílsráðgjöf en hægt er að fá nánari upplýsingar í gegnum netfangið thorbjorg@rthorbjorg.dk.Ljúffengur drykkur Uppskrift frá Þorbjörgu að góðum drykk þar sem kollagenduftið kemur við sögu 1-2 dl sykurlaus möndlu- eða kókosmjólk 1 dl granateplasafi 1 mæliskeið Feel Iceland Collagen duft ½ tsk. kanelduft 1/6 tsk. vanilluduft ¼ banani 150-200 g frosin jarðarber eða íslensk ber. Allt er sett í blandarann og keyrt í 1-2 mín.Kollagenvörurnar frá Ankra fást í helstu apótekum og heilsuvöruverslunum nema andlits-serumið sem fæst í Systraseli, Madison Ilmhúsi og Gló. Nánari upplýsingar á ankra.is Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
KYNNING: Fyrirtækið Ankra var stofnað árið 2013 í kringum alveg nýja hugsun þegar kemur að heilbrigði húðar. Ankra notar einstök virk efni úr hafinu í kringum Ísland, ekki einungis í hágæða húðvörum heldur einnig til inntöku, sem saman vinna bæði að innan sem utan að bættu útliti og líðan. Markmið Ankra er að styðja sjálfbæra þróun og leggja sitt af mörkum til að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða og skapa atvinnu á Íslandi. Aðeins er notað fyrsta flokks hráefni í vörur Ankra en þær eru þróaðar úr lífríki Atlantshafsins og eru án skaðlegra aukaefna en troðfullar af kollageni sem er eitt mikilvægasta byggingarefni mannslíkamans. „Kollagen er hluti af því sem byggir upp brjósk í líkamanum, til dæmis í hnjám,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, sem tekur að sér einkatíma. „Margir kannast við verki í hnjám og mjöðmum og víðar í líkamanum þar sem brjósk og liðir eru. Þessir verkir geta stafað af því að það vanti byggingarefni í brjóskið, öðru nafni kollagen. Þessar flottu stelpur hjá Ankra eru búnar að hanna mjög mikilvæga línu úr roðinu af íslenskum fiski sem er fullt af kollageni.“Amino Marine kollagenduftNý og betri hné Þorbjörg kynntist vörunum fyrst fyrir einu og hálfu ári, um það leyti sem þær komu á markað. „Ég hef mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur hreysti og heilsu og getur gert okkur ljómandi og yngt okkur upp. Þar af leiðandi er ég mikil áhugamanneskja um það sem getur byggt upp okkar eigin kollagenframleiðslu í líkamanum. Þegar nóg er af kollageni í húðinni fær húðin þessa náttúrulegu fyllingu og ljóma. Með aldrinum minnkar kollagenið í húðinni og hún verður slappari og virkar kannski eldri en hún annars myndi gera.“ Þorbjörg hefur tekið Amino Marine kollagenið síðan og hefur af því mjög góða reynslu. „Ég hef til dæmis átt í smá vandræðum með hnén á mér. Ég hreyfi mig mjög mikið og hef gert í mörg ár, það er í mínum lífsstíl að ganga, hlaupa, synda og lyfta. Ég var mikill hlaupari hér áður fyrr og eyðilagði eiginlega hnén á mér á því. Ég fór í aðgerð fyrir fjórum árum sem tókst ekkert rosalega vel svo ég gat ekkert treyst á hnéð og hlaupið úti í náttúrunni sem er eitt af því sem mér finnst best í heiminum.“ Þorbjörg fann mikinn mun á sér skömmu eftir að hún byrjaði að taka Amino Marine. „Eftir þrjá mánuði fór ég að finna fyrir mjög miklum breytingum. Áður vissi ég aldrei hvenær hnéð myndi gefa sig og mig færi að verkja. En núna get ég hlaupið. Ég hleyp hæglega mína tíu kílómetra á víðavangi og finn ekkert til. Ég er nýbúin í átta daga göngu um Strandir, gekk Fimmvörðuháls um daginn og ég er sannfærð um að það er að einhverju leyti kollageninu að þakka. Ég er búin að endurheimta mikilvægan hluta af mínum lífsgæðum.“Age Rewind Skin TherapyKollagen kemur fólki á fjöllÞorbjörg bendir á að með aldrinum fer ýmislegt að gefa sig í líkamanum og þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um mataræði og bætiefni. „Þegar maður er kominn á minn aldur fer ýmislegt að gefa sig í líkamanum og ég sé það á jafnöldrum í kringum mig. Sjálf er ég mjög ánægð með það sem ég fæ áorkað miðað við aldur. Í minni daglegu rútínu borða ég vel af alvöru mat og ekki neitt sem getur skapað bólgur sem setjast í liðina. Kollagenið er orðið hluti af minni fyrirbyggingu og ég ætla að ganga á fjöll þangað til ég verð níræð ef guð lofar, með kollagenið í vasanum.“Be Kind Age Rewind SerumKollagen viðheldur raka í húðinni Þorbjörg viðurkennir líka fúslega að útlitið skipti hana máli. „Ég vil líta vel út og skammast mín ekkert fyrir það. Ég nota bæði hylkin Age Rewind Skin Therapy og Be Kind Age Rewind-serumið til að byggja upp kollagenið í húðinni. Í hylkjunum er líka hyaluron-sýra sem er líka styðjandi fyrir liðamótin, smyr þau og viðheldur rakanum og bindur vökvann sem gefur þessa náttúrulegu fyllingu í húðinni. Það er alls konar bónus sem fylgir hyaluron-sýrunni og svo má ekki gleyma að allt sem er gott fyrir liðamót er líka gott fyrir húð. Serumið er kannski ekki gott fyrir liðamótin en það nær vel inn undir húðina og gefur henni raka. Eitt af því sem ég legg áherslu á í mínum fræðum er að nota raka, að vörurnar fari inn í húðina og hjálpi henni að endurnýja sig og Be Kind Age Rewind-serumið er svo sannarlega góður bandamaður í þeirri baráttu,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir að lokum. Þorbjörg býður bæði upp á námskeið og einkatíma i næringar- og lífsstílsráðgjöf en hægt er að fá nánari upplýsingar í gegnum netfangið thorbjorg@rthorbjorg.dk.Ljúffengur drykkur Uppskrift frá Þorbjörgu að góðum drykk þar sem kollagenduftið kemur við sögu 1-2 dl sykurlaus möndlu- eða kókosmjólk 1 dl granateplasafi 1 mæliskeið Feel Iceland Collagen duft ½ tsk. kanelduft 1/6 tsk. vanilluduft ¼ banani 150-200 g frosin jarðarber eða íslensk ber. Allt er sett í blandarann og keyrt í 1-2 mín.Kollagenvörurnar frá Ankra fást í helstu apótekum og heilsuvöruverslunum nema andlits-serumið sem fæst í Systraseli, Madison Ilmhúsi og Gló. Nánari upplýsingar á ankra.is
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira