Jane Birkin biður Hermés að endurnefna Birkin töskuna Ritstjórn skrifar 28. júlí 2015 21:00 Birkin taskan og Jane Birkin árið 1970. Fyrir 31 ári síðan nefndi tískuhúsið Hermés eina af töskum sínum eftir fyrirsætunni og tónlistarkonunni Jane Birkin. Taskan er síðan þá orðin ein frægasta, eftirsóttasta og jafnvel dýrasta taska í heiminum í dag, og er langur biðlisti eftir einni slíkri. Hún spilaði líka stórt hlutverk í einum þætti af Sex And The City á sínum tíma. Nú hefur Jane Birkin hinsvegar gefið frá sér yfirlýsingu í samstarfi við PETA þess efnis að hún fari fram á að Hermés nefni þær töskur sem gerðar eru úr krókódílaskinni upp á nýtt, því hún vilji ekki tengja sig við þær lengur. Ástæðuna segir hún vera að hún kæri sig ekki um að hafa nafn sitt tengt við þær eftir að hún frétti af illri meðferð á krókódílum sem notaðir eru í töskurnar. Töskurnar úr krókódílaskinni eru meðal vinsælustu og dýrustu Birkin taskanna. PETA segir að það þurfi tvo krókódíla til að búa til eina tösku.Jane BirkinPETA gaf út fyrir um mánuði síðan mynd þar sem flett er ofan af hrottalegri meðferð á krókódílum í Texas, Simbabve og víðar, allt í nafni tískunnar. Hægt er að horfa á hana hér fyrir neðan. Samtökin standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem Hermés er hvatt til að hætta framleiðslu á vörum úr krókódílaskinni. Um 70 þúsund manns hafa skrifað undir.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Glamour Tíska Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Vinna best saman í liði Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour
Fyrir 31 ári síðan nefndi tískuhúsið Hermés eina af töskum sínum eftir fyrirsætunni og tónlistarkonunni Jane Birkin. Taskan er síðan þá orðin ein frægasta, eftirsóttasta og jafnvel dýrasta taska í heiminum í dag, og er langur biðlisti eftir einni slíkri. Hún spilaði líka stórt hlutverk í einum þætti af Sex And The City á sínum tíma. Nú hefur Jane Birkin hinsvegar gefið frá sér yfirlýsingu í samstarfi við PETA þess efnis að hún fari fram á að Hermés nefni þær töskur sem gerðar eru úr krókódílaskinni upp á nýtt, því hún vilji ekki tengja sig við þær lengur. Ástæðuna segir hún vera að hún kæri sig ekki um að hafa nafn sitt tengt við þær eftir að hún frétti af illri meðferð á krókódílum sem notaðir eru í töskurnar. Töskurnar úr krókódílaskinni eru meðal vinsælustu og dýrustu Birkin taskanna. PETA segir að það þurfi tvo krókódíla til að búa til eina tösku.Jane BirkinPETA gaf út fyrir um mánuði síðan mynd þar sem flett er ofan af hrottalegri meðferð á krókódílum í Texas, Simbabve og víðar, allt í nafni tískunnar. Hægt er að horfa á hana hér fyrir neðan. Samtökin standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem Hermés er hvatt til að hætta framleiðslu á vörum úr krókódílaskinni. Um 70 þúsund manns hafa skrifað undir.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Vinna best saman í liði Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Stjörnurnar elska RMS Glamour Vor í lofti Glamour Hvernig skal gera fullkomna smokey förðun í leigubíl Glamour 5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Glamour