Lífið

Allir leikir Mýrarboltans færðir fram á sunnudag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Skítaveður hentar ekki mýrarbolta.
Skítaveður hentar ekki mýrarbolta. vísir/vilhelm
Öllum leikjum Mýrarboltans á Ísafirði hefur verið frestað. Keppni átti að fara fram á laugardag og sunnudag en sökum veðurs verða aðeins leikir á sunnudaginn.

„Það spáði einhverju skítaveðri í fyrramálið og því brugðum við á þetta ráð,“ segir drullusokkurinn Jóhann Bæring Gunnarsson. „Í stað þess að bjóða fólki upp á einhverja vosbúð og leiðindi fyrir fólk þá færum við þetta fram á sunnudag og spilum þéttar.“

Aðspurður um hvort skítaveður sé ekki einmitt það sem Mýrarboltinn þurfi segir Jóhann að það hafi ekki verið mat manna. „Ég held að það sé ekkert eftirsóknarvert að vera í drullunni eða horfa á í miklum kulda. Það var mat okkar að sunnudagurinn væri hentugri.“

Í stað knattspyrnu á morgun verður boðið upp á tónleika í miðbæ Ísafjarðar fyrir gesti og gangandi sem allir eru velkomnir á.

„Ég ætla rétt að vona að tónleikarnir hafi áhrif á spilamennsku fólks á sunnudaginn,“ segir Jóhann að lokum.


Tengdar fréttir

Hvað ætlar þú að gera um helgina?

Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.