Hundruð flóttamanna reyndu enn á ný að komast til Englands í gegnum Ermasundsgöngin í frönsku hafnarborginni Calais í nótt. Það er þriðja kvöldið í röð sem flóttamenn hópast saman í Calais og freista þess að komast burt. Fjölmennt lið lögreglu var kallað út til að sækja fólkið, einungis sólarhring eftir að 1.500 manns ruddu sér inn á lestarstöðina þar sem einn lést.
Frönsk yfirvöld biðla nú til breskra stjórnvalda að leggja sér lið í að leysa flóttamannavandann í borginni. David Cameron forsætisráðherra Bretlands ákvað í gær að veita sjö milljónir punda til neyðaraðstoðar vegna vandans, og sagðist ætla að gera allt hvað hann gæti til að reyna að finna lausn á honum.
Aftur reynt að komast í Ermarsundsgöngin

Tengdar fréttir

Einn lést í Calais
Tvö þúsund flóttamenn reyndu að komast um Ermasundsgöngin.