Nýtt Sportveiðiblað er komið út Karl Lúðvíksson skrifar 9. ágúst 2015 15:00 Nýtt Sportveiðiblað kom út á dögunum og er blaðið sem fyrr fullt af skemmtilegum greinum um sportveiðar. Í blaðinu má meðal annars finna viðtal við Bjarna Júlíusson fyrrum formann SVFR sem á dögunum setti fram áhugaverða kenningu um tengingu milli laxveiða og karfaveiða. Rætt er við Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabónda á Grænlandi en hann hefur lengi haldið úti þjónustu við Íslenska og erlenda veiðimenn sem leita til Grænlands í silungs- og hreindýraveiðar. Í blaðinu er líka veiðistaðalýsing á Brúará eftir Árna Kristinn SKúlason þar sem hann fer yfir þessa skemmtilegu á sem allir vilja kunna betur á. Umfjöllun um ósasvæði Laxár á Ásum sem hefur verið betur þekkt sem besta laxveiðiá landsins en hefur líka að geyma eitt skemmtilegasta sjóbleikjusvæði norðurlands. Einnig er í blaðinu að finna greinar um Litluá í Kelduhverfi, Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi og margt fleira. Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði
Nýtt Sportveiðiblað kom út á dögunum og er blaðið sem fyrr fullt af skemmtilegum greinum um sportveiðar. Í blaðinu má meðal annars finna viðtal við Bjarna Júlíusson fyrrum formann SVFR sem á dögunum setti fram áhugaverða kenningu um tengingu milli laxveiða og karfaveiða. Rætt er við Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabónda á Grænlandi en hann hefur lengi haldið úti þjónustu við Íslenska og erlenda veiðimenn sem leita til Grænlands í silungs- og hreindýraveiðar. Í blaðinu er líka veiðistaðalýsing á Brúará eftir Árna Kristinn SKúlason þar sem hann fer yfir þessa skemmtilegu á sem allir vilja kunna betur á. Umfjöllun um ósasvæði Laxár á Ásum sem hefur verið betur þekkt sem besta laxveiðiá landsins en hefur líka að geyma eitt skemmtilegasta sjóbleikjusvæði norðurlands. Einnig er í blaðinu að finna greinar um Litluá í Kelduhverfi, Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi og margt fleira.
Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði