Mögulega verða framleiddar þrjár þáttaraðir af Game of Thrones til viðbótar en nú er verið að skjóta sjöttu þáttaröðina af þessum vinsælu þáttum.
Þetta gefa yfirmenn HBO í skin og segja að alls verði seríurnar átta, en ekki sjö eins og áður hafði verið greint frá. BBC segir einnig frá því að mögulega verði framleiddi þættir sem eiga að gerast fyrir þann tíma sem þættirnir fjalla um í dag.
Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og þeir byggðir á bókum George R.R. Martin. Um er að ræða vinsælasta sjónvarpsþátt veraldar. Um tuttugu milljón mann horfðu á hvern þátt í Bandaríkjunum í vetur en þá var fimmta serían sýnd.

