The Vintage Caravan í tónleikaferð með Europe Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. ágúst 2015 08:00 Hljómsveitin Vintage Caravan fer í sína fyrstu tónleikaferð erlendis sem aðalnúmerið. mynd/nicholas þór peter helgason Hljómsveitin The Vintage Caravan er á leið í tónleikaferð með sænsku rokkhljómsveitinni Europe, sem er líklega þekktust fyrir að hafa sent frá sér ofursmellinn The Final Countdown árið 1986. „Þeir höfðu samband við bókunarskrifstofuna okkar og bókarinn okkar lagði fram að við ættum að taka þennan túr með þeim. Það er erfitt að hafa ekki heyrt eitthvað af lögunum þeirra og ég veit að þetta verður rosalega gaman,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, fullur tilhlökkunar. Hljómsveitirnar verða saman á tónleikaferð í tæpar þrjár vikur og ferðast um Skandinavíu, Eistland, Lettland, Litháen og víðar. Europe birti á Facebook síðu sinni færslu þar sem sveitin fer fögrum orðum um íslensku rokkarana og líkir þeim meðal annars við merkar hljómsveitir á borð við Black Sabbath og Rush. Íslensku rokkararnir í The Vintage Caravan gera út frá Sønderborg í Danmörku en sveitin flutti þangað á síðasta ári. „Við vorum allt seinasta ár hérna úti en komum heim til að taka upp nýju plötuna og vorum heima í 4-5 mánuði. Lífið er er rosa næs hérna úti og gerir okkur kleift að spila meira í Evrópu,“ segir Óskar Logi, en sveitin spilaði jafnframt á um hundrað tónleikum erlendis í fyrra. Þann 19. september hefst svo fyrsta tónleikaferð sveitarinnar á erlendri grundu þar sem hún er aðalnúmerið. „Við erum að fara að taka fyrsta headline-túrinn okkar í Bretlandi í september. Við verðum í rúma viku þar og svo erum við að spila nokkuð þétt út árið.“ Sveitin kom fram á Sonic Blast-tónlistarhátíðinni á afmælisdegi Óskars Loga fyrir skömmu og sungu áhorfendur afmælissönginn fyrir hann. „Þetta var skemmtilegt, það voru um tvö þúsund manns sem sungu fyrir mig,“ bætir Óskar Logi við. The Vintage Caravan hefur í hyggju að kom koma aftur til Íslands í október og halda útgáfutónleika en sveitin gaf út plötuna Arrival fyrr á þessu ári sem hefur fengið prýðis gagnrýni. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin The Vintage Caravan er á leið í tónleikaferð með sænsku rokkhljómsveitinni Europe, sem er líklega þekktust fyrir að hafa sent frá sér ofursmellinn The Final Countdown árið 1986. „Þeir höfðu samband við bókunarskrifstofuna okkar og bókarinn okkar lagði fram að við ættum að taka þennan túr með þeim. Það er erfitt að hafa ekki heyrt eitthvað af lögunum þeirra og ég veit að þetta verður rosalega gaman,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, fullur tilhlökkunar. Hljómsveitirnar verða saman á tónleikaferð í tæpar þrjár vikur og ferðast um Skandinavíu, Eistland, Lettland, Litháen og víðar. Europe birti á Facebook síðu sinni færslu þar sem sveitin fer fögrum orðum um íslensku rokkarana og líkir þeim meðal annars við merkar hljómsveitir á borð við Black Sabbath og Rush. Íslensku rokkararnir í The Vintage Caravan gera út frá Sønderborg í Danmörku en sveitin flutti þangað á síðasta ári. „Við vorum allt seinasta ár hérna úti en komum heim til að taka upp nýju plötuna og vorum heima í 4-5 mánuði. Lífið er er rosa næs hérna úti og gerir okkur kleift að spila meira í Evrópu,“ segir Óskar Logi, en sveitin spilaði jafnframt á um hundrað tónleikum erlendis í fyrra. Þann 19. september hefst svo fyrsta tónleikaferð sveitarinnar á erlendri grundu þar sem hún er aðalnúmerið. „Við erum að fara að taka fyrsta headline-túrinn okkar í Bretlandi í september. Við verðum í rúma viku þar og svo erum við að spila nokkuð þétt út árið.“ Sveitin kom fram á Sonic Blast-tónlistarhátíðinni á afmælisdegi Óskars Loga fyrir skömmu og sungu áhorfendur afmælissönginn fyrir hann. „Þetta var skemmtilegt, það voru um tvö þúsund manns sem sungu fyrir mig,“ bætir Óskar Logi við. The Vintage Caravan hefur í hyggju að kom koma aftur til Íslands í október og halda útgáfutónleika en sveitin gaf út plötuna Arrival fyrr á þessu ári sem hefur fengið prýðis gagnrýni.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira