Góð veiði við Ölfusárós Karl Lúðvíksson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Ölfusárós er veiðisvæði sem ekki margir stunda en mikið af fiski gengur þó um svæðið og veiðivon er góð. Þarna fer í gegn t.d. allur fiskur sem fer upp í Stóru Laxá, Sogið, Brúará (sjóbleikjan), Hvítá og Tungufljót í Biskupstungum. Þarna má að öllu jöfnu gera ráð fyrir því að lax, sjóbleikja, sjóbirtingur og stundum þorskur taki agnið. Síðustu daga hefur verið fín veiði á svæðinu og að sýnu mest af sjóbirting og oft nokkuð vænum. Mest hefur veri ðað veiðast á maðk en spúnn og fluga, þá sérstaklega stórar túpur, hefur líka verið að gefa vel. Það hefur verið dræmt á vesturbakkanum síðustu ár þegar straumurinn var meiri við austurlandið en þetta virðist aðeins vera að breytast og er greinilegur munur á straumnum núna miðað við í fyrra. Þetta gerir það að verkum að fiskurinn gengur svo til jafnt á báða bakkana og miðað við fréttir af svæðinu er veiðin góð báðum megin. Algengar veiðitölur eru 5-10 fiskar á dag en mest af því 3-5 punda sjóbirtingur. Leyfin eru ódýr og veiðivon góð, það þarf líklega ekkert að biðja um meira en það í dag. Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði
Ölfusárós er veiðisvæði sem ekki margir stunda en mikið af fiski gengur þó um svæðið og veiðivon er góð. Þarna fer í gegn t.d. allur fiskur sem fer upp í Stóru Laxá, Sogið, Brúará (sjóbleikjan), Hvítá og Tungufljót í Biskupstungum. Þarna má að öllu jöfnu gera ráð fyrir því að lax, sjóbleikja, sjóbirtingur og stundum þorskur taki agnið. Síðustu daga hefur verið fín veiði á svæðinu og að sýnu mest af sjóbirting og oft nokkuð vænum. Mest hefur veri ðað veiðast á maðk en spúnn og fluga, þá sérstaklega stórar túpur, hefur líka verið að gefa vel. Það hefur verið dræmt á vesturbakkanum síðustu ár þegar straumurinn var meiri við austurlandið en þetta virðist aðeins vera að breytast og er greinilegur munur á straumnum núna miðað við í fyrra. Þetta gerir það að verkum að fiskurinn gengur svo til jafnt á báða bakkana og miðað við fréttir af svæðinu er veiðin góð báðum megin. Algengar veiðitölur eru 5-10 fiskar á dag en mest af því 3-5 punda sjóbirtingur. Leyfin eru ódýr og veiðivon góð, það þarf líklega ekkert að biðja um meira en það í dag.
Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði