Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2015 12:00 Veiðin í Þingvallavatni er búin að vera góð í sumar eftir kalt veður framan af og nú er murtan farin að veiðast vel í vatninu. það eru nokkrir veiðimenn sem bölva í hljóði þegar murtan gengur í torfum upp að landi því hún tekur yfirleitt flugurnar áður en stærri bleikjan nær henni. Þetta finnst mörgum ansi hvimleitt en nokkrir veiðimenn fagna þessu mikið. Málið er nefnilega það að á þessum tíma þegar kuðungableikjan er að komast nálægt hrygningu verður hún sífellt lakari matfiskur, bragðminni og laus í holdinu. Murtan aftur á móti virðist vera bragðbest einmitt á þessum tíma og þeir sem hafa komist á lagið með að elda hana finnst hún herramannsmatur. Það er mælt með því þegar búið er að veiða góðann slatta, almennt reiknað með 2-3 murtum á mann, að þrífa fiskinn vel og gera að honum án þess að taka haus eða sporð af. Bæði er hægt að setja murtuna á grill, sem þarf þá að vera orðið mjög heitt, eða inní ofn með grillið í botni svo roðið verði stökkt en fiskurinn mjúkur. Aðeins að nota gott salt til að krydda og pínu lime eða sítrónusafa til að kreista yfir murtuna áður en hún er borin fram. Stórar sardínur eru eldaðar á svipaðan hátt við Miðjarðarhafið og þykja mjög góðar. Undirritaður er á því að murtan sé mikið betri. Mest lesið Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Umsóknarfrestur vegna forúthlutunar SVFR Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Dagbók Urriða komin út Veiði
Veiðin í Þingvallavatni er búin að vera góð í sumar eftir kalt veður framan af og nú er murtan farin að veiðast vel í vatninu. það eru nokkrir veiðimenn sem bölva í hljóði þegar murtan gengur í torfum upp að landi því hún tekur yfirleitt flugurnar áður en stærri bleikjan nær henni. Þetta finnst mörgum ansi hvimleitt en nokkrir veiðimenn fagna þessu mikið. Málið er nefnilega það að á þessum tíma þegar kuðungableikjan er að komast nálægt hrygningu verður hún sífellt lakari matfiskur, bragðminni og laus í holdinu. Murtan aftur á móti virðist vera bragðbest einmitt á þessum tíma og þeir sem hafa komist á lagið með að elda hana finnst hún herramannsmatur. Það er mælt með því þegar búið er að veiða góðann slatta, almennt reiknað með 2-3 murtum á mann, að þrífa fiskinn vel og gera að honum án þess að taka haus eða sporð af. Bæði er hægt að setja murtuna á grill, sem þarf þá að vera orðið mjög heitt, eða inní ofn með grillið í botni svo roðið verði stökkt en fiskurinn mjúkur. Aðeins að nota gott salt til að krydda og pínu lime eða sítrónusafa til að kreista yfir murtuna áður en hún er borin fram. Stórar sardínur eru eldaðar á svipaðan hátt við Miðjarðarhafið og þykja mjög góðar. Undirritaður er á því að murtan sé mikið betri.
Mest lesið Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Umsóknarfrestur vegna forúthlutunar SVFR Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Dagbók Urriða komin út Veiði