Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Flestir flóttamannanna koma frá Sýrlandi og fara yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu eða Grikklands. Fréttablaðið/EPA Það gengur ekki til lengdar að Þýskaland og Svíþjóð taki við miklu fleiri flóttamönnum en önnur Evrópuríki. Flóttafólkinu verður að deila niður á löndin með sanngjarnari hætti. Þetta segir Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Flestir þeirra sem koma yfir Miðjarðarhafið á bátum eru að flýja átök og ofsóknir. Öllum ríkjum Evrópu ber siðferðileg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið, og ótvíræð lagaleg skylda til þess að vernda það,“ er haft eftir Guterres í Die Welt. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, skýrði frá því í gær að 650 þúsund flóttamenn leituðu hælis þar í landi á þessu ári. Hann segir vel mögulegt að fjöldinn fari upp í 750 þúsund. Þetta er mun hærri tala en til þessa hefur verið talað um, því þar til í gær var reiknað með að um 450 þúsund flóttamenn kæmu til Þýskalands þetta árið. Það sem af er þessu ári hafa meira en 240 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf til Grikklands og Ítalíu. Margir þeirra reyna svo að komast áfram til annarra aðildarríkja ESB, flestir til Þýskalands og Svíþjóðar. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í viðtali nú um helgina að flóttamannamálið væri stærsta verkefni sem Evrópusambandið stæði frammi fyrir um þessar mundir og í raun væri það miklu stærra mál en skuldavandi Grikkja eða staða evrunnar. Af viðbrögðum Evrópusambandsins myndi ráðast hvort aðildarríkin væru í raun fær um að standa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Þar vísar hún til þess að í raun hafi sú meginregla, að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem þeir koma fyrst til, verið tekin úr sambandi þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maiziere í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. DyflinnarbókuninFlóttamannamálið gæti orðið næsta stóra verkefnið í Evrópu þar sem við sýnum hvort við erum í raun og veru fær um að starfa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Dyflinnarsamkomulagið er sérstök bókun við Schengen-landamærasamkomulagið, sem snýst um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því aðildarríki ESB sem þeir koma fyrst til. Merkel vísar í ummælum sínum til þess að þessi meginregla Dyflinnarsamkomulagsins hafi í raun verið tekin úr sambandi, að hluta til í það minnsta, fyrr á þessu ári þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maizière í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. Flóttamenn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Það gengur ekki til lengdar að Þýskaland og Svíþjóð taki við miklu fleiri flóttamönnum en önnur Evrópuríki. Flóttafólkinu verður að deila niður á löndin með sanngjarnari hætti. Þetta segir Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Flestir þeirra sem koma yfir Miðjarðarhafið á bátum eru að flýja átök og ofsóknir. Öllum ríkjum Evrópu ber siðferðileg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið, og ótvíræð lagaleg skylda til þess að vernda það,“ er haft eftir Guterres í Die Welt. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, skýrði frá því í gær að 650 þúsund flóttamenn leituðu hælis þar í landi á þessu ári. Hann segir vel mögulegt að fjöldinn fari upp í 750 þúsund. Þetta er mun hærri tala en til þessa hefur verið talað um, því þar til í gær var reiknað með að um 450 þúsund flóttamenn kæmu til Þýskalands þetta árið. Það sem af er þessu ári hafa meira en 240 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf til Grikklands og Ítalíu. Margir þeirra reyna svo að komast áfram til annarra aðildarríkja ESB, flestir til Þýskalands og Svíþjóðar. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í viðtali nú um helgina að flóttamannamálið væri stærsta verkefni sem Evrópusambandið stæði frammi fyrir um þessar mundir og í raun væri það miklu stærra mál en skuldavandi Grikkja eða staða evrunnar. Af viðbrögðum Evrópusambandsins myndi ráðast hvort aðildarríkin væru í raun fær um að standa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Þar vísar hún til þess að í raun hafi sú meginregla, að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem þeir koma fyrst til, verið tekin úr sambandi þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maiziere í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. DyflinnarbókuninFlóttamannamálið gæti orðið næsta stóra verkefnið í Evrópu þar sem við sýnum hvort við erum í raun og veru fær um að starfa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Dyflinnarsamkomulagið er sérstök bókun við Schengen-landamærasamkomulagið, sem snýst um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því aðildarríki ESB sem þeir koma fyrst til. Merkel vísar í ummælum sínum til þess að þessi meginregla Dyflinnarsamkomulagsins hafi í raun verið tekin úr sambandi, að hluta til í það minnsta, fyrr á þessu ári þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maizière í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF.
Flóttamenn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“