Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2015 10:49 Veiðin í Blöndu hefur verið ótrúleg í allt sumar og það virðist ekkert vera að hægja á henni. Það bárust að venju nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga í gær og eins og má sjá á þeim lista, sem má finna hér, er Blanda efst með 2997 laxa sem er lokatalan í gærkvöldi. Veiðin hefur verið góð á öllum svæðum en síst á svæði II sem er aðallega vegna slakrar ástundunar en ekki fiskleysis. Þetta er metsumar í Blöndu en mest var veiðin áður árið 1975 samtals 2363 laxar svo það met hefur verið slegið allrækilega og áin á ennþá mikið inni. Ólíklegt er að hún fari í yfirfall í ágúst svo þessi tala á enn eftir að hækka en hversu mikið er erfitt að segja til um. Hver skýringin er svo á þessari miklu laxgengd í ánna í sumar er erfitt að segja til um en áin er gífurlega há í framleiðni á seiðum og greinilegt að hrygning tekst vel í ánni sem og virðist fæðuframboð fyrir seiðin vera mjuög gott. Afföll eru talin vera frekar lág þar sem seiðin fá mikið skjól í Jökulvatninu á meðan þau dvelja í ánni þar til þau ná göngustærð og þegar komið er til sjávar virðast fæðustöðvar þeirra taka vel á móti þeim því laxinn er vel haldinn. Það verður spennandi að sjá lokatöluna úr Blöndu eftir þetta frábæra tímabil. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði
Veiðin í Blöndu hefur verið ótrúleg í allt sumar og það virðist ekkert vera að hægja á henni. Það bárust að venju nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga í gær og eins og má sjá á þeim lista, sem má finna hér, er Blanda efst með 2997 laxa sem er lokatalan í gærkvöldi. Veiðin hefur verið góð á öllum svæðum en síst á svæði II sem er aðallega vegna slakrar ástundunar en ekki fiskleysis. Þetta er metsumar í Blöndu en mest var veiðin áður árið 1975 samtals 2363 laxar svo það met hefur verið slegið allrækilega og áin á ennþá mikið inni. Ólíklegt er að hún fari í yfirfall í ágúst svo þessi tala á enn eftir að hækka en hversu mikið er erfitt að segja til um. Hver skýringin er svo á þessari miklu laxgengd í ánna í sumar er erfitt að segja til um en áin er gífurlega há í framleiðni á seiðum og greinilegt að hrygning tekst vel í ánni sem og virðist fæðuframboð fyrir seiðin vera mjuög gott. Afföll eru talin vera frekar lág þar sem seiðin fá mikið skjól í Jökulvatninu á meðan þau dvelja í ánni þar til þau ná göngustærð og þegar komið er til sjávar virðast fæðustöðvar þeirra taka vel á móti þeim því laxinn er vel haldinn. Það verður spennandi að sjá lokatöluna úr Blöndu eftir þetta frábæra tímabil.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði