Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júlí 2015 10:00 Vísir/Andri Marinó Eins og kom fram á blaðamannafundi fyrir leik Stjörnunnar og Celtic í gærkvöldi eru skoskir fjölmiðlar uppteknir af gervigrasvelli Stjörnunnar í Garðabæ, Samsung-vellinum. Lýsingarnar í skoskum fjölmiðlum í dag eru í takti við stemninguna sem ríkti á fundinum í gær. Aðstöðunni er líkt við skosku utandeildina og vellinum sjálfum við sparkvelli þar sem fimm manna lið eigast við í „bumbubolta“. „Stjarnan’s tiny 1,000 capacity ground is more like Cove Rangers than Glasgow Rangers and the playing surface is more like the Pitz than a modern 4G pitch,“ segir í umfjöllun Daily Record sem er einnig með viðtal við Jim Bett, fyrrum leikmann Ragners, Aberdeen, Vals og KR. Jim býr enn hér á landi og er faðir þeirra Baldurs og Callum Bett, sem báðir hafa spilað í efstu deild á Íslandi. Baldur varð Íslandsmeistari fjögur ár í röð - með FH frá 2004 til 2006 og Val 2007. „Þetta verður kannski svolítið menningarsjokk fyrir Celtic,“ sagði Jim. „Völlurinn í Garðabæ er ekki frábær. En Celtic þyrfti að klúðra sínum málum algjörlega til að komast ekki áfram.“ Stjarnan sló Motherwell úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrra og gerði svo slíkt hið sama gegn Lech Poznan, áður en Inter hafði betur gegn Garðbæingunum. „Þetta er gervigrasvöllur. Hann getur því ekki verið svo slæmur,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, á blaðamannafundinum í gær. „Hann er betri en mjög, mjög slæmur grasvöllur. Við spiluðum á gervigrasi í fyrra. Það gæti reynst forskot fyrir okkur að spila á gervigrasi ef við náum okkar allra besta fram.“ „Þetta er allt saman hluti af því að spila í Evrópukeppni. Það er ekkert vandamál að spila á gervigrasi. Það er auðvelt að spila á slíkum völlum.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Eins og kom fram á blaðamannafundi fyrir leik Stjörnunnar og Celtic í gærkvöldi eru skoskir fjölmiðlar uppteknir af gervigrasvelli Stjörnunnar í Garðabæ, Samsung-vellinum. Lýsingarnar í skoskum fjölmiðlum í dag eru í takti við stemninguna sem ríkti á fundinum í gær. Aðstöðunni er líkt við skosku utandeildina og vellinum sjálfum við sparkvelli þar sem fimm manna lið eigast við í „bumbubolta“. „Stjarnan’s tiny 1,000 capacity ground is more like Cove Rangers than Glasgow Rangers and the playing surface is more like the Pitz than a modern 4G pitch,“ segir í umfjöllun Daily Record sem er einnig með viðtal við Jim Bett, fyrrum leikmann Ragners, Aberdeen, Vals og KR. Jim býr enn hér á landi og er faðir þeirra Baldurs og Callum Bett, sem báðir hafa spilað í efstu deild á Íslandi. Baldur varð Íslandsmeistari fjögur ár í röð - með FH frá 2004 til 2006 og Val 2007. „Þetta verður kannski svolítið menningarsjokk fyrir Celtic,“ sagði Jim. „Völlurinn í Garðabæ er ekki frábær. En Celtic þyrfti að klúðra sínum málum algjörlega til að komast ekki áfram.“ Stjarnan sló Motherwell úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrra og gerði svo slíkt hið sama gegn Lech Poznan, áður en Inter hafði betur gegn Garðbæingunum. „Þetta er gervigrasvöllur. Hann getur því ekki verið svo slæmur,“ sagði Ronny Deila, þjálfari Celtic, á blaðamannafundinum í gær. „Hann er betri en mjög, mjög slæmur grasvöllur. Við spiluðum á gervigrasi í fyrra. Það gæti reynst forskot fyrir okkur að spila á gervigrasi ef við náum okkar allra besta fram.“ „Þetta er allt saman hluti af því að spila í Evrópukeppni. Það er ekkert vandamál að spila á gervigrasi. Það er auðvelt að spila á slíkum völlum.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03
Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32
Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30
Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30