Óttast um líf mikils fjölda flóttamanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. ágúst 2015 20:47 Börn flóttamanna hafa þurft að læra á lífið í nýja landinu - til dæmis hvernig á að nota lestar og aðrar samgöngur. Vísir/EPA Óttast er að tugir og jafnvel hundruð flóttamanna hafi farist þegar bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafi í dag. Þúsundir flóttamanna sem hafast við í hrörlegum búðum í Calais í Frakklandi þjást af ýmsum næringarsjúkdómum og geðrænum kvillum vegna rauna sinna. Neyðarkall barst frá fiskibáti með um 600 flóttamenn innanborðs úti fyrir ströndum Líbíu vegna óveðurs. Þegar skip írsku strandgælsunnar kom á staðinn vildi ekki betur til en að bátnum hvolfdi þegar flóttafólkið hópaðist allt á aðra síðu bátsins. Óttast er að nokkur hundruð hafi drukknað en ítalska Strandgæslan segir að tekist hafi að bjarga 400 manns úr sjónum. Nokkrir tugir líka hafa fundist. Pólitísk upplausn, borgarastríð og bág kjör í Líbíu sem og í mörgum öðrum ríkjum í Afríku hefur aukið á straum flóttafólks í leit að öryggi og betra lífi. Grikkir sem ekki hafa úr miklu að moða hafa tekið á móti þúsundum manna sem og Ítalía. Margt flóttafólk leggur hins vegar á sig lengra ferðalag uppeftir Evrópu og reynir m.a. að komast yfir Ermasund til Bretlands frá calais í Frakklandi. Þar hafast nú um þrjú þúsund flóttamenn við í tjöldum og kofaskiblum við vondan kost. „Við sjáum sár sem tengjast tilraunum til að komast yfir, sérstaklega á síðustu tveim til þrem vikum, og við sjáum mikið af vandamálum og sjúkdómum sem tengjast heilsuaðstæðum og lífsskilyrðum í búðunum, kláðamaur og önnur húðvandamál, augnsjúkdóma og marga öndunarfærasjúkdóma,” segir Isabelle Bruandi svæðisstjóri Lækna án landamæra í Calais. Sjálfboðaliðar úr samtökunum Læknar án landamæra reyna að hlúa að flóttamönnunum við frumstæðar aðstæður. En ríkistjórnir á meginlandi Evrópu og í Bretlandi vilja helst ekki kannast við vandann og reyna að slá pólitískar keilur vegna vaxandi stuðnings við öfgaflokka og aukna andúð og jafnvel hatur á flóttamönnum í Evrópu. Læknar og hjúkrunarfólk í Calais segjast einnig verða vör við geðræn vandamál vegna áfalla sem flóttafólkið hefur orðið fyrir í heimaladninu og á flóttanum. „Það er ekki hlutverk okkar að fást við þetta ástand. Ríkin ættu að sjá til þess að þetta fólk fái heilbrigðisþjónustu. Það er mjög varnarlaust. Það þarf að opna alvöru heilsugæslustöð,” segir Bruandi. Flóttamenn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Óttast er að tugir og jafnvel hundruð flóttamanna hafi farist þegar bát þeirra hvolfdi á Miðjarðarhafi í dag. Þúsundir flóttamanna sem hafast við í hrörlegum búðum í Calais í Frakklandi þjást af ýmsum næringarsjúkdómum og geðrænum kvillum vegna rauna sinna. Neyðarkall barst frá fiskibáti með um 600 flóttamenn innanborðs úti fyrir ströndum Líbíu vegna óveðurs. Þegar skip írsku strandgælsunnar kom á staðinn vildi ekki betur til en að bátnum hvolfdi þegar flóttafólkið hópaðist allt á aðra síðu bátsins. Óttast er að nokkur hundruð hafi drukknað en ítalska Strandgæslan segir að tekist hafi að bjarga 400 manns úr sjónum. Nokkrir tugir líka hafa fundist. Pólitísk upplausn, borgarastríð og bág kjör í Líbíu sem og í mörgum öðrum ríkjum í Afríku hefur aukið á straum flóttafólks í leit að öryggi og betra lífi. Grikkir sem ekki hafa úr miklu að moða hafa tekið á móti þúsundum manna sem og Ítalía. Margt flóttafólk leggur hins vegar á sig lengra ferðalag uppeftir Evrópu og reynir m.a. að komast yfir Ermasund til Bretlands frá calais í Frakklandi. Þar hafast nú um þrjú þúsund flóttamenn við í tjöldum og kofaskiblum við vondan kost. „Við sjáum sár sem tengjast tilraunum til að komast yfir, sérstaklega á síðustu tveim til þrem vikum, og við sjáum mikið af vandamálum og sjúkdómum sem tengjast heilsuaðstæðum og lífsskilyrðum í búðunum, kláðamaur og önnur húðvandamál, augnsjúkdóma og marga öndunarfærasjúkdóma,” segir Isabelle Bruandi svæðisstjóri Lækna án landamæra í Calais. Sjálfboðaliðar úr samtökunum Læknar án landamæra reyna að hlúa að flóttamönnunum við frumstæðar aðstæður. En ríkistjórnir á meginlandi Evrópu og í Bretlandi vilja helst ekki kannast við vandann og reyna að slá pólitískar keilur vegna vaxandi stuðnings við öfgaflokka og aukna andúð og jafnvel hatur á flóttamönnum í Evrópu. Læknar og hjúkrunarfólk í Calais segjast einnig verða vör við geðræn vandamál vegna áfalla sem flóttafólkið hefur orðið fyrir í heimaladninu og á flóttanum. „Það er ekki hlutverk okkar að fást við þetta ástand. Ríkin ættu að sjá til þess að þetta fólk fái heilbrigðisþjónustu. Það er mjög varnarlaust. Það þarf að opna alvöru heilsugæslustöð,” segir Bruandi.
Flóttamenn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira