Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Karl Lúðvíksson skrifar 22. júlí 2015 15:00 Frá veiðistaðnum Bárðarbunga í Langá Mynd: Ásgeir Heiðar Sú á sem á líklega stærsta viðsnúningin frá því í fyrra er Langá á Mýrum en aðeins veiddust 595 laxar í henni sumarið 2014. Það er eitthvað allt annað í gangi við ánna í sumar en hollið sem er núna við veiðar togar hana líklega upp að 900 löxum í dag en 825 laxar voru komnir í veiðibókina í gærkvöldi og göngur í ánna eru mjög góðar. Það eina sem hefur verið erfitt er mikið hvassviðri sem hefur gengið yfir vesturland og gert fluguveiðimönnum erfitt fyrir en þrátt fyrir það er veiðin góð en síðasta holl var sem dæmi með 180 laxa. Vegna kuldans síðustu daga hægir á göngu laxsins upp á efri svæðin í ánni og bunkast hann þess vegna upp á neðri svæðunum. Þeir sem þekkja ánna vel og hafa veitt í henni lengi segja hana bláa af laxi og magnað sé að fylgjast með göngunum í hana á fyrstu veiðistöðunum fyrir ofan ós. Ein af þeim áskorunum sem veiðimenn glíma við þessa dagana við ánna eru grannar tökur en á bak við hvern lax á land eru kannski 2-4 sem sleppa af. Flugur í stærðum 14-16# hafa verið að gefa best og þegar lítil fluga og grönn taka fer saman hefur laxinn oft betur. Sem dæmi var veiðimaður á veiðistað 43, Rennur, í gærmorgun sem setti í 7 laxa á 30 mínútum á "hitch" og missti þá alla. Mest lesið Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði
Sú á sem á líklega stærsta viðsnúningin frá því í fyrra er Langá á Mýrum en aðeins veiddust 595 laxar í henni sumarið 2014. Það er eitthvað allt annað í gangi við ánna í sumar en hollið sem er núna við veiðar togar hana líklega upp að 900 löxum í dag en 825 laxar voru komnir í veiðibókina í gærkvöldi og göngur í ánna eru mjög góðar. Það eina sem hefur verið erfitt er mikið hvassviðri sem hefur gengið yfir vesturland og gert fluguveiðimönnum erfitt fyrir en þrátt fyrir það er veiðin góð en síðasta holl var sem dæmi með 180 laxa. Vegna kuldans síðustu daga hægir á göngu laxsins upp á efri svæðin í ánni og bunkast hann þess vegna upp á neðri svæðunum. Þeir sem þekkja ánna vel og hafa veitt í henni lengi segja hana bláa af laxi og magnað sé að fylgjast með göngunum í hana á fyrstu veiðistöðunum fyrir ofan ós. Ein af þeim áskorunum sem veiðimenn glíma við þessa dagana við ánna eru grannar tökur en á bak við hvern lax á land eru kannski 2-4 sem sleppa af. Flugur í stærðum 14-16# hafa verið að gefa best og þegar lítil fluga og grönn taka fer saman hefur laxinn oft betur. Sem dæmi var veiðimaður á veiðistað 43, Rennur, í gærmorgun sem setti í 7 laxa á 30 mínútum á "hitch" og missti þá alla.
Mest lesið Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði