Fótbolti

Platini tilkynnir framboð sitt vikunni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Platini og Blatter þegar dregið var í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2018.
Platini og Blatter þegar dregið var í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2018. Vísir/getty
Samkvæmt heimildum BBC mun Michel Platini, núverandi forseti evrópska knattspyrnusambandsins tilkynna framboð sitt í kosningum til forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins seinna í vikunni. Kosið verður þann 26. september næstkomandi eftir að Sepp Blatter, fráfarandi forseti sambandsins sagði af sér fyrr í sumar.

Blatter sem hefur sinnt starfi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins allt frá árinu 1998 lá undir mikilli gagnrýni eftir að sjö háttsettir starfsmenn sambandsins voru handteknir fyrir mútuþægni og spillingu. Var hann þrátt fyrir það endurkjörinn sem forseti sambandsins stuttu síðar en ákvað að segja af sér aðeins nokkrum dögum eftir kosningarnar.

Var nafn Platini strax dregið inn í umræðuna þegar í ljós kom að Blatter myndi segja af sér sem forseti sambandsins. Nýtur hann stuðnings knattspyrnusambanda heimsálfanna frá Suður-Ameríku, Norður- og Mið-Ameríku, Asíu og Evrópu en hann hefur verið forseti evrópska knattspyrnusambandsins frá árinu 2007.

Platini sem er sextugur var um tíma einn besti miðjumaður heims er hann lék fyrir Juventus og franska landsliðið. Var hann þrisvar valinn besti leikmaður Evrópu er hann sankaði að sér verðlaunum með ítalska stórveldinu ásamt því að verða Evrópumeistari með Frakklandi 1984.


Tengdar fréttir

Pútín: Blatter á skilið Nóbelsverðlaun

Forseti Rússlands kom fráfarandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins til varnar og segir að hann eigi skilið Nóbelsverðlaun fyrir störf sín í þágu knattspyrnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×