Gærdagurinn gaf 173 laxa í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2015 12:41 Gærdagurinn skilaði 173 löxum á land í Ytri Rangá Mynd: Ytri Rangá FB Ytri Rangá hefur verið í feykna góðum gír síðustu daga og það er óhætt að tala um að mokveiði sé í ánni. Sem dæmi um þessa ótrúlegu veiði skilaði gærdagurinn einn samtals 173 löxum á land og mikið slapp af hjá sumum mönnum eins og gengur og gerist. Gífurlega kraftmiklar göngur eru í ánna sem sést best á því að svo til allir staðir neðan við Ægissíðufoss eru hreinlega pakkaðir af laxi. Allir helstu veiðistaðir eru inni en sumir þó eins og endranær gjöfulli en aðrir. Það virðist sem toppnum á göngunum sé ekki enn náð og miðað við það og þann gang mála í ánni síðustu daga á veiðin líklega eftir að tvöfaldast áður en veiðitímanum líkur í október. Ennþá er eingöngu veitt á flugu en annað agn fer aftur í ánna um miðjan september. Heildarveiðin í gærkvöldi stóð í 3026 löxum svo það er ekkert óhugsandi að hún gæti jafnvel náð 7000 löxum. Samkvæmt leigutakanum eru lausar stangir á stangli og það hljóta að vera með eftirsóttustu veiðileyfunum í dag miðað við hvað veiðin í ánni er góð. Mest lesið Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði
Ytri Rangá hefur verið í feykna góðum gír síðustu daga og það er óhætt að tala um að mokveiði sé í ánni. Sem dæmi um þessa ótrúlegu veiði skilaði gærdagurinn einn samtals 173 löxum á land og mikið slapp af hjá sumum mönnum eins og gengur og gerist. Gífurlega kraftmiklar göngur eru í ánna sem sést best á því að svo til allir staðir neðan við Ægissíðufoss eru hreinlega pakkaðir af laxi. Allir helstu veiðistaðir eru inni en sumir þó eins og endranær gjöfulli en aðrir. Það virðist sem toppnum á göngunum sé ekki enn náð og miðað við það og þann gang mála í ánni síðustu daga á veiðin líklega eftir að tvöfaldast áður en veiðitímanum líkur í október. Ennþá er eingöngu veitt á flugu en annað agn fer aftur í ánna um miðjan september. Heildarveiðin í gærkvöldi stóð í 3026 löxum svo það er ekkert óhugsandi að hún gæti jafnvel náð 7000 löxum. Samkvæmt leigutakanum eru lausar stangir á stangli og það hljóta að vera með eftirsóttustu veiðileyfunum í dag miðað við hvað veiðin í ánni er góð.
Mest lesið Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði