Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Flestir flóttamannanna koma frá Sýrlandi og fara yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu eða Grikklands. Fréttablaðið/EPA Það gengur ekki til lengdar að Þýskaland og Svíþjóð taki við miklu fleiri flóttamönnum en önnur Evrópuríki. Flóttafólkinu verður að deila niður á löndin með sanngjarnari hætti. Þetta segir Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Flestir þeirra sem koma yfir Miðjarðarhafið á bátum eru að flýja átök og ofsóknir. Öllum ríkjum Evrópu ber siðferðileg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið, og ótvíræð lagaleg skylda til þess að vernda það,“ er haft eftir Guterres í Die Welt. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, skýrði frá því í gær að 650 þúsund flóttamenn leituðu hælis þar í landi á þessu ári. Hann segir vel mögulegt að fjöldinn fari upp í 750 þúsund. Þetta er mun hærri tala en til þessa hefur verið talað um, því þar til í gær var reiknað með að um 450 þúsund flóttamenn kæmu til Þýskalands þetta árið. Það sem af er þessu ári hafa meira en 240 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf til Grikklands og Ítalíu. Margir þeirra reyna svo að komast áfram til annarra aðildarríkja ESB, flestir til Þýskalands og Svíþjóðar. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í viðtali nú um helgina að flóttamannamálið væri stærsta verkefni sem Evrópusambandið stæði frammi fyrir um þessar mundir og í raun væri það miklu stærra mál en skuldavandi Grikkja eða staða evrunnar. Af viðbrögðum Evrópusambandsins myndi ráðast hvort aðildarríkin væru í raun fær um að standa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Þar vísar hún til þess að í raun hafi sú meginregla, að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem þeir koma fyrst til, verið tekin úr sambandi þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maiziere í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. DyflinnarbókuninFlóttamannamálið gæti orðið næsta stóra verkefnið í Evrópu þar sem við sýnum hvort við erum í raun og veru fær um að starfa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Dyflinnarsamkomulagið er sérstök bókun við Schengen-landamærasamkomulagið, sem snýst um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því aðildarríki ESB sem þeir koma fyrst til. Merkel vísar í ummælum sínum til þess að þessi meginregla Dyflinnarsamkomulagsins hafi í raun verið tekin úr sambandi, að hluta til í það minnsta, fyrr á þessu ári þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maizière í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. Flóttamenn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Það gengur ekki til lengdar að Þýskaland og Svíþjóð taki við miklu fleiri flóttamönnum en önnur Evrópuríki. Flóttafólkinu verður að deila niður á löndin með sanngjarnari hætti. Þetta segir Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. „Flestir þeirra sem koma yfir Miðjarðarhafið á bátum eru að flýja átök og ofsóknir. Öllum ríkjum Evrópu ber siðferðileg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið, og ótvíræð lagaleg skylda til þess að vernda það,“ er haft eftir Guterres í Die Welt. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, skýrði frá því í gær að 650 þúsund flóttamenn leituðu hælis þar í landi á þessu ári. Hann segir vel mögulegt að fjöldinn fari upp í 750 þúsund. Þetta er mun hærri tala en til þessa hefur verið talað um, því þar til í gær var reiknað með að um 450 þúsund flóttamenn kæmu til Þýskalands þetta árið. Það sem af er þessu ári hafa meira en 240 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf til Grikklands og Ítalíu. Margir þeirra reyna svo að komast áfram til annarra aðildarríkja ESB, flestir til Þýskalands og Svíþjóðar. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í viðtali nú um helgina að flóttamannamálið væri stærsta verkefni sem Evrópusambandið stæði frammi fyrir um þessar mundir og í raun væri það miklu stærra mál en skuldavandi Grikkja eða staða evrunnar. Af viðbrögðum Evrópusambandsins myndi ráðast hvort aðildarríkin væru í raun fær um að standa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Þar vísar hún til þess að í raun hafi sú meginregla, að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem þeir koma fyrst til, verið tekin úr sambandi þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maiziere í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF. DyflinnarbókuninFlóttamannamálið gæti orðið næsta stóra verkefnið í Evrópu þar sem við sýnum hvort við erum í raun og veru fær um að starfa saman. „Hið svonefnda Dyflinnarsamkomulag er ekki lengur í gildi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í sjónvarpsviðtali um helgina. Dyflinnarsamkomulagið er sérstök bókun við Schengen-landamærasamkomulagið, sem snýst um að afgreiða eigi umsóknir hælisleitenda í því aðildarríki ESB sem þeir koma fyrst til. Merkel vísar í ummælum sínum til þess að þessi meginregla Dyflinnarsamkomulagsins hafi í raun verið tekin úr sambandi, að hluta til í það minnsta, fyrr á þessu ári þegar Evrópusambandsríkin samþykktu að létta að nokkru byrðunum af Grikklandi og Ítalíu, þeim löndum sem flestir flóttamenn hafa komið til, og deila ákveðnum fjölda þeirra niður á hin aðildarríkin í hlutfalli við mannfjölda og efnahagsstyrk. Thomas de Maizière, innanríkisráðherra Þýskalands, gengur síðan lengra og segir að verði þetta lagaumhverfi ekki lagfært, þá sé í raun úti um sjálft Schengen-samkomulagið, sem tryggir íbúum aðildarríkjanna frjálsa för yfir innri landamæri Evrópusambandsins. „Án Dyflinnar er ekki til lengdar hægt að hafa Schengen,“ sagði de Maizière í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF.
Flóttamenn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira